Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Page 12

Fálkinn - 07.03.1966, Page 12
15. apríl 19 ... BgCæri herra! otjórnarnefnd... samtakanna, hefur falið mér að endursenda yður erindi yðar um „Sannleikann um gullgerðar- listina“ sem þér hafið verið svo elskulegur að bjóðast til að flytja á næsta fundi okkar og láta yður um leið vita, að hún gér enga leið til að koma því fyrir á dagskrá fundarins. Yðar einlægur. íj .. . ........ritari. Kæri herra! Mér þykir leitt að þurfa að láta yður vita, að störf mín leyfa ekki að ég geti átt viðræður við yður um erindi það, sem þér bjóðið fram. Lög okkar leyfa heldur ekki að þér ræðið málið við nefnd frá stjórninni, eins og þér stingið upp á. Ég leyfi mér að fullyrða að erindi yðar var sýndur fyllsti skiln- ingur og því hefði ekki verið hafnað án samráðs við óhlut- drægan aðila. Engin persónuleg óvild (tæpast er nauðsyn- legt fyrir mig að taka það fram), getur hafa haft hin minnstu áhrif á ákvörðun stjórnarinnar. Trúið mér o. s. frv. Ritari. . . samtakanna upplýsir hr. Karswell um það með fullri virðingu, að það er ómögulegt fyrir hann að fá upp- gefið nafn þess, eða þeirra, sem erindi hans var borið undir til dóms og ennfremur vill hann leggja áherzlu á að hann getur ekki svarað fleiri bréfum varðandi þetta málefni. — Og hver er þessi hr. Karswell? spurði eiginkona ritarans. Hún hafði heimsótt hann á skrifstofuna og (ef til vill í óleyfi) hafði hún tekið upp hið síðasta af framanskráðum bréfum, cem vélritunarstúikan var nýkomin með inn. — Þessa stundina, vina mín, er hr. Karswell ákaflega reið- ur maður. En það er ekki mikið fieira. sem ég veit um hann, annað en það að hann er vel í efnum og heimilisfang hans 12 FÁLKINN er Lufford Abbey í Warwickhire og hann er greinilega gullgerðarmaður og vill leiða okkur í allan sannleika um það. Þetta er allt og sumt — nema hvað ég vil ekki fyrir nokkurn mun hitta hann næstu vikurnar. Og ef þú ert til- búin að fara héðan. þá er ég það einnig. — Hvað hefur þú gert til að reita hann til reiði? spurði frúin. — Aðeins þetta venjulega væna mín. Hann sendi okkur handrit að erindi, sem hann vildi flytja á næsta fundi og við vísuðum því til Edwards' Dunning. sem er næstum eini maðurinn í öllu Englandi, sem hefur vit á þessum hlutum og hann dæmdi það algerlega vonlaust, svo að við höfnuðum því. Síðan hef ég ekki haft frið fyrir bréfum frá Karswell. Síðast vildi h^nn fá að vita nafn mannsins, sem við vísuðum þessari vitleysu hans til og þú sást svar mitt við því. En hafðu ekki orð á þessu við nokkurn mann. í guðanna bænum! — Hvernig ætti ég að láta mér detta það í hug? Hefur mér nokkurn tíma orðið slíkt á? Samt vona ég að hann kom- ist ekki að því að það var vesalings hr. Dunning. — Vesalings hr. Dunning? Ekki skil ég hvers vegna þú kallar hann það. Dunning er mjög hamingjusamur maður. Hann á mörg áhugamál, þægilegt heimili og nógan tíma, sem hann getur eytt að vild. — Ég átti aðeins við að mér myndi þykja leitt, ef þessi maður kæmist að hinu sanna og færi að ónáða hann. — Ó já. Ég held að það yrði óhætt að kalla hann vesalings hr. Dunning ef svo færi. Ritarinn og frú hans voru boðin út að borða og fólkið, sem hafði boðið þeim var frá Warwickshire. Eiginkona ritar- ans hafði þegar ráðið við sig að spyrjast varlega fyrir um hr. Karswell. En hún þurfti ekki að brydda upp á Því um- ræðuefni þegar til kóm, vegna þess að áður en langur tími var liðinn sagði frúin við mann sinn: — Ég sá ábótann á Lufford í morgun. Gestgjafinn blístraði:

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.