Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Qupperneq 8

Fálkinn - 07.03.1966, Qupperneq 8
Tizkudansinn Já-Já Tízkudansinn í París um þessar mundir er kallaður „Yes-Yes“, eða Já-Já og unglingar með sterk lungu og stálslegna óbeit á allri vinnu, hafa tekið upp maraþonkeppni í Já-Já. Parið á mynd- inni er búið að halda út í þrjú dægur, þegar hún er tekin og trúi því hver sem vill. Eitthvað er þetta annað en í gamla daga, þegar maður varð að skila dömunni örmagna af þreytu eftir að hafa dansað polka í fjórar mínútur. Brezkur biskup hefur nú tekið sér fyrir hendur að endurvekja eldgamla siðvenju þar í landi, en hefur ekki unnið henni fylgi, nema að mjög takmörkuðu leyti. Hann lítur þannig á málið, að til þess að vinna hjörtu ungu kynslóðarinnar verði presturinn annað hvort að leika sér með fótbolta fyrir altarinu, eða klæðast krikket- búningi við messu. Nú er honum um hvorugt þetta gef- ið og í stað þess hefur hann endurlífgað siðinn varðandi drengjabiskupa. Nú í ár var 13 ára gamall Jamaica búi, Carl Campell, að nafni, vígður til embættis á kvöldi hins heilaga Nikulásar. Ætlunin er að hann komi fram í fullum skrúða við barnaguðþjónustur og lesi úr heilagri ritningu. Hér á myndinni sjáum við hinn nývígða biskup skrýddan eins og helgisiðirnir segja til um. 13 ára biskup Scíti iiVíí lirillisinc^ ^ra £ama^ Bandaríkjamaður frá borginni Ontario í Kaliforníu, setti nýlega nýtt heims- ~ met í akstri. Hann náði 658,053 kílómetra hraða á klukkustund á bíl sínum, sem hann kall- ar „Gullskrjóðinn* (Goldenrod) á saltsléttunum í Utah. Metið er 9 km. betra en það sem Donald Campell setti þann 17. júní 1964 á Eyre vatni í Ástralíu. Bílinn, sem er knúinn fj órum hreyflum, smíðaði Summers í samvinnu við bróður sinn, William Ray. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.