Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 23
7IÐ ÓNEFNDAN ÁFENGIS- UKANUM í FULLRI HREIN SÍNUM VIÐ BRENNIVfNIÐ lágt kaup, hann mætir misskilningi og óvild annarra, það er ,aldrei neitt honum sjálfum að kenna. Áféngissýkin er ein- ’hvers konar geðveila, og henni er ævinlega samfara djúp sjálfsvorkunn.“ Pétur talar af biturri reynslu. Hann byrjaði ungur að smakka vín, fyrst í hófi en smám saman jókst það þangað til :hann var orðinn alger þræll áfengisins. „Ég var svo hraustur, ,að ég gat farið dult með það lengi vel, en það sótti meira og meira á, ég fór að drekka reglubundið um hverja helgi, svo ;þrjá daga í viku, síðan í vinnunni og loks hvenær sem ég náði ;í vín. Ég var bara seigur að koma mér áfram og hafði það ágætt fjárhagslega til að byrja með. Ég var kominn með ,sjálfstæðan atvinnurekstur og hafði kappnóg að gera. En svo fór að halla undan fæti. Ég neyddist til að selja fyrir- t 'tækið, og peningarnir fóru allir í brennivín. Við vorum þá 'í góðri nýlegri íbúð. en brátt kom að því, að ég gat ekki staðið í skilum. Við misstum íbúðina og urðum að leita til ;bæjarins.“ r Þau fengu húsnæði í ömurlegum hjalli þar sem drykkjufólk bjó í þrem öðrum íbúðum. „Það fraus inni hjá okkur á veturna, upphitunin var einn kolaofn, veggirnir næfurþunnir svo að hvert orð heyrðist milli íbúða. Mér fannst þetta allt í lagi og var hinn ánægðasti, svo sljór var ég orðinn fyrir um- hverfinu, en það kom þeim mun harðar niður á konunni minni og börnunum. Ég byrjaði að vinna verkamannavinnu. en :tímdi ekki einu sinni að kaupa mér almennileg vinnuföt, vegna þess að hver eyrir fór í vín. Það bjargaði málinu. að konan mín vann alltaf úti þó að við ættum fimm börn og á sumrin gátu þau verið í sveit þar sem þau unnu fyrir sér. En oft kom það fyrir þegar þau voru heima, að drengirnir urðu að fara niður í bæ til að selja blöð af því að mamma átti ekki peninga fyrir mat. „Þrisvar lá við skilnaði, en ég lofaði bót og betrun og gat alltaf logið mig út úr því. Ég vildi halda hvoru tveggja, heimilinu og drykkjunni og ég keypti mér frið með ýmsu móti. Ég gekk í stúku en það gagnaði lítið — ég var endur- reistur svo oft. að þeir voru farnir að gera það i fljótheitum frammi í fatagovm.slunni áður en fundur hnfst, tii að •m Wði ekki of mikið fyrir. Að endingu var svo komið að mpstur- irin vildi, að ég skrifaði undir yfirlýsingu á þá leið, að ég skyldi ekki framar smakka vín, en sviki ^ég það, myndi ekki þurfa frekari sáttaumleitanir fyrir hjónaskilnað. Ég skrifaði undir þó að mér væri mætavel ljóst, að ég gæti ekki efnt það loforð, og nokkrum dögum síðar var ég enn kominn á fyllirí. Ég vorkenndi sjálfum mér innilega og fannst ég eiga óskap- lega bágt, en reyndi ekki að setja mig í spor kommnar minn- ar og barnanna. „Fjárhagsörðugleikarnir voru orðnir geigvænlegir. Éf? gat ekki greitt opinber gjöld og varð að fá eftirgjöf og ef eitt- hvað vantaði handa börnunum brást ég reiður við og fannst það hreinn óþarfi, ætli það mætti ekki bíða. Ég kom venju- lega heim á útborgunardögum með einn poka af kolum og tvær flöskur af brennivíni. Þegar ég keypti koim bðttist ég vera búinn að gera skyldu mína og vel það „Auðvitað þjáðist ég af minnimáttarkennd, en ég reyndi að breiða yfir hana með ýktum mannalátum. Mér fannst allir líta niður á mig og hélt, að fólk vildi ekki þekkja mig lengur, en það var þveröfugt. Það var ég sjálfur sem fældi vini mína frá mér; þeir héldu, að ég legði blátt áfram fæð á þá. Eftir að ég hætti að drekka sá ég fyrst hvað ég átti mikið af góðum og tryggum vinum. Þá umlukti ég mie ekki i‘"'mir þessum múr sem þeir komust ekki gegnum. RÐ LOKTJM var ástandið orðið þannig. að ekki virtist um annað að aera »n ipvw unn heimilið Þá fór eg á sjóinn Það var mín úrslitatil' ann Á bann hátt gat ég að nokkru levti séð fyrir fiölgkvlrinnni. bótt ég drvkki út allt kaupið sem ég fékk i erlendum gjald- evri. .,Ég var í tvö ár á sjónum og leiddist lífið þar. Ég saknaði fjölskyldunnar og þráði að komast í land og njóta heimilis- lifsins En ég gat ekki hætt að drpkka Ég drakk ekki út' á sjó en lim leið og við tóknm pri land réð ég ekki við mie fyrii kæti Þá komst ekkeM að nema löngunin í áfengi. Eftir hveiju ég sóttist veit ég varla, því að ekki þótti mér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.