Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Side 33

Fálkinn - 07.03.1966, Side 33
íngarnar í vögnunum á þessári leið tilefni til grannskoðunar af hans hálfu og að undanteknu hinu snjalla samtali milli hr. Lamplough og hins virðulega KC saltpétur, gat engin þeirra vakið ímyndunarafl hans. Ég hef rangt fyrir mér. Það var ein í fjarsta horni vagnsins, sem hann kannaðist ekki við. Hún var letruð með bláum stöfum á gulan grunn og hann gat ekki lesið nema nafn — John Harrington — og eitt- hvað, sem líkist dagsetningu. Þó þetta vekti ekki sérstakan áhuga hjá honum, vakti það honum næga forvitni til þess, að hann færði sig framar í vagninn, eftir því sem fólkinu fækkaði, þangað til hann gat greinilega lesið, það sem á glugganum stóð og hann fékk nokkra umbun erfiðis síns. Auglýsingin var ekki af þessari venjulegu gerð. Þarna stóð: „Til minningar um John Harr- ington FSA, frá Laurels, Ash- brooke. Dáinn 18. sept. 1889. Fékk þriggja mánaða frest.“ Vagninn nam staðar og hr. Dunning var svo niðursokkinn í að skoða bláu stafina á gula grunninum, að vagnstjórinn varð að kalla til hans. — Ég biðst afsökunar, sagði hann. — Ég var að virða fyrir mér þessa auglýsingu. Hún er dá- lítið undarleg, eða er ekki svo? Vagnstjórinn las hana hægt yfir: — Hja hérna! varð honum að orði. — Ég hef aldrei séð þessa áður: Þetta hafa einhverjir gamansamir náungar gert. Hann náði í bursta og bar breinsilög á rúðuna, fyrst að ipnanverðu og siðan að utan. , — Nei, þetta hefur ekki verið h'mt á. Það er eins og það hafði verið steypt í glerið, eða efnið, eins og þér mynduð e^ til vill orða það. Finnst yður þpð ekki herra? Dunning gaumgæfði rúðuna og nuddaði hana með hanzka sinum. Síðan samþykkti hann tilgátu vagnstjórans. — Hver lítur eftir þessum auglýsingum og gefur leyfi fyr- ir þeim? Ég vildi gjarna að þér mynduð spyrjast fyrir um það, en ég ætla að skrifa þetta hjá mér. Nú kallaði aðstoðarmaður vagnstjórans: — Flýttu þér nú George. Tíminn er útrunninn. — Vertu bara rólegur félagi. Hér er dálítið, sem mig langar til að sýna þér. Komdu og líttu á rúðuna hérna. — Hvað með rúðuna? spúrði aðstoðarmaðurinn um leið og hann nálgaðist. — Og hver er þessi Harring- ton? Hvað á þetta allt að þýða? — Ég var að spyrja hver það væri, sem sæi um að setja þessar auglýsingar upp á vögn- unum og mér datt í hug, að réttast væri að spyrjast sér- staklega fyrir um þessa hérna. — Ja herra minn. Þetta fer allt í gegnum skrifstofu fyrir- tækisins. Ég held að það sé hann hr. Timms okkar, sem sér um þetta. Þegar ég geng frá í kvöld, skal ég skilja eftir skilaboð og kannski get ég frætt yður nánar, ef þér eigið leið um á morgun. Meira gerðist ekki þetta kvöld, nema hvað hr. Dunning fletti upp á Ashbrooke og komst að raun um að það var í Warwickshire. Næsta dag fór hann aftur til borgarinnar. Vagninn, sem var hinn sami, var svo fullur af fólki, að hann fékk ekki tækifæri til að ná tali af vagn- stjóranum, en komst hins veg- ar að raun um að auglýsingin leyndardómsfulla hafði verið fjarlægð. Um kvöldið bættist enn einn hlekkur í keðju leynd- ardómsins. Hann missti af spor- vagninum og kaus að ganga heim, en þegar nokkuð var orðið áliðið og hann var við vinnu í bókaherberginu, kom önnur þjónustustúlkan og til- kynnti að tveir menn frá spor- vagnafyrirtækinu vildu endi- lega ná tali af honum. Þetta minnti hann á auglýsinguna, sem hann var annars næstum búinn að gleyma. Hann lét vísa mönnunum inn til sín. Það voru vagnstjórinn og aðstoðar- maður hans. Þegar þeim höfðu verið bornar veitingar, spurði hann hvelju hr. Timms hefði svarað til viðvíkjandi auglýs- ingunni. — Það var nú einmitt út af því, sem við gerðumst svo djarfir að lita hingað inn í kvöld, sagði vagnstjórinn. — Williams hérna fékk held- ur betur gúmoren á latínu hjá hr. Timms. Að því er hann seg- ir hafði slík auglýsing ekki ver- ið send til birtingar, ekki pönt- uð, ekki borguð, eða yfirleitt vildi hann ekki kannast við hana á nokkurn hátt og hann lét fyllilega á sér skilja, að við værum hálfvitar, sem eyddum tíma hans til einskis. — Jæja. Fyrst þér takið þessu svona hr. Timms, sagði ég Vildi ég aðeins fara fram á að þér komið og sjáið * ■'va 'Su^Cúté* Geíið Suzy Cute pelann sinn — hún drekkur, hún vœtir sig! Hún hreyfir handleggina eins og liíandi barn! -jAr Setjið hana í hvaða stellingu sem er — hún beygir handleggi og fótleggi! Þegar þið kaupið Suzy Cute fylgir með í kaup- unum peli og hringla. Suzy Cute er l1/^ tomma á hæð og gerð úr mjúku plasti. Hún hefur Ijóst og fallegt hár, sem má þvo — hún hreyfir höfuð, handleggi og fótleggi! Þið getið keypt allskonar fatnað á Suzy Cute — rúr.i, borð, kommóðu, barnavagn, kerru, baðker, leiktæki og leikföng o. m. fleira. <Su^yCúte* Á EFTIR A Ð SLÁ í GEGN! IINIGVAR HELGASOIM, HEILDVERZLGIM Sími 19655. _______________________________ FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.