Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Síða 36

Fálkinn - 11.10.1965, Síða 36
F.ínn lesenda blaðsins, Hreiðar Þ. Sœmundsson, sendi Fálkanum eftiríarandi grein um líkamsrækt til birtingar. Líkamsrœkt á vaxandi fylgi að fagna meðal ungra manna og er ekki nema gott um það að segja meðan þessi íþrótt er iðkuð í hófi og með fullri gát. ÞAR sem þessari grein er ætlað að fjalla um lík- amsrækt og vöðvaþjálfun finnst mér tilhlýðilegt að minnast þess manns með nokkrum orðum, sem einna mestan þátt hefur átt í út- breiðslu og vinsældum þess- arar íþróttar. Faðir líkanisræklarinnar. Einhvern tíma á seinni hluta aldarinnar sem leið, gerðist sá atburður í landi Rússakeisara, að sveinbarn bættist í tölu þegnanna. Hann var vatni ausinn og Eugene Sandow. og skírður Eugen Sandow. Æskuár hans liðu við slagsmál og alls konar stymping- ar og snemma fengu menn að kynnast færni hans í þeim göfugu íþróttum. Jafnhliða áflogunum stundaði hann einnig vöðvaþjálfun og aflraunir af miklu kappi. Þessar iðkanir hans báru fljótlega góðan árangur og áður en langt um leið var hann kominn á samning við eitt af stærstu fjölleikahúsum landsins sem glímu- og aflraunamaður. Háði hann fjölmörg einvígi við heims.- þekkta slagsmálahunda og kraftamenn, og fór ætíð með sigur af hólmi. Varð hann á skömmum tíma geysivinsæll meðal áhorfenda, sem dáðust mjög að sigrum hans og bardagagleði. Þó náði hrifning þeirra hámarki, þegar hann að unnum sigri gekk fram á mitt sviðið og setti sig í ýmsar stellingar til. þess að sýna stórfenglega vöðva sína sem bezt. Til dæmis um hreysti Eugens og hug- rekki má nefna bardaga sem hann háði vopnlaus við fullvaxið og stálhraust karlljón og vann. Að vísu drap hann ekki ljónið, en misþyrmdi því svo hrottalega að ómögulegt reyndist að fá það til að koma nálægt hon- um aftur. Þetta ævintýri gerðist í sirkus. Að vísu var ljónið múlbundið og klóreifað, en það var séð svo urri, að það hindraði ekki á nokkurn hátt hreyfingar og fjaðurmagn Ijónsins. Orðstír Sandows barst eins og eldur í sinu út um allan’ heim og fóík virti harin og dáði sem endurnýjaðan Appolon eða Ádonis. Óhætt er að fullyrða, að enginn maður i heiminum átti eiris mikinn þátt í því að vekja áhuga manna á líkamsrækt og vöðvaþjálfun fyrir aldamótin 1900 og Eugen Sandow. Kostir líkamsræktar. •Kostir líkamsræktar eru margir, en að mínu áliti einkum þessir: 1. Hún eflir sjálfstraust og sjálfsálit 'mannáins, þa'r sem óvenjulega sterkbyggður og hraustlegur líkami hlý-t- ur að veita honum nokkra yfirburðakennd gagnvart öðr- um mönnum. Auk þess verður hann að öðru jöfnu tií- komumeiri og stæðilegir á velli þegar kjötið fer að hlaðast utan á beinin og fylla dálítið út í fötin! Sjálfs- traust og sjálfsálit er hverjum manni nauðsynlegt að eiga í ríkum mæli. (Þó ekki of mikið af því góða!) 2. Líkamsræktin krefst nokkurs viljaþreks og þolin- mæði, bæði vegna þess að þjálfunin sjálf er mjög erfið og einnig vegna þess að líkamsræktarmanninum er nauðsynlegt að leita sér haldgóðrar þekkingar á manns- Þetta er vinsælasti vöðvamaður Ameríku, Larry Scott. Fyrir fimm árum ákvað hann að verða viður- kenndur bezt vaxni maður heimsins, hvað sem það kost- aði og hann náði því takmarki í keppninni um „Mr. Univcrsc“ 1964. Það sakar ckki að geta þess að veikara kynið renn- ir hýru auga til þessa manns.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.