Fálkinn - 10.01.1966, Síða 29
„Maðurinn, sem ég var gift.
Hann fór frá mér. Hann kom
ekki aftur heldur.“ Hún saup
drjúgum af glasinu og hló. „Ég
er hamingjusöm núna. Vegna
þess ég gizkaði rétt. Ég fegin
það fór svona. Það er miklu
betra svona, miklu betra. Nú
getur hann ekki sært mig og
Michael. Heldur þú ekki þetta
rétt hjá mér?“
Chiang vissi ekki hvað segja
skyldi. Honum fannst heimsku-
legt af henni að fara að láta upp-
skátt hvað hún hefði verið.
„Hvernig fann hann þig?“ spurði
hann.
„Við skrifuðum saman,“ sagði
Aika. „Hann sendi fyrst bréf til
Tókíó-garðinn. Svo skrifaöi ég
honum og sagði honum nýja
heimilisfangið mitt. Hann sagði
hann var hættur í hernum; hann
vildi finna mig. Svo kom hann
til San Francisco. Viltu gefa
mér meira vin?“ Chiang hellti
aftur í glasið fyrir hana og hún
saup á því, en hélt síðan áfram.
„Svo ég sagði honum sannleik-
ann. Ég er fegin að ég skyldi
gera það. Því nú veit ég, hann
er eins og Michael. Og nú getur
hann ekki sært mig.“
„Sagðirðu eiginmanni þínum
einnig, að þú hefðir verið vændis-
kona?“ spurði Chiang.
„Segja Michael ég var vændis-
kona?“ Aika benti með fingrin-
um á sjálfa sig og hló. „Nei. Ég
er Japani. Asíubúi. Það fannst
mömmu hans nógu vont. Uss,
nei! Ég engin vændiskona þá!
Ég elskaði aðeins einn mann.
Við áttum nóga peninga. Við
vorum hamingjusöm. Ég siðsöm
kona; góð húsmóðir ...“
„Hvers vegna yfirgaf hann
þig þá?“
Á sinni stirðlegu ensku og
með einstöku sefasýkis upphróp-
unum, sagði Aika honum smátt
og smátt frá hjónabandi sinu
og fyrri ævi. Hún hafði kynnzt
Michael í Tókió vorið 1950. Eftir
að Michael hafði fengið lausn
frá herþjónustunni, giftust þau
og fluttust til Los Angeles. En
móðir Michaels reyndist mjög
andvig hjónabandinu og þar sem
hann var einkasonur, varð hug-
ur hans strax mjög skiptur
milli móður hans og hjónabands-
ins, sem toguðust á um hann.
Þrátt fyrir þetta varð sambúð
hans og Aiku mjög hamingju-
söm fyrsta árið. Á tæpum þrem
árum eignuðust þau tvö börn.
Sumarið 1953 fór Michaei i
heimsókn til móður sinnar í San
Diego og kom ekki aftur. En
hann skrifaði Aiku reglulega og
sendi henni peninga. Er frá leið
urðu bréfin styttri en peninga-
sendingarnar komu mánaðar-
lega, án undantekninga. Svo eitt
skiptið kom aðeins ávísunin ekk-
ert bréf. í desember þoldi Aika
ekki einveruna lengur. Hún
skrifaði honum bréf og grátbað
hann um að koma aftur; hún
bað hann um að vera að minnsta
kosti um jólin hjá sér og börn-
unum tveimur.
Michael svaraði um hæl og
lofaði að koma. Það var mesta
sælustund Aiku árið 1953 —
þegar hún fékk svar hans. Dag-
inn fyrir jól ræsti Aika íbúðina
hátt og lágt og skreytti stofurn-
ar. 1 annarri stofunni var lítið
en fallegt jólatré og undir því
gjafir til Michaels frá henni og
börnunum og hverri gjöf fylgdi
smá vers, sem Aika hafði verið
heilan dag að semja. Hún keypti
nokkur kerti, japanskt reykelsi
og blóm; sömuleiðis keypti hún
úrvals laxasneiðar, en það var
eftirlætisréttur Michaels. Um
kvöldið lagði hún á borð i litlu,
en notalegu dagstofunni. Micha-
el ætlaði að koma með lestinni
klukkan hálf sex. Þá myndi hann
vera kominn til hennar klukkan
sex. Klukkan tæplega fimm hafði
Aika lokið við að matreiða
kvöldverðinn, nema laxasneið
arnar, sem hún ætlaði að steikja
eftir að Michael kæmi, svo þær
yrðu ferskar og heitar. Síðan
fór hún í nýjan kjól, sem hún
hafði fengið sér í tilefni dagsins,
klæddi bæði börnin, kveikti á
kertunum og reykelsinu og beið.
Klukkan sex var Michael ekki
kominn. Hún varð sjö og enn
bólaði ekki á Michael. Hún gaf
börnunum að borða og lagði þau
í rúmið, síðan settist hún aftur
við borðið og beið, en ekki kom
Michael. Klukkan tuttugu mín-
útur yfir átta var dyrabjöllunni
hringt. Aika flýtti sér að þerra
af sér tárin og hraðaði sér til
dyra. Fyrir utan stóð simasendill
frá Western Union. Blóm og
skeyti til frú Huggins. Aika
opnaði skeytið fyrst.
GET EKKI KOMIÐ AF
ÓFYRIRS J Á ANLEGUM
ÁSTÆÐUM.
MICHAEL.
Hún las það tvisvar sinnum.
Svo settist hún aftur við borðið
um stund; bar síðan diskana
fram, slökkti á kertunum og
lagði stólana til hliðar. Rósirnar
voru enn ferskar; hún setti þær
í vasa og lét hann á borðið.
Siðan settist hún aftur og horfði
á þær. Hún vissi ekki hve lengi
hún sat þannig. Allt var svo
hljótt í íbúðinni. Ekkert hreyfð-
ist nema loftbólurnar í grænu
rafmagnskertunum á litla jóla-
trénu.
Klukkan hálftólf tók hún sím-
ann og hringdi til heimilis
Michaels í San Diego. Móðir
hans svaraði í símann og rödd
hennar var vingjarnleg. Þær
heilsuðust og báru fram hinar
venjulegu jólakveðjur „Gleðileg
jól“ og „Farsælt nýár.“ „Get ég
fengið að tala við Michael?"
spurði Aika. Frú Huggins hik-
aði. „Það held ég ekki,“ sagði
hún svo. „Hann á mjög ann-
ríkt eins og stendur." Aika lagði
simann á. Hún sat þarna og ein-
Framh. á bls. 34.
LÁTIÐ OKKUR ÞVO ÞVOTTINN
OG
HREINSA FÖTIN.
SÆKJUM — SENDUM.
BORGARÞVOTTAHÚSIÐ II.I.
Borgartúni 3. Sími 10135.
Einsmannssvefnsóli, stœrð 145 cm lengist
upp í 185 cm með púðunum, sœngurfata-
geymsla undir, stólar fást i stíl við sófann.
SEIHUJS sff.
húsgagnaverzlun
Hverfisgötu 50 — Simi 18830
SEDRIJS sf.
auglýsir:
FALKINN
29