Fálkinn - 10.01.1966, Page 8
Shapiro horfði vandlega á myndina. „Þetta hjálpar,“ sagði
hann. Hann settist aftur í stólinn. „Það var ekkert sem benti
til hver stúlkan væri,“ sagði Shapiro eins og hann yrði að
segja eitthvað. „Við verðum að biðja þig að staðfesta hver
hún er, ef þú treystir þér til þess. Var hún skyld þér?“
„Oh,“ sagði hún. „Við vorum báðar af Titus ættinni. Mjög
fjarskyldar í rauninni. Ættin greindist í svo margar áttir. —
Auðvitað mun ég staðfesta að þetta sé hún, hr. Shapiro. Það
var til þess, sem ég kom frá Bradenton. Ebenezer mun aka
mér í bæinn á morgun. Þú munt sjá um nauðsynlegan undir-
búning?“
Shapiro lofaði því. Hann stakk myndinni í vasann.
Það hafði verið hugsað fyrir öllu. Tekið fyrir allan leka.
Mánuðum saman hafði einhver gengið til verks með fyrir-
hyggju og vandvirkni, svo að núna, þegar nýjar leiðir virt-
ust opnast, leiddu þær eingöngu til frekara öngþveitis. Og
John Hayward var enn ekki viss um til hvers þetta hafði
verið gert. Var það til þess að koma John Hayward fyrir
kattarnef, eða var það til þess að myrða rauðhærða stúlku?
Um þetta var hann að hugsa, þegar hann gekk heim til sín
þetta kvöld, eftir að hafa lagt bílnum.
Á leiðinni heim þessa vornótt höfðu þau orðið ásátt um
það, að þetta væri gildra, sem þau botnuðu ekkert í. Og John
hugsaði með sér, að þau gætu aldrei gert sér vonir um að
finna morðingjann fyrr en þau vissu ástæðuna fyrir morðinu.
Hann gekk inn í litlu forstofuna í fjölbýlishúsinu, sem
hann bjó í. Andstæðingurinn hlaut að hafa gengið þar um
nokkrum sinnum.
Andstæðingurinn hafði lykil. Það var greinilegt. Það var
ekki eins greinilegt, hvernig hann hafði komizt yfir hann.
Það var líka óskiljanlegt hvernig hann hafði getað gengið
hér út og inn án þess að Harry næturvörður eða lyftudreng-
urinn tækju eftir honum. Það voru aðeins fjórar íbúðir á
hverri hæð. Ef það kæmi oft fyrir að þeir færu upp — upp
á fimmtu hæð — með ókunnugan mann, þá hlyti það að
vekja forvitni þeirra. Að minnsta kosti hlaut andstæðingur-
inn að hafa viljað forðast —.
Jafnvel áður en John var kominn inn úr dyrunum vissi
hann, að hann þyrfti að bíða eftir lyftunni, sem var ekki
niðri. Það var hægt að sjá lyftudyrnar gegnum glerið í úti-
hurðinni — og sjá að lyftudyrnar voru ekki opnar, eins og
þær voru alltaf þegar lyftan var ónotuð á neðstu hæð. John
hafði vitað þetta í mörg ár, en aldrei hugsað um það fyrr en
nú. Það skrölti hátt í lyftunni einhvers staðar á leiðinni. John
varð að bíða. Svo ætlaði hann að spyrja Harry hvort hann
myndi eftir •—.
En þá datt honum annað í hug. Neyðarstiginn. Neðsti hluti
stigans sást frá lyftudyrunum — svo að Harry — annaðhvort
úr lyftugatinu eða bekknum við hliðina á lyftunni, gat séð
hann. En Harry gat ekki séð stigann þegar hann var með
farþega á upp- eða niðurleið.
John gekk að stiganum, opnaði neyðardyrnar og labbaði
upp. Þetta var auðvelt. Þá var hann búinn að finna út, hvern-
ig morðinginn hafði komizt inn.
Hann fór inn í íbúðina sína reiðubúinn til að mæta árás.
Hann var aðeins nokkrar sekúndur að finna út að íbúðin
var mannlaus. Að minnsta kosti hafði ekkert gerzt hér síð-
ustu klukkustundirnar.
Þá mundi hann eftir því, að hann hafði ekki gáð inn í fata-
skápinn. Hann opnaði skáphurðina og kveikti.
Sportjakkinn var horfinn. Ég verð vitskertur ef þessu held-
ur mikið lengur áfram, hugsaði hann með sér. Jakkinn hafði
verið þarna í morgun. Nú var hann horfinn. Einhver hafði
komið og tekið hann.
Hann setti keðjuna fyrir dyrnar. Hver sá, sem gekk hér
út og inn að vild — hvort sem það var andstæðingurinn eða
lögreglan — skyldi ekki ónáða hann í nótt. John Hayward
fór í rúmið og sofnaði á sama augabragði.
Hann vaknaði laust fyrir átta. Hann vissi hvar tréð var.
Það var ekki flóknara en það. Hann bara vissi það. Hann fór
í sturtu, rakaði sig og borðaði morgunverð. Síminn hringdi.
„Hvernig hefur þú það?“ spurði Barbara. „Mér heyrist
þér líða ágætlega.“ „Ég veit hvar tréð er,“ sagði John, og
sagði henni hvar það var.
„Ég bið eftir þér á beygjunni,11 sagði Barbara.
John fór út og læsti íbúðinni — til hvers svo sem það
væri —. Hann gekk í áttina að lyftunni. Þegar hann var
kominn nær henni, heyrði hann skröltið í henni. Hann opn-
aði því dyrnar á neyðarútganginum og fór niður stigann.
Svona er það, sem andstæðingurinn kemst út óséður. John
hélt áfram niður stigann og hlustaði. Lyftan, sem hafði áðan
verið á uppleið, var nú að koma niður. Hann beið úr aug-
sýn í stiganum, þangað til hann heyrði lyftudyrnar lokast
og lyftan fór upp aftur. Þá flýtti John sér út, ánægður að
hafa sannreynt hvernig morðinginn komst út óséður. Morg-
uninn var bjartur, og hann gekk þennan spöl að bílastæðinu.
Hann renndi Corvettunni út í sólskinið.
Barbara beið bókstaflega eftir honum á beygjunni. Hún
var í gulri dragt, og guli liturinn virtist vera sá sami og á
þessum bjarta vormorgni. Þau óku norður til Westchester.
Grady hringdi bjöllunni. Hann hélt áfram að hringja þeg-
ar enginn svaraði. Shapiro, sem var þreytulegur og enn sorg-
mæddari en venjulega, hallaði sér upp að veggnum. „Hann
virðist ekki vera heima,“ sagði Grady ánægjulega. Síðan
tók hann lykil upp úr vasa sínum og opnaði dyrnar. Þeir
fóru inn og kölluðu upp nafn Johns. Enginn svaraði.
„Hann hefur verið hér ekki alls fyrir 'löngu," sagði Sha-
piro, „og fengið sér eina sígarettu.“ „Oh, þú með þínar leyni-
lögreglugáfur. Har,n hefur líka sofið hér í nótt og ekki búið
um rúmið, ha-ha,“ sagði Grady.
Grady opnaði fataskápinn. „Ah-ha,“ sagði hann, og tók út
sportjakkann. Hann fór með hanp út að glugganum og þeir
athuguðu hann gaumgæfilega. Jakkinn var rifinn á bakinu,
og það vantaði smápjötlu. Grady tók upp umslag, og náði í
örsmáan efnisbút, sem féll alveg í rifuna á jakkanum. Þetta
var sama efnið.
„Þetta var svei mér fínt, finnst þér það ekki, Nate?“
8
FÁLKINN