Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Qupperneq 24

Fálkinn - 07.03.1966, Qupperneq 24
HIN TÓLF „REYIMSHJSPOR” AA-SAIHTAKANIMA 1. Vér viðurkenndum vanmátt vorn gegn áfengi og að oss var orðið um megn að stjórna lífi voru. 2. Vér fórum að trúa, að æðri kraftur, máttugri vorum eigin vilja, gæti gert oss hcilbrigða að nýju. 3. Vér tókum þá ákvörðun að leita guðs og reyna að láta vilja vorn og Iíf Iúta handleiðslu hans, samkvæmt skilningi vorum á honum. 4. Vér gerðum rækilega og óttalaust reikningsskil í lífi voru. 5. Vér játuðum afdráttarlaust fyrir guði, sjálfum oss og öðrum mönnum yfirsjónir vorar og reynd- um að gera oss fulla grein fyrir orsökum þeirra. 6. Vér treystum því fullkomlega, að guð mundi lækna sérhvern veikleika vorn. 7. Vér báðum guð í auðmýkt að losa oss við bresti vora. 8. Vér rifjuðum upp misgjörðir vorar gegn náung- anum og vorum fúsir til að bæta fyrir þær. 9. Vér jöfnuðum ágreining og bættum brot vor milli- liðalaust, svo framarlega sem slíkt særði engan. 10. Vér iðkum stöðugt sjálfsrannsókn vora, og þegar út af ber viðurkennum vér yfirsjónir vorar undan- bragðalaust. 11. Vér Ieitumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband vort við guð og biðjum um skilning á því sem oss er fyrir beztu og mátt til að framkvæma það. 12. Vér viðurkennum, að sá árangur sem náðst hef- ur með því að fylgja þcssum reglum er andleg vakning, og þess vegna reynum vér að flytja öðr- um áfengissjúklingum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í Iífi voru og starfi. bragðið gott og áhrifin eiginlega ekki heldur, og alltaf dauð- sá ég eftir öllu saman þegar það var orðið um seinan. Áður en ég keypti flöskuna voru taugarnar orðnar svo spenntar, að ég var allur máttlaus og skjálfandi og lá við að kasta upp. Fyrsta og öðrum snafsinum gat ég yfirleitt ekki haldið niðri. En einhver óviðráðanleg ástríða rak mig áfram. „Ég sá harla lítið af þeim borgum sem við komum til, því að ég var blindfullur allan tímann sem við vorum í landi og komst sjaldnast um borð aftur nema með hjálp annarra. Þegar ég vaknaði í kojunni minni mundi ég ekkert hvað gerzt hafði. Voðalegri liðan og verri veikindi get ég ekki hugsað mér en að vakna upp timbraður, niðurbrotinn á sál og líkama, örvilnaður og fullur viðbjóðs á sjálfum sér. Ég lá oft grátandi í kojunni þegar ég var á frívakt, og í hvert skipti var ég jafn- ákveðinn, að nú skyldi ég hætta að drekka. En drykkjusýkin er sjúkdómur sem lamar vilja manns og brýtur niður jafn- óðum allar góðar fyrirætlanir. Áfengissjúklingurinn opnar ekki augun fyrr en hann er búinn að sökkva til botns. „Meðan ég var enn í landi hafði ég farið á nokkra AA-fundi, en án mikils árangurs, því að vilji minn var klofinn. Mig langaði ekki raunverulega til að hætta að drekka, heldur vildi ég ná betri stjórn á þessu. En það verðum við öll að læra, að maður sem einu sinni er orðinn ofdrykkjumaður getur aldrei aftur orðið hófdrykkjumaður. Margir eiga erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun, en það þýðir ekkert annað. Maður verður að hætta alveg, losna við löngunina fyrir fullt og allt. „Þá voru AA-samtökin til húsa í Aðalstræti 12, og ég man, að ég skammaðist mín svo fyrir að láta fólk sjá, að ég þyrfti að fara þangað, að ég laumaðist niður Grjótagötuna og skauzt inn þannig að lítið bar á. Almenningur hafði allt aðra skoðun á drykkjusýkinni þá en nú — á þeim tíma var maður strax dæmdur sem ræfill ef manni tókst ekki að losna við áfengis- ástríðuna, en nú er fólk farið að gera sér grein fyrir, að þetta er sjúkdómur sem þarf að lækna, en ekki tómt vilja- leysi og aumingjaskapur. „En þótt mikið megi hjálpa líkamanum með lyfjum þarfnast drykkjumaðurinn enn frekar andlegrar lækningar, og einfald- asta leiðin er trú á æðri mátt. Það verkaði engan veginn vel á mig að heyra talað um æðri máttarvöld og vitundarsam- band við guð. Ég taldi mig trúlausan, þó að ég hefði verið ein- læglega trúaður sem barn, og ég var löngu kominn á þá skoðun, að það væri enginn guð til og ekkert gott afl í tilver- unni. Mér fannst trúartal AA-manna væmið og næstum hlægilegt. Að vísu hafði ég stundum beðið guð þegar mér leið nógu illa til að eygja enga aðra leið, en um leið og ég hresstist aftur áleit ég mig ekki lengur þurfa á slíku að halda. Mér fannst ég of mikill maður til að leita aðstoðar annars máttar en sjálfs mín. „Samt varð mér æ oftar hugsað til þessara funda og mann- anna sem ég kynntist þar. Þeir þekktu drykkjusýkina af eigin raun og höfðu fundið leið til að sigrast á henni. Gat ég dæmt þeirra aðferð gagnslausa án þess að prófa hana sjálfur? „Ég velti þessu fyrir mér fram og aftur, og niðurstaðan varð alltaf sú sama: það var ekki nema um tvennt að ræða fyrir mig — annað hvort varð ég að vera áfram á sjónum eða hætta að drekka. Og eitt sinn þegar við vorum að koma til Reykja- víkur tók ég ákvörðun. Við sátum allir inni í borðsal, talið barst að brennivíninu og hvernig maður ætti að eyða tímanum þegar komið væri í land, og allt í einu sagði ég upp úr eins manns hljóði: ’Nú fer ég í land fyrir fullt og allt og drekk ekki framar.1 Það var skellihlegið að mér og engum kom til hugar að taka orð mín alvarlega. En ég meinti þetta af heil- um hug. Loks var kominn vilji til að hætta að drekka. Ég fór beint heim þegar ég kom í land og daginn eftir á AA- fund. „í þetta sinn var ég fastráðinn í að fara eftir öllu sem þeir ráðlegðu mér. Ég átti erfitt með að biðja guð og hafði ekki trú á, að það bæri árangur, en öllum kom saman um, að það væri rétta leiðin, svo að ég ákvað að gera mér það að reglu líkt og ég tæki meðal að læknisráði hvort sem bragðið væri gott eða vont. Ég gaf mig á vald þessum æðra mætti, og ég fann, að trúarþörfin sem blundar í hverjum manni vaknaði smám saman tii lífsins. Mér fór að líða betur, og Framh. á bls. 42. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.