Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 25

Fálkinn - 10.01.1966, Qupperneq 25
HANN ER IÐINN VIÐ KOLANN ROGER VADIM, sá hinn sami og gerði Brigitte Bardot að eins konar evrópskri Monroe, heíur krækt í þriðju yngismeyna — Jane Fonda dóttur brezka leikarans Henry Fonda. Hjónin eru sem stendur í Róm, þar sem verið er að taka kvikmynd með Janc í aðalhlutverki. Barbarella lieitir myndin, en framleiðandinn Dino di Laurentiis. Leikstjór- inn heitir hins vegar Vadim að eftirnafni. Þetta verður fyrsta verk þeirra hjóna á kvikmyndasviðinu og allir eru að sjálfsögðu ákaflega óþreyjufullir eftir að sjá árangurinn. Hvort sem Jane á eftir að verða önnur B. B. eða ekki, þá virðist enginn vafi leika á um hjónabandssæluna, ef marka má glaðleg andlitin á myndinni, sem vel á minnst er af Vadim og þriðja hráefninu sem hann gengur að eiga. GUISEPPINA OG SANTÍNA Á GÖNGUFERÐ Þær voru samvaxnar í ö ár og á fræðimáli voru þær nefndar síamskir tvíburar. ítalskir Iæknar frömdu á þeim vandasama aðgerð í fyrra og tókst að skilja telpurnar að, þannig að báðir lifðu. í fyrstunni kom hin óháða tilvera þeim hvorri fyrir sig dálítið spánskt fyrir sjónir og þær hafa orðið að leggja talsvert að sér til að læra að lifa sitt í hvora lagi. Foreldrar þeirra Guiseppinu og Santínu búa í ítölsku þorpi, þar sem þau stunda garðyrkjustörf. Á myndinni eru stúlkurnar á gönguferð, en móðir þeirra fylgist með. PHILIPS JAFNGÓÐ FYRIR TON OG TAL GERÐ FYRIR BATTERI OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o SPÖLURNAR SETTAR I MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN) FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.