Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Síða 31

Fálkinn - 07.03.1966, Síða 31
lega að verða nokkuð forvitinn ,eftir að vita hvernig á þessum |ósköpum stendur. Meistarinn leiddi Svein Áka að bíl sínum og síðan óku þeir til læknisins. — Handleggurinn er brotinn, sagði læknirinn ákveðinn, eftir að hafa litið lauslega á hann. — Farðu inn til hjúkrunar- konunnar og láttu hana búa um hann. Sveinn Áki hvarf inn í að- liggjandi herbergi, þar sem ung og falleg hjúkrunarkona tók á móti honum með geisl- andi brosi. Hún flýtti sér að loka dyrunum á eftir honum og fleygði sér að ungu og styrku brjósti hans. Sveinn Ákl horfði hugsandi fram fyrir sig: — Við getum ekki haldið svona áfram, elskan mín, sagði hann niðurlútur. — Meistarann er farið að gruna sitt af hverju um þessi smá óhöpp mín! Willy Breinholst. • Suzie Woitg Framh. af bls. 7. þeir vilja að ég vinni hjá þeim . Það vil ég ekki. Ég veit hvernig það yrði, og hvað hin- ar stúlkurnar myndu segja. Allir, sem hér vinna, þekkja mig og ég þekki þá. Við erum góðir vinir, engum finnst hann hafa orðið útundan. Og þegar bátarnir koma í höfn, höfum við sæmilegar tekjur hérna líka. — En nú verð ég að fara heim, sagði hún allt í einu. — Ég á lítið barn, sem bíður eftir mér. Við ókum með henni heim. Nákvæmlega eins og fyrir tíu árum bjó hún á þeim hluta Kings Road, sem liggur upp í fátæklega skúrahverfið í hlíð- inni í North Point. Það var komið langt fram yfir mið- nætti. Við klöngruðumst upp brattan stiga. Á hverri hæð var hægt að sjá beint inn í íbúðirnar, þar sem gamlir menn lágu og sváfu, ungbörn skriðu um glaðvakandi, fjöl- skyldur sátu að snæðingi, léku mahjong eða rifust. Suzie Wong bjó efst uppi hjá annarri fjölskyldu. Barn henn- ar, sem er lítil kynblendings- stúlka Luzy að nafni, sat á borðinu. Eldri kona stóð við hlið hennar með sígarettustúf í munnvikinu og gaf barninu að drekka öl úr flösku. Suzie bauð ókkur inn I lítið herbergið sitt. Rúm, snyrtiborð með þvottaskál og kommóða. Hún fór að róta í einni skúff- unni og dró fram ódýrt eintak af Sögunni af Suzie Wong í vasabókarbroti. Hún tók telp- una í kjöltu sér, barnið þreif bókina og fór að naga eitt horn- ið af henni. Ég spurði hana: — Hafið þér lesið bókina? — Nei, ég kann hvorki að lesa né skrifa. Hún hefur ver- ið lesin fyrir mig. Hún leitaði í kommóðuskúffu og dró upp úrklippu úr Hong Kong dag- blaði. Þar var mynd af henni sjálfri og undir henni önnur mynd af Nancy Kwan, sem lék Suzie Wong í kvikmyndinni. — Er hún ekki falleg? Þeir vildu fá mig til að aðstoða við kvikmyndagerðina. Ég átti að segja þeim frá sjálfri mér og sýna þeim staðina. En ég neit- aði. Hún sýndi okkur bréf og sím- skeyti frá amerískum lækni, sem öðru hvoru ferðast kring- um hálfan hnöttinn til að hafa tal af henni. Svipurinn í svörtum, skásett- um augunum var hryggur. Við buðum góða nótt. Við ókum aftur til Kowloon. Ræddum um Richard Mason, metsöluhöfundinn. Vitanlega var honum frjálst að skrifa um fólk og umhverfi eins og hon- um þóknaðist. En hvað sem því leið, þá hefði Chop U Tong, þessi fullorðna gleðikona frá hafnarhverfinu í Hong Kong átti skilið dálítinn hlut í þeim milljóndala iðnaði, sem „Sagan af Suzie Wong“ er orðinn. • Skllnaður Framh. af bls. 19. Þegar sagt er við barn hvað eftir annað: „Er þér ekki illt í maganum?" þá verður barn- inu illt í maganum. Máttur sef j- unarinnar er mikill. Svipað á sér stað með börnin í þessari sögu. Það er engin skynsam- leg ástæða til að ætla, að þau spillist af að eiga skemmtilega dagsstund með föður sínum. En móðirin er við því búin frá upphafi, að þau komizt úr jafn- vægi eftir fundinn við föður- inn. Og með eigin framkomu, e. t. v. taugaæsing, gremju og óþarfa strangleik, getur hún vel komið því til leiðar. Hún væntir þess að krakkarnir hagi Framh. á bls. 36. DÖN5KU I MAK GÚMÍHANSKARNIR RYÐJA SÉR BRAUT. ÞEIR. SEM HAFA NDTAO IMAK VILJA EKKI ANNAÐ. - IMAK ÁVALLT MJÚKIR □ G LIPRIR, LÉTTA STÖRFIN. ÞAD BORGAR SIG AÐ KAUPA IMAK. FÆST í 6 MISMUNANDI GERÐUM. Heilverzlun AIMDRÉSAR GUÐIMASOIVAR HVERFISGÖTU 72. - SIMAR 20540. 16230. BGLLÓ 1966 • BELLÓ sófasettið er hœgt að fá með 3ja eða 4ra sœta sófa. • BELLÓ er með lausum púðum í setu. • BELLÓ er með massífum teak-örmum. • BELLÓ er unnið af fagmönnum. • Góðir greiðsluskilmálar. NÝJA BÓLSTURGERÐIN Laugavegi 134. — Sími 16541. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.