Fálkinn - 10.01.1966, Síða 4
Indriði G. Þorsteinsson,
ritstjóri Tímans.
Jón Magnússon,
fréttastjóri útvarpsins.
Gylfi Gröndal,
ritstjóri Alþýðublaðsins.
MESTA
INNLENDA
FRÉTTIN
1965
HVER var mesta innlenda fréttin árið 1965?
Þessa spurningu hefur FÁLKINN lagt fyrir
fréttastjóra dagblaðanna og ríkisútvarpsins
eða ritstjóra er um fréttir fjalla.
Úrslitin eru þessi:
SAMÞYKKTIN UM AFHENDINGU HAND-
RITANNA 2 atkvœði: Tíminn og Fréttastofa
útvarpsins.
SKAW)SBÓK TIL ÍSLANDS 2 atkvœði:
Alþýðublaðið og Vísir.
FUNDUR NORÐURLANDARÁÐS Á ÍSLANDI
1 atkvœði: Morgunblaðið.
STÖÐVUN SÍLDVEIÐANNA I MAÍ
1 atkvceði: Þjóðviljinn.
Fréttastjóramir nefna í svörum sínum ýmsa
fleiri viðburði og fram kemur sú skoðun
að árið 1965 hafi ekki verið sérlega viðburða-
ríkt. Svörin birtast hér á eftir, og var varpað
hlutkesti um röð.
4 FÁLKINN
Tíminn:
STÆRSTA innlenda fréttin
það sem af er þessu ári er
tvímælalaust samþykkt danska
þjóðþingsins miðvikudaginn 19.
maí, þegar 104 þingmenn
greiddu atkvæði með því,; að
íslendingum skyldi fengin
handritin í hendur. Aðeins 58
atkvæði voru á móti afhend-
ingu og þýðir það fullan sigur
íslendinga í þessu viðkvæma
máli, hvað sem öllu málavafstri
líður.
Að vísu hafa orðið þrenn tíð-
indi önnur, sem verða að flokk-
ast undir innlendar fréttir, og
hafa vakið alþjóðarathygli, en
þar á ég við mótmæli manna
á síldarflotanum gegn bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar
nú í sumar, birtingu Yale
University Press á Vínlands-
kortinu og kaup íslenzku bank-
anna á Skarðsbók. Engin þess-
ara frétta skyggir þó á sam-
þykktina um afhendingu hand-
ritanna. Manni koma í hug
annálar og jafnvel söguritunin
í framtíðinni, þegar þannig
fréttir berast. Þessarar sam-
þykktar danska þjóðþingsins
verður lengi minnst, og óhætt
er að taka undir þau orð dr.
Gylfa Þ. Gíslasonar, mennta-
málaráðherra, sem sagði um
ákvörðunina, að hún væri eins-
dæmi í samskiptum þjóða. í
sögubókum íramtiðarinnar,
jafnvel stuttum ágripum, verð-
ur alltaf málsgrein um hand-
ritamálið og þá víðsýni sem
réði lausn þess. Með þessum
lokum hafa Danir skrifað stór-
an eftirmála við þann aðskiln-
að íslands og Danmerkur, sem
var óhjákvæmilegur.
Þeir sem starfa á blöðum
þurfa .daglega að vega og 'meta
fréttir. Flesta daga er þetta
fremur erfitt verk og vanþakk-
látt. En atburðir eins og þeir,
sem gerðust í danska þjóðþing-
inu 19. maí í vor ritstýra sér
sjálfir. Þar er sagan sjálf að
störfum.
Fréttastofa
ríkisútvarpsins:
'É'G man nú ekki eftir að það
hafi nein ein innlend frétt
staðið upp úr á árinu, en ég
vildi þó fyrst og fremst nefna
fréttina um samþykkt danska
þingsins í maí í fyrravor, að af-
henda handritin. Það var frétt
um ákvörðun sem varðar okk-
ur öll svo miklu.
í framhaldi af því vildi ég
nefna samþykktina í sumar
sem leið, er samþykkt var að
flytja hluta handritanna úr
stofnun Árna Magnússonar til
vörzlu Háskóla íslands.
Og 1 framhaldi af þessu
tvennu vildi ég nefna það
þegar bankarnir festu kaup á
Skarðsbók og gáfu hana ís-
lenzku þjóðinni.
Alþýðublaðið:
EGAR spurt er um frétt árs-
ins kemur mér strax í hug
sá nýlegi atburður, er bankar
landsins keyptu Skarðsbók á
uppboði og færðu okkur hana
að gjöf; heimtu aftur til ís-
lands þetta merka skinnhand-
rit, sem verið hefur í fórum
erlendra aðila í naér fjórar ald-
ir. Að minni hyggju hverfa
aðrir atburðir í skugga þessa,