Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Qupperneq 19

Fálkinn - 07.03.1966, Qupperneq 19
SKILNAÐUR ------- MEÐ ILLU EDA GÓÐU? HVAÐ BÝR UNDIR KRÖFUM SKILINNA FORELDRA UM UMRÁÐARÉTT YFIR BÖRNUM SÍNUM? EF ÞAU HAFA SKII.IÐ I ILLU, ER ÞAÐ SJALDNAST UM- HYGGJAN FYRIR VELFERÐ BARNANNA. hæfur í það hlutverk. Dómstólarnir fást sömuleiðis sjaldan um hvar „sökin“ liggi fyrir misheppnuðu hjónabandi, enda oftast of flókið mál til lagalegrar skilgreiningar. En fólkið getur aldrei leitt þá spurningu hjá sér. Þess vegna er það alvanalegt, að foreldrarnir gera barnið að dómara. En það er verkefni, sem barnið hefur ekki æskt eftir og er heidur ekki fært um að leysa. Pabbi og mamma álykta sem svo: Ef Óli og Magga vilja helzt vera hérna hjá mér, þá er það ég, sem þeim þykir vænzt um og þá finnst þeim ekki, að það hafi verið mér að kenna að hjónabandið fór út um þúfur og þau misstu pabba sinn eða mömmu — þá er ég laus allra mála. Þar sem það oftast er móðirin, sem með eða gegn vilja barnanna, hefur umsjón þeirra með höndum, þá er það að sjálfsögðu hún, sem hræddust er um að verða ,,forsmáð“. Gleði barnanna yfir samverunni með föður sínum er henni stöðug áminning um sektartilfinningu hennar. Einhvern dag- inn kynnu börnin að segja: — Hvers vegna gazt þú ekki haldið frið við pabba, sem er svo góður? Á hinn bóginn freistast faðirinn til að leika jólasvein í hvert skipti, sem hann hittir börnin. Sérstaklega ef það er hann, sem hefur yfirgefið fjölskylduna. Með meira eða minna óheiðarlegum aðferðum, áfrýjar hann til barnsins — dómar- ans, um sýknun: Sjáðu hve góður og skemmtilegur ég er. Þú getur þó ekki haldið, að það hafi verið mín sök, að hjóna- bandið fór í hundana? ★ BARNIÐ ER ÁLITSATRIÐI. Við skilnaðinn hafa foreldrarnir beðið mikinn álitshnekki. Ég dugði ekki, hugsar sú yfirgefna. Mér var það um megn, hugsar maðurinn með sjálfum sér. Bæði leita þau uppreisnar hjá börnunum: Þeim þykir allavega vænzt um mig! Þau þarfn- ast mín, þau geta ekki verið án mín. Hitinn í deiiunni um börnin ber einnig nokkurt vitni um hvernig hjónabandið hefur verið. Slæmu hjónabandi fylgir venjulega harðvítug barátta um börnin. f góðu hjónabandi er samhygð, tengsl milli manns og konu. Verði þessi tengsl rofin með skilnaði, hafa báðir aðilar möguleika á að vera frjálsir og óháðir hvor öðrum. En þegar hjónabandið er miður vel heppnað verða tengsl hjónanna við börnin oft að koma í stað þeirra, sem þau sakna sín á milli. Og þau tengsl verða aldrei rofin. Börnin verða höggdeyfar, þau eru tákn og lifandi áminning um hið misheppnaða hjóna- band, sem foreldranir vilja losna úr. Eins og til eru góð og slæm hjónabönd, svo er einnig hægt að tala um „góða“ og „slæma“ skilnaði. Yfirleitt má segja að því „verri“ sem skilnaðurinn er, þeim mun heiftugri verða deilurnar um börnin. Gerðar hafa verið athyglisverðar tilraun- ir, sem geta gefið nokkra bendingu um orsökina. Minni manna hefur verið prófað með því að fá þeim nokkur verkefni til úrlausnar og spyrja þá síðan hvaða verkefnum þeir myndu eftir. Það kom á daginn, að það voru óleystu verkefnin, sem þeir mundu eftir. ★ BARNIÐ ER VOPNIÐ. Skilnaður er verkefni á sama hátt og hjónabandið. Það skyldi enginn æða blindandi í hjónaband — það er ekki held- ur hægt að æða blindandi út úr því aftur. í góðum skilnaði hafa bæði hjónin gert sér grein fyrir sínum hluta af sökinni og samþykkt hana, þau hafa enga þörf fyrir að hella ásökun- um hvort yfir annað og þau geta fyrirgefið sjálfum sér eigin bresti. Þau hafa í raun og veru losnað hvort frá öðru. Þau hafa leyst verkefnið. Þess vegna þurfa þau ekki að nota börnin sem svipu hvort á annað. Framh. á bls. 31. 19 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.