Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 24
FLJÓTAIMDI ÍBLDARHIJS Þetta fjótandi íbúðarhús sem myndi vera það stærsta, sem til er, var náttúrlega smíðað í föðurlandi fljótabátanna, Hollandi. Húsið var smíðað fyrir spánska og ítalska verkamenn, sem ekki var hægt að hýsa á annan hátt. Húsið er 41 meter á lengd, 17 metra breitt og í því eru 61 herbergi á fimm hæðum. Það heitir Casa Marina, eða Sjóhúsið. Nú er spurningin hvort forsvaranlegar stöðugleikaprófanir hafi farið fram á fleytu þessari! Anamaðkar erij kjarnafæða Allir kannast við kenjakrakkann sem vildi ekkert nema ánamaðka að éta. Faðirinn, sem var uppeldisfræðingur fór út í garð og náði ' ána- maðk. Krakkinn heimtaði þá að faðirinn æti helminginn af maðkinum og hann lét undan, eins og sjálfsagt er af uppeldisfræðingi. En þá kom í ljós að hann hafði einmitt étið þann helming ánamaðksins, sem krakk- inn vildi og það varð grátur og gnístran tanna Bandaríski stúdentinn hér á myndinni er ekki frýnilegur á svipinn, enda er hann að vinna veðmál og til þess varð hann að slafra í sig kúf- aðan disk af þessu ,,lostæti“. Það tókst með aðstoð ölglass. KONUR OG KAMPAVKIM Eftir að Soraya fyrrum keisarafrú í íran hafði freistað gæfunnar sem kvikmynda- stjarna, varð það óskadraumur Iru af Fúrsten- berg, sem er fráskilin í tvær evrópskar aðals- ættir (Hohenlohe og Pignatari) að sýna sig á hvíta tjaldinu. Hún flekaði Dino di Laur- entiis til að lofa sér hálft í hvoru aðalhlut- verkinu í Barbarella, sém er eins konar teiknimyndahetja og fræg um víða veröld af mörgum blöðum og á nú að festast á filmu. Þrátt fyrir uppörfandi reynsluupptökur, hef- ur verið hætt við allt saman. Konan hefur samt sem áður ekki misst kjarkinn og vonast til að fá annað tækifæri. Á meðan gleður hún sig við nýjan aðdáanda, kampavínskrón- prinsinn Francois d’Aulan markgreifa og með honum er hún hér á myndinni á rómantísk- um labbitúr á veðhlaupabrautinni við Deau- ville. Nú en kampavín er nú ekki svo slæmt. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.