Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Side 12

Fálkinn - 10.01.1966, Side 12
Karl var stoltur af Mamie, þegar hún gekk þvert yfir stofuna, þokkafullt og rrijúklega, með bros á vörum. Hún leit út eins og hún hefði margœft þetta. Hann hafði aldrei séð hana svona glœsilega og aðlaðandi í senn, og hann skildi ekki hvað kom bróður hans til að líta undan og mágkonu hans til að bíta á vörina .... URSLIT ASTUND Hún lét höndina hvíla á handlegg hans, meðan þau gengu upp eftir götunni. Hún var þögul, og hann fann að hún gerði sér Ijósan óróa hans Og heilabrot. Hún var á leið með Karli heim til hans í fyrsta skipti til þess að heilsa upp á fjöl- skyldu hans. Karl skotraði til hennar augunum í laumi. Hann óskaði þess að hún hefði farið í svartan kjól, sem hefði verið glæsilegri á virðulegan hátt en sá eirgræni, sem hún var í. Og nú sá hann einnig, að hárið var alveg I ljósasta lagi og jafnvel heldur sítt, varirnar aðeins um of rauðar. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér, hvernig honum fannst útlit hennar vera í fyrsta sinn hann sá hana, áður en hann var orðinn ástfanginn af 12 FÁLKINN henni, en honum var það ómögulegt. Og þegar hún sneri sér að honum og hló til hans, heillaðist hann enn á ný af hlýju hennar og kvenleika. — Þú verður að muna að mamma er sjúklingur og mjög illa farin af sínum sjúkdómi, sagði hann. — Framkoma henn- ar er stundum dálítið óvenju- leg. — Ég veit, sagði hún lágt. Hún varð óróleg á svipinn, eins og alvöruþunginn í rödd hans hefði gert hana hrædda. —1 Þér geðjast áreiðanlega vel að bróður mínum, sagði hann hughreystandi. — Það er ég viss um. Þegar þau gengu inn í húsið, hélt Mamie sig bak við Karl, svo að bróðir Karls og konan hans unga sáu hana ekki strax. Bróðir Karls var hár og mjög grannur, og brún djúpstæð augu hans hvörfluðu órólega til. Karl gekk til hans og tók um axlir hans, um leið og hann sagði innilega: ---Þetta er Marnie, John. Ég veit að þér kemur til með að líka vel við hana. Og Helen líka. Þau sneru sér að Mamie og hörfðu á hana. Henni fannst þau horfa á sig með meiri at- hygli en Karl hafði nokkru sinni gert. Hún laut höfði feimnislega. Eiginkonan unga, há og grönn, með fínlegt fölt andlit og ákaflega telpuleg í einfaldri grárri dragt, leit snöggt til manns síns, og það vottaði fyrir dráttum við munn- inn. — Má ekki bjóða þér inn, Mamie. Mamie kom loks upp orðunum, sem hún hafði verið búin að hugsa sér fyrir löngu síðan: — Mér þykir svo gaman að sjá ykkur. Það er næstum eins og að hitta gamla kunningja, Karl hefur svo oft talað um ykkur. Hún rétti fram höndina svo elskuleg, að frú Henderson færði sig heldur fjær og sagði fljótt: — Karl hefur líka talað um þig, Mamie. Eigum við að koma inn og heilsa upp á móður Karls? í einu horni hinnar rúmgóðu dagstofu sat fullorðin kona, hvít fyrir hærum, í ruggustól. •• Höfuðið var álútt og henni virt- ist hafa horfið hugur smá- stund, en þegar þau komu inn, opnaði hún augun, sem voru

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.