Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Side 31

Fálkinn - 11.10.1965, Side 31
„Flestir munu fljótlega svara, án þess að þurfa að hugsa sig um: Við giftum okkur til ásta. Og vissulega er ástin mikilvægur grundvöllur hjóna- bandsins nú á dögum. En fólk giftir sig líka af ýmsum öðrum ástæðum. Ein er til dæmis óskin um að stofna eigið heimili og eignast börn. Önnur er þungun konunnar vegna ótímabærra kyn- ferðismaka, samfara virðingu hlutaðeigandi fyrir þeirri mannfélagslegu siðareglu að börn eigi að fæðast skilgetin. Þriðja ástæðan er óskin um efnahagslegt öryggi, þ. e. sumt fólk giftir sig til fjár. Fjórða er, að sumt fólk giftir sig eins og títt var til forna, til virðingar, áhrifa og jafn- vel valda. Ýmsar aðrar orsakir liggja til hjónabandsins eða sambland af þeim og framangreindum orsökum. Má þar til nefna kyngirnd, hamingjuleit, vináttu, skilning, lík áhugamál, flótta frá leiðinlegu foreldraheimili, ævintýraþrá og margt fleira". Þegar þetta allt liggur fyrir má ljóst vera, að það er ekki heiglum hent að komast að því í snarheitum, hvernig fólk kynnist og hvers vegna það giftir sig. Naumast er unnt að finna algildara og einfaldara svar en þetta, sem gamia konan sagði: „Við kynntumst einhvern veginn“, — en svo er enginn kominn til með að segja að allt fari vel. Ég hitti Auði Eir Vilhjálmsdóttur, guðfræðing, að máli og við spjölluðum um þetta fram og aftur. Og Auður sagði m. a. — „Fólk kynnist hvort öðru í sparifötunum, — geng- ur nokkra hringi í kringum Tjörnina eða situr á steini og heldur hvort utan um annað. Svo giftir það sig einn góðan veðurdag og fer að kynnast hvort öðru.“ Kannski kynnast þau í skóla, — og bæði hafa miklar áætlanir um það, hvað gera skuli, þegar skólanum lýkur. Svo giftast þau af því að þau elska hvort annað og svo koma börn og heimili. En hver á að hugsa um það? Hver á að búa til matinn, þvo þvottana, gæta barnanna o. s. frv. — Konan, — segir þjóðfélagið, — konan segir eiginmaður- inn. Hann heldur áfram á þeirri námsbraut, sem þau bæði höfðu hugsað sér að ganga og eftir tuttugu ár er hann vonandi kominn áfram í iífinu, — velmenntaður, vellaunað- ur í góðri stöðu. Hann á kannski hús og bíl og konu, — sem honum finnst hafa staðnað í hugsun. Þau, sem einu sinni áttu allt sameiginlegt hafa nú færzt langt burt hvort frá öðru, — og henni finnst hún hafa þurft að sjá á bak þeim draumum, sem hana dreymdi um eigin menntun og frama, — hún er orðin beisk og gröm. Kannski er hann líka beiskur og gramur af því að hann hefur ekki náð eins langt og hann ætlaði? — kannski eru það sizt minni vonbrigði en að standa yfir þvottabala í stað þess að bjarga heiminum á annan hátt, — hugsaði ég, svo fórum við að tala um hjónaskilnaði. — Auður sagði, að óhugnanlega margt ungt fólk skildi eftir fárra ára hjóna- band. Þetta taldi hún stafa meðal annars af því, að svo margir yrðu óánægðir með það, að hversdagslífið í hjóna- bandinu fullnægði ekki þeim vonum, sem þeir hefðu gert sér í alltof stuttu tilhugalífi. Óregla væri og algeng orsök hjónaskiinaða, og svo það að hjónin væru hvort öðru ótrú. — Ég spurði hana, hvort hún teldi að eitt víxlspor ætti að nægja til þess, að fólk gæti fengið skilnað skilyrðislaust Framh. af bls. 41. . . . mctður ekur á konu. hún slasast og er flutt á spítala, — síðan leiða heimsóknir hans til þess að þau kynnast og giftast. • Negri Framh. af bls. 19. að stríða. Og mér er einnig ljóst, að langflestir eru hjálp- samir, ef þeim er aðeins gefið tækifæri til þess. Þetta sama íólk getur líka verið tillitslaust. Þegar ég kom til Reykjavík- ur, fann ég að fólk starði á mig, að því er mér fannst, að ástæðulausu. Þess er ekki að dyljast, að mér féll þetta mjög illa, einkum þó, er mæður bentu börnum sínum á mig og muldruðu eitthvað á íslenzku. En mér skildist brátt, að flest- ir hér höfðu aldrei áður séð negra, og mörgum fannst for- vitnilegt að sjá allt í einu mannveru með dökkt hörund labba um göturnar. En undarlegur hlutur gerðist, þegar ég brosti, — þá brosti fóikið á móti. Það róaði taugar mínar. Og þótt ég gæti farið úr borginni, ákvað ég að vera hér nokkra hríð, áður en ég héldi áfram til meginlandsins. Já, ég er ánægður. Mér líður vel, kannski í fyrsta sinn á ævinni." Auðvitað hef ég rekizt á það fólk, sem alls staðar gerir lífið að helvíti. Um daginn gerðist nokkuð, sem hefði gert suma negra svo reiða, að þeir hefðu viljað gera hvítum manni margt til miska. fslenzkur drengur kallaði á eftir mér: „Hello Blackie". Kunningjar hans hlógu. Ég lét ekki drátt bærast í andliti mínu. mér fannst þetta ekki fyndið, og ég vissi, að þessi sami dreng- ur mundi ekki gera þetta, ef honum væri ljóst, hvernig mér leið, er hann sagði þetta. Þessi drengur hlýtur að koma frá heimili þar sem ríkir leiðin- legt andrúmsloft. Ég aumka foreldra hans, hverjir, sem þeir eru. Ég hef samúð með þeim. Aðeins tvisvar hefur eitt- hvað svipað þessu komið fyrir mig. Fólk, sem þannig hegðar sér hlýtur að vera með sjúkt tilfinningalíf. Auðvitað býst ég við, að fólk stari á mig. Ef það gerir það ekki, væri það mjög undarlegt fólk. Það, sem ég skrifa hér, er mjög persónu- legt og erfitt viðfangs. Ég skrifa það i þeirri einlægu von, að lesendur Fálkans þekki hér eftir betur negrann sem mann- eskju. Ritstjórn blaðsins hefur beðið mig að lýsa því, sem ger ist er negri kemst áfram, og hverriií '’iðbrögð anno ra neg a eru við því. Ég skrifa aðeins um það, sem ég þekki að eigin raun, og reyni því að gefa sem réttasta mynd af ástandinu eins og mér kemur það fyrir sjónir. Ég ætla að byrja á fyrsta dæminu, sem mér dettur i hug. Það er Los Angeles. Þar í borg er nóg af óánægju, frekar en af öfund. Sá negri, sem gengur í lögregluna í Los Angeles, er í augum annarra negra svikari við eigið fólk, vegna þess, að hann verður að handtaka, þegar slíkt er talið nauðsynlegt. Ungt fólk i negrahverfunum lítur svo á, að negri, sem gengui' í lögregluna vilji sýna hinum hvítu yfirmönnum sínum áhuga í verki og, að hann sé skó- sveinn hvítu mannanna og geri ekki annað en það, sem þeir skipa honum. Þetta vekur óá- nægju. Það var gaman að við- brögðum ýmissa hvítra lög- reglumanna er farið var að hafa hvita og svarta lögreglu- menn í sömu eftirlitsbílunum. í fyrstu vakti þetta mótmæli. Hvitu lögreglumennirnir voru andvígir þessu fyrirkomulagi. Ekki veit ég, hvort nokkrir hvítir lögreglumenn sögðu starfi sínu lausu vegna þessa. Þetta allt skapaði vandamál, bæði siðferðislegt og tilfinn- ingalegt. Hvað mundi gerast, og hver yrðu viðbrögð svarts lögreglumanns gagnvart hin- um hvíta yfirmanni sínum, ef hann kæmi harkalega fram við negra? Margir töldu, að negr- ar yrðu rólegri, ef þeir vissu, að kynbróðir þeirra tæki þá höndum og flytti þá í fang- elsi. Kannski var það líka svo, stundum. En margir töldu, að þetta væri gert til þess að af- saka hegðun lögreglumannanna, ef þeir sýndu negrum hörku við handtöku. Ég hef rætt við marga hvíta lögreglumenn, og þeir segja, að þetta hafi verið gert til þess að þóknast þegnunum, og væri þetta liður i þeirri viðleitni, að hvítir menn og negrar ynnu sarnan á sem flestum sviðum. Hvað, sem um það er, þá eru flestir negrar í Los Angeles, andvígir svörtum lögreglu- mönnum. Ekki vegna þess, að þeir hafa komizt áfram, sem kallað er, heldur vegna eðlis starfsins. Öðru máli gegnir um þá, sem komizt hafa áfram sem skemmtikraftar. Negrar dást mjög að þeim. Negrarnir i Los Angeles eru ekki óvinveittir slíku fólki. Ég held, að þeim byki eott að vita af fólki eins og Louis Armstrong, Sarah pTp — i> bls 41. 31 FAlmimn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.