Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 27
* ! * Oþolandi Asiand Sveinn Áki var nýútskrifaður tré- smiður og hann hafði haldið sveina- gildi, þar sem hann kynntist afskap- lega elskulegri stúlku. Foreldrar henn- ar voru hins vegar á móti kunnings- skap þeirra og bönnuðu þeim að hittast og það var áreiðanlega ástæðan til þess, að Sveinn Áki var með hugann ein- hvers staðar allt annars staðar en hann átti að vera, nefnilega við vélsögina ... Hvað sem því líður þá vissi hann ekki fyrri til, en sagarblaðið skar sig inn í fingurinn á honum og hann kippti hendinni að sér með blótsyrði á vör. — Hvað gerðist? spurði meistarinn. — Ekkert, maldaði Sveinn Áki í móinn. — Það er bara fingurinn og hann lagast ef ég blæs dálítið á hann! — Láttu mig sjá! Sveinn Áki rétti fram hendina. — Komdu þér til læknis á stundinni með þetta. Og Sveinn varð að fara til læknisins þar var joði hellt yfir fingurinn og bundið um hann með gasbindi og þá var því lokið. Átta dögum síðar var fingurinn al- heilbrigður og sama dag vildi hvorki betur né ver til en svo, að þegar hann var að negla sjö tommu nagla í stiga- þrep, að hamarinn skrikaði á nagla- hausnum og þumalfingurinn á Sveini Áka fékk heldur betur fyrir ferðina. Meistarinn leit aðeins á verksummerk- in. — Úff! Þetta lítur ekki sem bezt út. Komdu þér af stað til læknisins, skip- aði hann og Sveinn Áki flýtti sér til læknisins Vika leið og þá var þumalfingurinn orðinn albata og Sveinn Áki tók gas- bindið af honum. Seinna sama dag kom hann haltrandi til meistarans, nær dauða en lífi. — Hvað hefur nú komið fyr.ir? — Ég ætlaði að hífa nokkrar 6 tommu sperrustoðir upp á þakið, en þá skrapp úr trissunni og bjálkarnir duttu ofan á tærnar S mér. Tréskórinn og önnur stóratáin eru mölbrotin. — Strax til læknisins með þig og reyndu svo að vera svolítið vakandi Sveinn Áki haltraði til læknisins Nú megið þið ekki halda að Sveinn Áki væri einn af þeim, sem fara heim í rúm og njóta þess að eiga nokkra frídaga í ró og næði vegna brotinnai stórutáar. Nei Hann haltraði aftui á vinnustaðinn og hélt sig að vinnunm, eins vel og hann gat. Og það gekk ekki sem verst, þar eð hann þurfti hvorki að saga eða negla með tánum. Og þar kom að hann gat tekið um- búðirnar af. Klukkustund síðar stóð hann í skrifstofudyrum meistarans — Ekki er allt búið enn, sagði hann og rétti fram blóðuga höndina. — Ég skar mig á heflinum. Það er líklega alvarlegt í þetta skipti. — Ertu alveg frá þér maður, farðu nú á augnablikinu til læknisins, sagði meistarinn og leit á alblóðuga hendina á Sveini Áka. Sveinn Áki flýtti sér af stað. Meistarinn ýtti kaskeytinu fram á ennið og klóraði sér hugsandi í hnakk- anum með tommustokk. — Það er skrýtið með þennan strák, muldraði hann niður í bringuna og horfði á eftir Sveini Áka — Meðan hann var að læra gekk allt eins og í sögu En nú veit ég svei mér ekki hver fjandinn er hlaupinn i hann. Nú. Sveinn Áki kom aftur frá lækn- inum og var með alla hendina reifaða og í heila viku varð hann að saga með vinstri hendinni, síðan ók hann til lækn- isins, til að láta taka umbúðirnar af Svo gat hann aftur tekið til við að saga með hægri hendinni. Hann sagaði næstum allan þumal fingurinn af vinstri hendinni. — Nei, nú verðurðu, fjandinn hafi það að hætta þessu! Þetta getur ekki gengið svona lengur. Ertu steinsofandi við vinnuna, eða hvað? Og meistarinn var saltvondur. Sveinn Áki fullvissaði hann um að hann hefði verið glaðvakandi og síðan stökk hann á bak skellinöðrunni og ók til læknisins. Dag nokkurn, þegar hann var að saga tappa í bindingú. gerðist eitt Framh. á bls. 30. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.