Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Page 29

Fálkinn - 07.03.1966, Page 29
sem nú tók að hallast mður að borginni. Niðri í lægðinni ljóm- aði á eirgrænt koparþakið á Kristinarkirkjunni, umgirt lág- um húsaröðum. Þunnir, nærri gegnsæir skuggar sveipuðu turn- spíruna og flögruðu síkvikir um gyllt krossmarkið. Veðrið hafði breytzt og var orðið svalara. Það var liðið að miðsumri... Áætlunarbíllinn ók yfir brúna á Falunánni, sveigði til hægri inn í Ágötu og nam staðar á Hólmtorgi á meðal tuga ann- arra strætisvagna. Marianne fór út. Hún litaðist um í skyndi, gripin undarlegum spenningi, eins og hún hefði búist við að finna hugmyndina, sem hún leit aði, greypta á húsveggina. Augnaráð hennar hvarflaði yfir auglýsingaskilti Tempó á þaki einu. Stefnulaust lét hún berast með farþegastraumnum, sem mjak- aðist inn í þrönga Slaggötuna. Þar voru verzlanir á báðar hend- ur. Hvað var það nú, sem hún þurfti að sjá ... eða heyra ... til þess að hin óljósa minning yrði skýrari. Hún hlustaði með athygli eftir einhverri innri rödd, meðan hún reikaði áfram. Allt í einu blasti steinlagt torg- ið við sjónum hennar. Það lá upp að kirkjunni með græna kopar- þakið og skáhallt framan við hana stóð griðarmikil brons- stytta af einhverjum náunga, sem hefði þurft að gefa hitaein- ingunum meiri gaum. Hún gekk nær til þess að sjá, af hverjum styttan væri. Engelbrekt vitan- lega. Hafði hann í raun og veru verið svona feitur? Hún hafði ávallt ímyndað sér hann magran og sinaberan eins og skógar- höggsmann. Ef til vill ekki jafn hávaxinn og Ulf.. . hvar skyldi Ulf vera núna? 1 bifreið Há- kons... ásamt Louise. Eða kannski i heimsókn hjá Carl Larson í Sundborn. Það hefði verið gaman, að geta farið með þeim. Henni hafði fundizt hún svo einmana og yfirgefin allan eftirmiðdaginn... en þó fundizt sem hún yrði að vera kyrr á skrifstofunni og taka síðan þenn- an áætlunarbíl, eins og Louise hafði talað um. Hún eigraði áfram. Á götu- skilti sá hún, að þetta myndi vera Ásgatan. Hún nam staðar og skoðaði sýningargluggann á fataverzlun einni. Átti grunurinn nokkuð sammerkt við fatnað? Hún lokaði augunum til þess að verjast utanaðkomandr áhrifum. En nú var allt eyðilegt og hljótt í huga hennar. Hafði hún aðeins ímyndað ser, að hennar hefði varðveitt brot af einhverju, sem gæti bjargað henni undan martröðinni? Að öllum líkindum hafði henni skjátlast... teygt sig eftir hálm- strái, sem ekki var til. Hún hélt áfram stefnulausu reiki sínu. 1 einum glugga var heill hafsjór af litskrúðugum sumarefnum. 1 þeim næsta voru kjólar og sumarhattar á sýn- ingargrindum úr stálvír. 1 þeim þriðja brimlöður af blúndu- skreyttum nælonundirfötum. Hún fór innfyrir. Hún ætlaði að kaupa eina nælonsokka, þá þynnstu sem til væru, jafnvel þótt þeir entust ekki lengur en einn dag. Smávegis hégómi gæti ef til vill orðið henni fró... að minnsta kosti um stund. Sokka- borðið var innst í verzluninni. Afgreiðslustúlka tíndi fram plastumslög, hvert af öðru, þræddi sokkana upp á hendi sér og talaði um „déníer". Marianne reyndi að hafa sig alla við, að skilja hana, en orðin flögruðu framhjá henni. Hún gat ómögu- lega haft hugann við þau. Þetta er alveg eins og að hella vatni á gæs, hugsaði hún í örvæntingu. Það hrín ekkert á mér. Allt í einu lyfti hún höfðinu og leit á afgreiðslustúlkuna, spyrjandi og forviða. Minningin gerði aftur vart við sig hjá henni, blossaði upp eins og logi, við hljóminn af karlmannsrödd- sem barst út úr skrifstofu til hægri við hana. Einhver var að þakka fyrir viðskiptin og vonaði að mega koma aftur að hausti. Já, hann væri velkominn, sagði kvenmannsrödd. Marianne skalf af æsingu og ákafa. Hún laut áfram yfir borð- ið. — Hver er þetta, sem er þarna inni? hvíslaði hún. Ég þekki röddina. — Það er sölumaður, sem sel- ur sokka og undirföt, svaraði afgreiðslustúlkan steinhissa. — Hvað heitir hann? — Vilhelmsson. Hvers vegna spyrjið þér? — Ég hlýt að hafa kynnzt honum. Hvernig lítur hann út? — Sjáið sjálfar. Hann er að koma út núna. Marianne sneri sér við í hálf- hring. Gráhærð, þrifaleg kona kom út um dyr bak við langa glerborðið með slæðum, klútum og gegnsæjum sumarhönzkum. Á h'æla henni kom maður, sem hélt á brúnni skjalatösku í hendinni. Hann var um það bil þrjátíu og fimm ára, hversdags- legur í útliti með rauðleitt hár, sem farið var að þynnast á hvirflinum. Hann var rauður í andliti og virtist minnst tíu kílóum fram yfir það, sem hægt var að kalla vel í skinn komið. Þetta er hann, hugsaði Mari- anne, sem ekið hafði bílnum um árið. Eða var það ekki? Hann var minni en hana hafði minnt, og feitari. En síðan voru auð- vitað liðin tvö ár með viðskipta- kvöldboðum. Á augabragði varð Marianne ljóst, hvað það var, sem hún hafði verið að reyna að muna: hann hafði sagzt vera í verzl- unarerindum... til Borás var það víst. Nú gekk hann til dyra. Það var hálf óraunverulegt... eins og að horfa á atriði í kvik- mynd. Hann hló og ræddi við verzlunarstýruna. Það var aug- ljóst, að hún hafði gert mikil kaup hjá honum, því hann var ánægður á svip. Marianne sneri sér frá sokka- borðinu og hljóp á eftir honum yfir afgreiðslusalinn. — Herra Vilhelmsson! hróp- hún andstutt. Munið þér eftir mér? Verzlunarstýran vér eitt skref til hliðar. Hvaða undarlega manneskja var þetta? Hafði Vilhelmsson átt eitthvað vingott við hana og síðan látið hana róa, fyrst hún varð svona æst? En hann var ábyggilega kvænt- ur. Það þurfti svo sem ekki að vera til trafala. Langar verzl- unarferðir. Fjölskyldan fyrir akkerum í Stokkhólmi. Hjóna- band mitt er ekkert hjónaband. Konan mín skilur mig ekki. Hún hafði sjálf heyrt þessa romsu oft og mörgum sinnum. Bara að manneskjan færi nú ekki að stofna til vandræða hér inni í verzluninni! Herra Vilhelmsson kipraði augun, eins og hann hefði skyndilega komið út í sterkt sól- skin. Nokkrum augnablikum seinna varð hann hálf undrandi á svip. öll verund Marianne var fólgin í augum hennar. Hún þrá- bað hann um að þekkja sig aftur. — Fyrirgefið, en ég get í rauninni ekki komið því fyrir mig, sagði hann og dró seiminn. Það er auðvitað ókurteisi af mér, en... — Munið þér ekki, að ég tók yður upp í bíl við þjóðveginn á leiðinni frá Gautaborg fyrir tveim árum síðan? Ég var lasin og þér ókuð bílnum. Marianne fannst sem hún sæi örlitla svipbreytingu í andliti hans — og kom ekki örsnöggur glampi 1 augun á honum... of- boð? En hann hló og hristi höf- uðið skilningssljór. — Ég er hræddur um, að ung- frúin taki mig fyrir einhvern annan, sagði hann. Hvenær á þetta að hafa átt sér stað? Ný- lega? — Nei, þann tólfta ágúst fyrir tveim árum. Milli fimm og sex um kvöldið. Þér höfðuð misst af lest og gátuð ekki náð í neinn leigubíl. Munið þér ekki eftir þessu? — Nei, því miður, sagði hann hugsandi. Um miðjan ágúst — fyrir tveim árum? Marianne kinkaði kolli. Það er eins og mig minni, að ég hafi verið í verzlun- arferð í Hollandi einmitt þá. Biðið, þá skal ég athuga hvort ég man rétt. Hann stakk hendinni í innri vasa á frakkanum og tók upp seðlaveski sitt. Marianne greip andann á lofti. Þetta var brúnt seðlaveski úr krókódílaskinni, nákvæmlega eins og það sem hún mundi eftir... og hendur hans voru vaxnar stuttum, gisn- um hárum. Hún starði á þær, meðan hann tók fram vegabréf sitt og fór að blaða í því. — Jú, mikið rétt. Ég fór til Hollands þann sjöunda ágúst og kom ekki aftur fyrr en þann þrítugasta, sagði hann. — Það var svei mér löng verzlunarferð, sagði verzluna- stýran Herra Vilhelmsson gerir nú líka allt svo rækilega. Hólfið i seðlaveskinu var greinilega of lítið fyrir vegabréf- ið því hann flumbraði með það og ætlaði varla að koma því niður aftur. — Ojú, á þeim tíma árs reyn- ir maður oftast að sameina gagn og gaman, sagði hann. Ég hafði frúna og krakkana með mér og við dvöldum á baðströndinni við Scheveningen um tíma. — Því get ég trúað! Var ekki dásamlegt þar? — Nokkuð svo. En það voru einhver olíuskip, sem helltu úr- gangsolíu í hafið fyrir utan, og þessi óþverri klíndist utan á mann svo maður varð að þvo sér upp úr benzíni eftir að hafa synt í sjónum. Hugsunin fór eins og elding um huga Marianne: Þetta hefur hann lesið um í blöðunum. — Ökuskírteinið er í þessu hólfi, sagði hún og benti á hólf- ið næst því, sem honum hafði tekizt að troða vegabréfinu í. Framh. í næsta blaði. HÚN HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HÚN NOKK- URN TÍMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVI AÐ HÚN FENGI ALDREI MANNINN SEM HÚN ELSKAÐI? FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.