Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 24
24 10. október 2009 LAUGARDAGUR Þ ú varst mjög áberandi í borgarpólitík en hefur haft hægt um þig sem umhverfisráðherra, var það meðvituð ákvörðun? „Ég er ekki voðalega meðvituð um sýnileika og hef þá trú að maður eigi að tala þegar maður hefur eitthvað að segja. Ég hef þá trú að ég komi til með að hafa eitthvað að segja og þá tala ég, þannig verður það hér eftir sem hingað til. Það var sú hugsun sem ég hafði að leiðarljósi í borgar- málum og það kom nokkrum sinnum fyrir að ég hafði eitthvað að segja. En það er ekki minn máti í pólitík að telja innkomur í fjölmiðla.“ Jafnrétti kynslóðanna „Sjálfbær þróun er áhugavert og mikilvægt hugtak. Það sem ég hef komist næst í skilgreiningu á því er að það snúist um jafnrétti kynslóð- anna. Það segir það sem segja þarf, við erum einfaldlega að standa vörð um rétt komandi kynslóða. Það er sama hvort það er út frá félagsleg- um, umhverfislegum eða efnahags- legum forsendum. Við höfum til dæmis séð það að efnahagslegur vöxtur einn og sér getur valdið hruni hvað samfélagið varðar. Þessi hugsun, sem við höfum verið menguð af undanfarin ár, ber að hluta til ábyrgð á stöðu mála eins og hún lítur út núna. Okkur vantar að innleiða mælikvarða, samfélags- lega og umhverfislega, til jafns við hina efnahagslegu.“ Ekkert íslenskt ákvæði „Nú eru fimm mánuðir eða svo frá kosningum og það sem fyrst og fremst hefur verið unnið að í ráðu- neytinu er loftslagsmálin og sú staðreynd að við tökum þátt í við- ræðum á alheimsvettvangi fyrir einhvers konar samkomulag fyrir fundinn í Kaupmannahöfn í desem- ber. [Fundur Rammaáætlunar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- mál.] Við höfum lagt þar áherslu á að leita leiða til þess að komast að samkomulagi við Evrópusamband- ið um að vera þátttakendur í mark- miðum þess fram til 2020. Það er algjörlega óháð aðildarumsókninni eða aðild yfir höfuð. Það þýðir að við erum í sambærilegu umhverfi hvað loftslagsmálin varðar. Þessar viðræður standa yfir og hafa verið mjög jákvæðar af hálfu ESB. En hvað með íslenska ákvæðið um undanþágu frá Kyoto-bókun- inni? „Það urðu ákveðin þáttaskil strax í maí þegar Ísland kom fram með metnaðarfull losunarmark- mið með það að leiðarljósi að skipa sér í röð fremstu þjóða heims hvað þetta varðar. Það þýðir að við erum ekki að leita að undanþágu og hið íslenska ákvæði er hlutur sem við viljum fyrir alla muni losna við og freista þess að fara í þetta evrópska umhverfi. Fyrir liggur að frá 2013 mun íslensk stóriðja sitja við sama borð og önnur stóriðja í Evrópu varðandi kaup á losunarsamningnum. EES- samningurinn á við þar um. Það eru hagsmunir allra, ekki síst íslenskr- ar náttúru og ímyndar Íslands, að fara út úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu. Það eru líka hagsmunir íslenskra stórfyrirtækja að geta keypt los- unarheimildir í kerfi þar sem þau fyrirtæki sem menga minnst þurfa minnst að greiða. Þá er ekki góður svipur á því fyrir þjóð sem hefur lengst af verið með þeim ríkustu í heimi, en er núna rík þjóð í kreppu, að vera að óska mikið eftir undanþágum hvað það varðar. Ég er þannig afar stolt yfir að hafa tekið þennan kúrs fyrir Ísland.“ Kreppan 2060 Mikil áhersla hefur verið lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda, er hún stunduð hér? „Okkur jarðarbúum er að verða ljóst að það að knýja samfélögin áfram á jarðefnaeldsneyti er ekki eitthvað sem við getum haldið áfram að gera með sjálfbærum hætti. Það eru auðlindir sem eru endanlegar og ekki hægt að ganga út frá því að við eigum um aldur og ævi. Það þýðir, eins og einhver sagði, að við verð- um að hætta að horfa ofan í jörðina og horfa upp og það þýðir auðvitað miklu meiri áhersla á vind- og sólar- orku og svo auðvitað ölduorku. Þarna einhvers staðar á milli er vatnsaflið og jarðvarminn, sem við höfum verið að feta okkur áfram með á Íslandi. Það er þó ekkert ein- falt að halda því fram að orkuöfl- unin sé í sjálfu sér sjálfbær þegar um getur verið að ræða umtalsverð náttúruspjöll sem fylgja vatnsafls- virkjunum. Að auki er spurning um það hversu möguleg sjálfbær nýting er í jarðvarmanum. Þetta eru spurn- ingar sem ekki liggja endanleg svör við, þannig að það er einföldun að halda því fram að Íslendingar stundi sjálfbæra orkuöflun. Fyrst og fremst þurfum við að huga að því hvort verið sé að nýta jarðvarmann á sjálfbæran hátt, eða hvort um ágenga nýtingu sé að ræða. Ef jarðvarminn er nýttur í 40, 50, 60 ár og svo þarf að hvíla hann í jafnlangan tíma, þá er um ágenga nýtingu að ræða. Þegar við leggjum spilin niður fyrir okkur og hugsum um hvernig við ætlum að komast úr kreppunni, ætlum við að gera það með því að nýta orkuna okkar, með því að selja hana í einhvers konar iðnað svo sem stóriðju; þá verðum við að hugsa til komandi kynslóða. Mun kynslóðin sem horfist í augu við kreppuna árið 2060 hafa skerta möguleika til að komast út úr þeirri kreppu? Ef svo er, þá erum við að ganga á mögu- leika komandi kynslóða og þar með ekki að ástunda hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.“ Horfa á heildina En ríkir ekki neyðarástand og þarf ekki að grípa til allra meðala? „Öll verkefni í stóriðju sem hafa verið nefnd taka langan tíma og eru langt inn í framtíðina. Við megum ekki falla í þá freistni að láta kreppuna vera okkar skjól til að taka óskynsamlegar ákvarðan- ir. Ég hef fullan skilning á öllum þeim aðilum sem eru að spila sína stöðu inni á vellinum, ef svo má segja, fara fram með hagsmuni síns fyrirtækis, eða svoköll- uðum aðilum vinnumarkaðar- ins. Verkefni þessara aðila er að sinna og sjá um hagsmuni sinna umbjóðenda. Ég er ekki í umhverfisráðuneyt- inu til að draga taum einstakra fyrirtækja, sjónarmiða eða hags- munaaðila. Ég er í umhverfis- ráðuneytinu til að tala máli kom- andi kynslóða og umhverfisins – heildarhagsmunanna. Við sem erum í stjórnmálum erum kosin til þess og það þýðir stundum að hagsmunir viðmælenda þíns eru þér ekki efst í huga. Þess vegna getur verið að þótt það séu hagsmunir einhvers fyrir norðan, sunnan, austan eða vest- an að byggja risastórt álver eða virkja einhverja á, þá get ég fall- ist á að hagsmunir séu algjörlega klárir hjá þessum aðila sem við mig ræðir. Það er hins vegar ekki mitt að standa vörð um þá, heldur heildina. Hætt við Norðlingaölduveitu Nú er unnið að endurskoðun nátt- úruverndarlöggjafar, hvað ber þar hæst? „Við ætlum að skoða löggjöfina til hlítar, en það er staðreynd að íslensk náttúra hefur haft mjög bágborna stöðu í löggjöfinni. Hún hefur ekki fengið að njóta vafans og til eru fjölmörg dæmi um það; hvort sem er við vegalagningu eða virkjanaframkvæmdir. Á Íslandi hefur tíðkast ákveðin óbilgirni gagnvart náttúrunni. Það snýst að hluta til um ákveðinn kúltúr; að við eigum að drottna yfir náttúr- unni. Hins vegar snýst það um þá staðreynd að náttúran hefur verið of veikt staðsett í lögunum. Við munum skoða lögin frá grunni með opnum og lýðræðis- legum hætti. Við verðum í sam- ráði við grasrótina og akademíska geirann. Ein af þeim ákvörðunum sem liggja fyrir er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og það eru mikilvæg þáttaskil fyrir íslenska náttúruvernd. Við erum að vinna með útmörk svæðis- ins og reiknum með að stækkun- in nái yfir mestallt votlendi ver- anna. Í þessari breytingu hlýtur að felast að Norðlingaölduveita og hugmyndir um hana heyri sögunni til. Að þessum málum verður unnið í samráði við alla hagsmunaaðila.“ Verð að gæta heildarhagsmuna Svandís Svavarsdóttir segir mikilvægt að umhverfissjónarmið verði styrkt í öllu stjórnarráðinu. Hún segir loftslagsmálin vera stærsta pólitíska viðfangsefni nútímans og að auka þurfi vægi náttúrunnar náttúrunnar vegna í íslenskum lögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé settist með umhverfisráðherra, sem segir von á miklum breytingum í málaflokknum strax á næsta ári. UMHVERFISRÁÐHERRANN Á næsta ári tekur umhverfis- og auðlindaráðuneyti til starfa og Svandís segir endurskoðun laga munu gera náttúrunni hærra undir höfði. Nýting orku verði að vera undir merkjum sjálfbærrar þróunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég er ekki í umhverfisráðuneyt- inu til að draga taum einstakra fyrirtækja, sjónarmiða eða hags- munaaðila. Ég er í umhverfis- ráðuneytinu til að tala máli kom- andi kynslóða og umhverfisins – heildarhagsmunanna. Flokkadrættir innan Vinstri grænna hafa ekki farið fram hjá neinum. Svandís segist hafa viljandi haldið sig til hlés í þeim málum og ekki tjáð sig mikið opinberlega um Icesave. Það helgist ekki síst af því að faðir hennar, Svavar Gestsson, leiddi samninganefndina um Icesave. „Það er ekki bara sjálfrar mín vegna heldur félaga minna sem ég tel að það sé mikilvægt að málið truflist ekki af þessum tengslum. Þetta er auðvitað vandmeðfarið í okkar litla sam- félagi og ég held að þingliðið okkar hafi alveg ráðið við að afgreiða þetta með sínu nefi án þess að ég væri mikið að hafa mig í frammi við þá umræðu.“ En óttast hún um líf ríkisstjórnarinnar í ljósi ágreiningsins? „Nei. Ég hef mikla trú á þessari ríkisstjórn og mikilvægi hennar og þeirra sjónarmiða sem hún stendur fyrir. Ég held að krafan um að félagslegt réttlæti verði haft í öndvegi við endurreisnina sé það dýrmæt að við höfum ákveðnar skyldur við þau sjónarmið og almenning á Íslandi. Það hafa orðið mjög alvarlegar áherslubreytingar á Íslandi undanfarin 15 til 20 ár þar sem bilið á milli ríkra og fátækra hefur aukist og grunneðli sam- félagsins var að mörgu leyti breytt. Ég vil hreinlega segja að fyrir utan þetta efnahagslega hrun hafi samfélagssáttin verið rofin með því að stuðla að því að hér yrðu til forríkar stéttir samhliða þeirri fátækt sem var einnig við lýði. Þau sjónarmið að standa vörð um hagsmuni heildarinnar eru okkur gríðarlega ofarlega í huga. Ég held því að við verðum að ganga í gegnum tímabundinn meiningarmun með þessi langtímasjónarmið í huga.“ Skyldur gagnvart almenningi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.