Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Side 34

Fálkinn - 07.03.1966, Side 34
COMMEIÍ sendiferðabifreið HILLMAN-IMr fólksbifreið HILLMAN MINX fólksbifreið HILLMAN STATION bifreið AUK MAItGRA ANNARA GERÐA FÖLKS- OG SENDIFERÐABIFREIÐA. ALLT Á SAMA STAÐ BJQOUM YÐUR AÐEfNS VANDAÐAR, STERKAR OG FALLEGAR BIFREIDIR KDMIÐ, SKODIÐ OG KYNNIÐ YÐUR VERÐ OG SKILMÁLA Framúrskarandi aksturshæfni, styrkleiki og sparneytni er aðalsmerki ROOTES hifreiðanna. EGILL VILHJÁLMSSON hf. Laugavegi 118 — Sími 22240 sjálfur og ef hún er ekki á sínum stað, megið þér kalla mig hverjum þeim ónefnum, sem yður sýnist. — Gott og vel, sagði hann og við fórum beint á staðinn. Og nú vitið þér vel herra minn, að þessi auglýsing, eins og við köllum það, um Harrington, var eins greinileg og frekast gat orðið. Bláir stafir á gulum grunni og eins og hún væri steypt i glerið. Þér voruð mér sammála um það atriði. Og ef þér hugsið yður um hljótið þér að muna, að ég reyndi að þurrka þá út. — Já, ég man það mjög greinilega. Nú og hvað syo? — Þér getið sagt „hvað svo‘‘, en ég er ekki viss. Hr. Timms fór inn í vagninn með ljós ... Nei annars. Hann sagði Willi- ams að lýsa sér utan frá. „Nú jæja“ sagði hann. „Hvar er svo þessi dularfulla auglýsing, sem þið hafið verið að þvaðra um?“ Hún er hér, segi ég og legg hendina á gluggann . .. Vagnstjórinn þagnaði. — Hún hefur þá verið farin. Brotin, geri ég ráð fyrir? spurði hr. Dunning. — Brotin! Ekki aldeilis. Hvort, sem þér trúið mér eða ekki var ekki urmull eftir af stöfunum, þessum bláu stöfum, á rúðunni. Ekki frekar en... Ja ég get bara ekki lýst því. Ég hef aldrei upplifað nokkuð þessu líkt. Þér getið spurt hann Williams hérna. Það er ekki til neins fyrir mig að reyna að útskýra það. — Og hvað sagði hr. Timms? — Nú. Hann sagði nákvæm- lega það sem ég hafði sagt hon- um að hann mætti segja. Kall- aði okkur það sem honum sýndist og það var ekki allt nærgætnislegt og ég lái hon- um það heldur ekki. En okkur hérna, Williams og mér, fannst að við ættum að tala við yðúr um málið, þar sem við horfð- um á yður skrifa auglýsinguna hjá yður. — Það gerði ég svo sannar- lega og ég er með miðann hérna hjá mér. Viljið þið að ég tali sjálfur við hr. Timms og sýni honum miðann? Var það þess vegna sem þið komuð? — Hvað sagði ég ekki? sagði William. — Verði prúðmenni á vegi manns, er svo sannarlega ekk- ert því til fyrirstöðu að leita hjálpar þess. Og nú geturðu kannski látið þér skiljast George, að það var ekki langt frá því að ég hefði rétt fyrir mér í kvöld. — Allt í lagi William. Allt í lagi. Láttu ekki eins og "þú hafir þurft að draga mig hing- að. Kom ég kannski ekki af frjálsum vilja? En mér finnst nú samt að við hefðum ekki átt að ónáða yður með þessum hégóma herra, en ef þér skyld- uð eiga leið um á skrifstof- unni á morgun og segðu hr. Timms frá því sem þér sáuð sjálfur, myndum við verða yður ákaflega þakklátir fyrir vikið. Okkur er svo sem sama hvað þeir kalla okkur þarna á skrifstofunni, en ef þeim skyldi detta í hug að við séum farnir að fá grillur og sjá ofsjónir, þá er ekki gott að vita hvað um okkur verður. Þér skiljið hvað ég á við. Án þess að þeir kvæðu fast- ar á um óskir sínar, leiddi George William út úr herberg- inu. Vantrú hr. Timms, sem þekkti hr. Dunning aðeins Ia,us- lega, beið alvarlegan hnekki við það, sem hinn síðarnefndi sýndi honum daginn eftir og hvað svo sem hafði verið fært í bækur fyrirtækisins þeim George og Williams til hnjóðs, var nú þurrkað út, en skýr- ing á málinu fyrirfannst engin. Áhugi hr. Dunnings á mál- inu vaknaði aftur daginn eftir við dálítið atvik sem gerðjst, þegar hann var á leiðinni frá klúbbi sínum til lestarinnar. Hann tók eftir manni spölkorn. á undan sér og sá bar hand- fylli af dreifimiðum, eins og þeim, sem vegfarendum eru réttir í auglýsingaskyni. Þessi útsendari hafði ekki valið sér- lega fjölfarna leið til starf- semi sinnar. Raunar sá hr. Dunning hann ekki losna við einn einasta miða, þangað til hann kom sjálfur á staðinn. Miða var stungið í hendina á FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.