Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 23

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 23
LAUGARDAGUR 10. október 2009 Perlan í Norður- árdal UMRÆÐAN Jón Ólafsson skrifar um háskólamenntun Þegar rætt er um íslenska háskóla finnst sumum ofrausn að á Íslandi skuli starfa sjö háskólastofnanir. Það er talað um bruðl og sparnað og það er reiknað út að hagstæð- ast og best fyrir land og þjóð hljóti að vera að smala öl lum sem vi lja læra svipaða hluti í eina skemmu og messa yfir þeim í öflugu hátalarakerfi. Slíkar aðferðir eru vissulega ódýrar, en eru þær að sama skapi hagkvæmar? Við, sem störfum við Háskól- ann á Bifröst, leyfum okkur að efast um að svo sé. Við telj- um að gæði í háskólamenntun birtist í því að rækt sé lögð við þroska og þjálfun einstaklings- ins. Þessvegna höfum við byggt upp háskóla sem er ekki stærri en svo að hægt er að sinna öllum nemendum sem einstakl- ingum. Við kennum ekki hjörðum, heldur litlum hópum. Við hvetj- um nemendur til að leita beint til kennara sinna um leiðbein- ingu og aðstoð, og við næstum drekkjum nemendum okkar í verkefnum sem eru í senn fræðileg, hagnýt og raunhæf. Þetta er kennslufræði Bifrast- ar og hún hefur staðist próf tím- ans í því að nemendur okkar ná í flestum tilfellum þeim árangri sem þeir stefna að. Það má alltaf bæta sig, og það má alltaf spara. En hagkvæm- ast er að hlúa að því sem vel er gert og efla það. Þessvegna breytir engin kreppa þeim áformum Háskólans á Bifröst að halda áfram að byggja upp framúrskarandi háskólanám í Norðurárdal, rétt tæpa 100 kíló- metra frá höfuðborginni. Höfundur er prófessor í heim- speki við Háskólann á Bifröst. JÓN ÓLAFSSON Dagskrá fjármálakvölda í október og nóvember 22. október Aðalbanki Fjármálaskilningur 29. október Mjódd Fjármál heimilisins 5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins 12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins 19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar. Skráning fer fram á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á landsbankinn.is. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000NB I h f. (L an ds ba nk in n) , k t. 47 10 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 39 2 8 4 O kt ób er N óv em b er 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 2 1 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Sun Mán Þri Mið Fim Fös La u 2009 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 3 1 KJÖLFESTA Á HEIMILUM ÍSLENDINGA Í ÁRATUGI Uppskrift að heilsurétti? 10.000 kr. af hverri seldri bleikri Kitchenaid hrærivél renna til Krabbameinsfélagsins. Vörulisti á vefnum www.ef.is Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.