Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 26
HÆTTIÐ AÐ REYKJA - FITNIÐ EKKI ÞÓ að ekki ríki lengur sá áhugi fyrir tóbaksbindindi sem greip um sig, þegar kunngerðar voru niðurstöðurnar um að reykingar gætu verið krabbameinsvaldur, er alltaf nokkur hópur fólks sem hefur áhuga fyrir að losna við þennan óvana. Krabbameinshættan er líka jafnt fyrir hendi í dag, þó að fyrnzt hafi yfir þann óhug, sem fréttin um þetta vakti á sínum tíma. En nýbakað bindindisfólk á tóbak rekur sig oft á þá leiðu staðreynd, að við bindindið tekur það að bæta á sig „auka- pundum“. En það er ekki nauðsynlegt að safna ístru, þó að sigarettunni sé fleygt út í yztu myrkur. „KÆKINN" VANTAR. Erfið venjubreyting hlýtur að eiga sér stað, þegar hætt er að reykja. Það er ekki einungis um að ræða líkamleg áhrif tóbaksreyksins, heldur líka hina sálrænu hlið málsins. Til- finningin segir strax til sín: við söknum sígarettunnar milli varanna. Það vantar þennan því sem næst ósjálfráða kæk: taka upp sígarettu og kveikja í. Við söknum öryggistilfinn- ingarinnar sem það veitir okkur að vera með sígarettu í munnvikinu. Og nú er ekki lengur hægt að hylja sig í reykjar- mekki. Nýlega lét A. Jores, prófessor í Hamborg, í ljós álit sitt á andlegum erfiðleikum tóbaksbindindis og hann er ekkert að skafa utan af því. Hann segir: — Mjög oft er talað um að matarlystin vaxi óhóflega, þegar fólk hættir að reykja, sem það gerir oft samkvæmt læknisráði. En þetta eru hvort tveggja ástríður, ástríðan í mat og ástríðan í tóbak. Slíkar ástríður eða óvanar eru ávallt fylgifiskar innri spennu og djúpstæðrar (oft ómeðvitaðrar) óánægju. Það læknar ekki offitusjúkling að segja honum að borða minna, og sama máli gegnir um tóbakssjúkling. Svo mörg eru þau orð prófessors Jores og horfurnar skugga- legar, ef við eigum að marka þau bókstaflega. Er ekki hægt að læknast af einni löngun, nema önnur komi í hennar stað? — Jú, sannarlega er það hægt, segir okkur annar fróður maður, dr. Fritz Heepe. Hann vísar til þeirra breytinga serp verða á líkamsstarfsemi manns, sem fer í tóbaksbindindi. Áður höfðu efni í tóbaksreykingum þau áhrif á meltingarv færin að skapa mettunartilfinningu og þar með minni löngun í mat. Og það er staðreynd, að sígarettan kemur oft i stað aukabita. Nikótínið í reyknum hefur áhrif á ósjálfráða tauga- kerfið — sennilega aðalástæðan til þeirrar nautnar sem fólk hefur af reykingum — og veldur örari efnabreytingum í líkamanum, sem sagt eyðslu fleiri hitaeininga. Það má því segja. að sígarettan hafi tekið þátt í baráttunni við hitaeiningarnar sem við innbyrðum umfram þörf. SÚKKULAÐI OG BEIZKAR TÖFLUR. Falli þessi brennsluaukning, sem nikótínið veldur, niðu4 án þess að hitaeiningamagnið sem líkaminn tekur til síþ. minnki — sérstaklega það sem hann fær í sykri, sterkju og fitu — hlýtur jafnvægið að raskast. Þeir sem fara í tóbak^- bindindi taka yfirleitt ekki tillit til þessara breytinga. Oft verður matarlystin líka meiri, og fólk grípur til þess að vera símaulandi eitthvað, þegar sígarettulöngunin segir til sín. Það eru beizkar töflur, súkkulaði og önnur sætindi og jafnvel vínglas. f stað minna magns hitaeininga tekur líkam- inn til sín fleiri hitaeiningar, sem eðlilega verða ekki beint til þess að minnka líkamsþyngdina. METT Á RÉTTAN HÁTT. Dr. Heepe mælir með skynsamlegum gagnráðstöfunum til þess að vinna á móti „bindindisístrunni", án þess þó að svelta sig. Og þá er að breyta mataræðinu og búa til nýjan matseðil. Á honum er öll mögur eggjahvíta, eins og magurt lambakjöt, kálfakjöt, fuglakjöt og fiskur. Auk þess ávextir allir, utan bananar og grænmeti, sem við getum nú orðið fengið allan ársins hring. Bandaríkjamenn hafa einnig gefið fólki sem fer í tóbaks- bindindi svipaðar leiðbeiningar varðandi mataræði, og auk þess hafa þeir haft sex máltíðir á matseðlinum fyrir daginn og tilsvarandi minna magn í hverri. Þetta er mjög athyglis- vert og hlýtur að hjálpa fólki til þess að sigrast á tóbaks- lönguninni. Og ef einhver rýkur upp til handa og fóta og segir að allir aukabitar og nart á milli mála sé bannlýst hjá þeim sem halda vilja holdafarinu í skorðum. þá er því til að svara, að allar kenningar um mataræði til megrunar eru mjög breytilegar. Einn sálfræðingurinn segir: — Þið megið gjarnan borða oft, en lítið í einu. Fyrri kenningin er eldri og þekktari, en einhvern tíma datt mönnum í hug að rannsaka mataræði hjá frumstæðum eyjabúum, þar sem offita fyrirfinnst ekki. Kom þá í ljós, að konurnar, sem héldu mjög lengi fallegu vaxtarlagi, neyttú aldrei venjulegra máltíða, en voru að fá sér munnfylli öðrú hverju allan daginn. Þeim sem finnst erfitt að setja sér reglur um mataræði i sambandi við tóbaksbindindi, er ráðlagt að tala við lækni? sem getur gefið góð ráð í því efni. En aðalatriðið er, að bindindisákvörðunin sé nógu sterk, og hvort tveggja sé haldið til streitu, bindindi og matarr venjum. Gangi ykkur vel. Hann kom með mótor- til þess að fitna ekki. Hann — Hefur hann beðið henn- — Jæja, svo að þau eru hjólið sitt inn til vélvirkj- er í tennis, syndir, hleypur ar? þá skilin? ans. — Getið þér gert við víðavangshlaup og gengur á — Já. þetta hjól fyrir mig. fjöll. Eigið þér líka svona — Þá veit hann það. —X— — Já, ætli það ekki. Hvað gengur að því? duglegan mann? Frú Manga: — Já, síðustu —X— i Og svo var það frúin sem — Það er allur hávaðinn tvö árin hefur hann ekki — Afsakið þér, á fjöl- bauð nánustu ættingjum sín- farinn úr því. gert annað en elta stelpur. skylda sem heitir Lind- um heim með þessum orð- —X— —X— ström heima hér? um: „Þetta er ekkert fínt Frú Ragna: — Maðurinn Skyldi hann Palli vita að — Nei. En á fjórðu hæð býr frú Ström og á fimmtu eða stórt samkvæmi. Það verða aðeins þeir nærgöng- minn gerir allt hugsanlegt hún systir mín er rík? hæð er Lind. ulustu sem koma.“ 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.