Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 35

Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 35
inn og sagði: — Hypjaðu þig heim, óþverri. Þá kom hann auga á mig, þar sem ég stóð í „baby-doll“ náttkjól, og hann glápti á mig. — Þessi bölvaður köttur var nærri búinn að drepa Nóru, sagði hann svo. — Hún þolir ekki svona. Ég tók köttinn upp, og fann hversu hræddur hann hafði ofðið. — Þú ættir að skammast þin,. sagði ég svo við Storm. — Slá varnarlausan kött. Nóra kom þá út í gluggann. -4- Farðu að sofa, vina, hvæsti hún. — Stattu ekki þarna til Ijess eins að gera þig að fífli. , Mei-Mei reyndi að slíta sig Igusan og hvæsti á Nóru. — Ég rpyni þó ekki að spiila nætur- fjiðinum, og haga mér ekki eins og þokulúður. Storm reyndi að ganga á milli. — Svona, dömur mínar, nú skulum við taka þessu ró- lega. , Ég held að þú ættir að gefa vinkonu þinni glas af úolgri mjólk kallaði ég upp til hans. Ég heyrði að hann hló. Svo skellti Nóra glugganum. Eftir þetta sá ég Storm ekki í marga daga. En næsta laugar- dag matreiddi ég sérstakan franskan rétt, og þegar ég hafði látið hann bíða í margar kiukkustundir í eldfösu fati, þá lyktaði hann svo yndislega, að ég sjálf fékk vatn í munninn. Þá fór ég upp til þess að spyrja Storm, hvort hann vildi borða með mér. Ég bankaði, og hann hrópaði: — Kom inn. Ég opnaði dyrnar hægt, og var við öllu búin. En hann var upptekinn við skriftir. Ég sá, að hann var ekki lengur fölur. Hann var sólbrúnn og frískleg- ur. — Þú verður að borða, sagði ég. — Ég er með sérstakan mat. Hvað segir þú um að taka þér smá hvíld. ; Hann hristi höfuðið, en sagði svo: — Hvað kallar þú þennan óskapnað, sem þú klæðist? i — Þe'tta eru venjuleg föt. Nánast sagt, eldhúseinkennis- búningurinn minn. — Nú, svoleiðis, sagði hann Á borðinu sá ég bréf með nafni Nóru á bakinu. Var það ^Ástarkveðja Nóru“, „Þín að éilífu, Nóra“, eða bara „Þín Nóra“. Skyndilega ýtti hann blöðun- um til hliðar.-— Kærar þakk- ir, sagði hann. — þetta vil ég gjarnan. En ég verð að skipta um föt fyrst. — Já, að sjálfsögðu. En ég verð að fara niður og leggja á borð í millitíðinni. Ég hljóp niður stigann og hugsaði um mismuninn á okk- ur Nóru. Ég lagði á borðið á svölunum, og þegar Storm kom niður var allt tilbúið. — Komdu hingað út, sagði ég. — Við skulum borða al- fresko. — En, hvað þýðir það? — Nú, undir beru lofti, auð- vitað. Jæja, má bjóða þér aperitiff. Hann varð skrítinn á svip. — Ég hugsa að mig langaði í það ef ég vissi um hvað þú værir að tala. — Ó já, jæja, sherryglas. — Auðvitað vil ég sherry- glas, en hvers vegna getur þú ekki talað þannig, að fólk skilji þig? Hversu oft hafði ég ekki ver- ið að því komin að segja þetta sama við hann? — Sömuleiðis, takk, sagði ég og fór að skellihlæja. Og brátl fór hann líka að hlæja. Maturinn bragðaðist prýði- lega, og ilmur blómanna gerði þetta allt saman ósköp róman- tískt. Við sólarlag gengum við aftur út á svalirnar og horfð- um á rauða sólina sökkva í hafið eins og tómat á leiðinni ofan í súpuskál. Luktirnar með- fram ströndinni höfðu verið tendraðar og nú glitruðu þær í svörtu myrkrinu eins og dem- antar á rauðu flaueli. Það var eins og jörðin hefði stöðvazt eitt augnablik. Það var eins og Storm hefði fundið það, því hann beygði sig að mér og sagði: Kathy .. .? Eftir þrjár misheppnaðar til- raunir tókst mér að segja já. — Kathy, endurtók hann. — Það var á svona kvöldi, sem ég lagði af stað til Vampýru- grafanna í Mexíkó. Vampýrurn- ar eru langsterkbyggðustu leð- urblökurnar. Bara kúla í gegn- um hjartað getur drepið þær. Eftir þetta kvöld, og hálf- tíma fyrirlestur hjá Storm um „leðurblökur, sem ég þekki," fann ég að hann var alls ekki sá maður, sem ég var að leita að. En hellamaðurinn hlýtur að hafa farið í leiðangur aftur, því að margar næstu vikur heyrðist ekki neitt hljóð frá íbúðinni hans. Mér fannst ég vera ákaflega einmana, og nú held ég að ég hafi fundið, að það var Storm, þrátt fyrir allt. Svo var það dag einn, að ég fór inn í bókaverzlun og komst Framh. á bls. 37. FLUGSÝN tíl NORÐFJARÐAN leiguflug flugskóli sjúkrctflug fjögurra hreyfla flugvél fiú sjúk inioSíMiua FLUGSYN iiiailiir dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.