Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Síða 16

Fálkinn - 07.03.1966, Síða 16
Ferjukofinn við Vcslurósinn eins og hann lítur út nú. Ef svo væri hefði ég ekki heyrt klaufnasparkið utan við kofann í upphafi. En hvað um það. Það var þýðingarlaust fyr- ir mig að leita í þessu brúna myrkri. En nú er kvöldið á enda, og ég ekki skuldbundinn til að bíða lengur, svo ég fer út til að ganga frá ferjunni. Henni var lagt frammi á ósnum, og fór ég út í hana í pramma. Það gekk allt vel og bar ekki á neinu óvenjulegu. Legg ég svo af stað heimleiðis, gekk slóðina upp sneiðinginn hjá Ósklettinum. Þá heyri ég og finn, kannski fullt eins vel finn fyrst í stað, að það er gengið á eftir mér — líkast eins og hestur gangi. Það komu í mig hálfgerð ónot, en ég sat á mér og gekk rólega. En ég fann og heyrði að þetta nálg- aðist, þrammhljóðið jókst og ég heyrði einhver óhugnanleg andköf, er mér fundust strjúk- ast upp að bakinu á mér. Kannski hef ég greikkað spor- ið eins og ósjálfrátt, því hálf- meðvitaður beygur seitlaði gegnum mig. En leiðin var stutt að vegamótunum á gamla sýsluveginn austur hjá Nesi. Þangað heyrði ég þessa óséðu veru halda, en ég hélt áfram suður slóðirnar að Hellulandi. — Hafðirðu ekki qrð á þessu fyrirbæri, þegar þangað kom? spyr ég. — O, nei nei. Enda voru víst allir gengnir til náða, þegar ég kom, ekki og man ég annað, en að mér sofnaðist vel um nóttina. Á mánudagsmorgun- inn laust fyrir níu er ég kom- inn út á vegamótin. Þá kemur maður austan veginn frá Nesi og mætumst við þarna. Ekki þekkti ég manninn, en spyr hann að heiti og hvaðan hann sé. Utan úr Sléttuhlíð, svarar hann. Ég er með boð til þín frá Möllersfólkinu, að það komi ekki á sunnudagskvöld. — Seint k'oma boðin, segi ég, kannski eilítið hvatskeytslega. — Ójá, segir manntetrið. Ég ætlaði yfir í gærkvöldi, en það var um tíuleytið að ég fékk eitthvað yfir höfuðið og fannst sem ég gæti ekki haldið áfram svo ég gisti á Lóni. Svo fer ég að kynna mér uppruna sendiboðans. Þorgeirs- boli fylgdi ættinni hans. O, það held ég, bætti Jón síðan við og tók i nefið. — Og um kvöldið kom Möllersfólkið. Hann var bara að láta mig vita hann boli greyíð, ekki svo bölvaður þá. Hann hefur líklega farið í Lón um kvöldið. ★ MEIRA FRÁ BOLA. — En hefurðu séð Þorgeirs- bola? spyr ég. — Já, segir Jón og hlær lítið eitt við. Það var við fjárhúsin á Gerðinu í Hróarsdal. Við ‘Vorum sex systkinin að renna okkur á skíðum. Skíðin voru að vísu bara ein. Við renndum okkur á þeim til skiptis. Þetta var eitthvað um 1910, ég var 11 eða 12 ára. Aðalkaupstaðarleiðin lá fyrir neðan hjá okkur eftir bökkun- um, eða ánni á vetrum, þegar hún var á ís. Jæja, það stóð svo á að ég hafði farið mína ferð á skíðun- um og er kominn upp á hól- brúnina. Þetta er i rökkrinu, gott veður, birta af norðurljós- um, en ekki tunglskin. Þá verð- ur mér litið fram bakkana fyr- ir neðan Keldudal og sé þar eitthvað á hreyfingu á leið norður eftir. Mér sýnist þetta vera töluvert fyrirferðar, og meðan ég skipti á skíðunum við Gísla bróður minn, sem átti að fara næstu ferð er ég að smá líta í áttina frameftir og sé að þetta slær sér austur að Nöfunum, sem er milli bæj- anna. Þetta fer hratt yfir ekki ósvipað og það berist fyrir segli. Eins og túnið í Hróarsdal var þá. var svona hálfs kílómetra leið frá því að Nöfunum, þar sem þær skaga lengst fram, og þangað er þetta komið, þegar Gísli brunar af stað. Þá bendi ég systkinum mínum í áttina og kalla jafnframt til Gísla, og þau sjá þetta öll. En svo hratt bar það yfir, að þegar i kemur niður á ísana, þá er ferlíkið þotið yfir slóð hans niður á ísnum, aðeins á bak við hann. Og nú sjáum við greinilega hvers kyns er: Þetta er naut með dragandi húð aftur af sér, sem brettist upp, það var seglið, sem mér fannst ég sjá fyrst. Og við heyrðum glymjandi fótatak, líkast sem þetta væri hestur á skeiði. Rétt norðan við þár sem það fór framhjá Gísla gengur fram klettahorn og þar hvarf þetta um svipað leyti og Gísli nemur staðar, og þá kveða við þrjú drynjandi öskur, hvert á eftir öðru. Hef ég ekki fyrr né síðar heyrt önnur slík, nema þá helzt í reiðu ljóni í Dýragarð- inum í Höfn, þessi voru aðeins miklu kraftmeiri, það var eins og jörðin nötraði við öskrin. — Urðuð þið ekki hrædd? — Ekki strax. Við hlupum niðureftir, en sáum enga slóð. Gísli sem ha^ði verið næst ó- kindinni, sagðist hafa fundið ramman óþef, sem ætlaði að kæfa hann. Sú pest gat ekki stafað af neinu öðru en ófögn- uðinum. Og nú greip óttinn 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.