Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 34

Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 34
34 10. október 2009 LAUGARDAGUR Ó mar Ragnarsson heldur upp á mikil tímamót þessi misserin. Um síðustu áramót var liðin hálf öld síðan hann kom í fyrsta skipti fram með skemmtiprógramm sitt. Um síð- astu helgi var liðin hálf öld síðan hann kom fram í fyrsta skipti utan suðvesturhorns- ins. Það var á Ólafsfirði. Á næsta ári verða liðin 50 ár síðan fyrsta platan hans kom út (lítil plata hjá HSH-útgáfunni) og á næsta ári verður Ómar sjötugur, eins og John Lennon. „Ég hef haft hægt um mig á þessu kreppu- ári og mér hefur fundist að vinur minn Ragnar Bjarnason ætti að eiga sviðið,“ segir Ómar. „En ég skemmti sem sagt fyrst í MR fyrir hálfri öld og um síðustu áramót sneri ég þangað aftur og tók sama prógramm- ið. Um síðustu helgi kvittaði ég fyrir hálfu öldina á Ólafsfirði. Ég tók sama prógramm og að auki prógrammið sem Haraldur Á. Sigurðsson flutti. Það hefur ekki heyrst í fimmtíu ár en gerði sömu lukkuna aftur.“ Hvernig gastu munað það? „Við vorum að troða upp saman allt þetta sumar á héraðsmótum og ég man þetta bara. Húmorinn hjá okkur báðum var ótímabund- inn svo þetta gengur enn. Ég var með fjög- ur lög, meðal annars „Mömmuleikur“, sem var fyrsta barnalagið mitt – merkilegt að ég var strax með barnalag fyrir fullorðna – og „Bjargráðin“ sem ég þurfti mjög lítið að breyta. Bara setja inn nokkur ný nöfn. Ég gat endað lagið eins og fyrir hálfri öld: „Ég leitaði að Bjarna Ben, sem best vill hlut- ina“. Þetta fyrsta prógramm mitt er svona 20 mínútna langt, en alls er ég núna með sirka tveggja tíma prógramm. Restin er grínannáll hálfrar aldar.“ Elvis var ekki alveg sannur Ómar fór með ógnarhraða upp á stjörnuhim- ininn eftir fyrstu framkomuna í MR. „Þarna voru Nóbelsskáldið og Jónas Jónasson, sem skrifaði um þetta í Vikuna. Ameríkaninn myndi segja að á níu mánuðum hafi ég orðið „household name“ á Íslandi. Það þekktu mig allir Íslendingar um haustið. Það var ekk- ert smáræðis dýrmætt að vera rétt keflið af Haraldi Á. Sigurðssyni. Hann var burða- rás í revíunum hér áratugum saman. Hann átti við veikindi að stríða á þessum tíma og skynjaði að tímarnir voru að breytast. Hann söng því sinn svanasöng þetta sumar og leiddi mig fyrstu skrefin.“ Ómar er mikill frumkvöðull á sviði gríns og rokks. „Ég hafði engar fyrirmyndir, hvorki íslenskar né erlendar. Fram að þessu höfðu danskir revíusöngvar og gamaldags bandarísk lög verið uppistaðan í revíunum hér. Menn sungu nánast alltaf sama lagið, gríntexta við „Komdu og skoðaðu í kist- una mína“, og þannig. Prógrammið mitt voru nýjustu rokklögin frá A-Ö, vinsælustu lögin hverju sinni. Þetta var bylting. Þetta var nýtt og ferskt. Ég var réttur maður á réttum tíma.“ Ómar segist hafa verið samkvæmur sjálfum sér í öll þessi fimmtíu ár. „Og ég er meira að segja enn þá á sama bílnum!“ segir hann, „sparneytnasta og umhverfis- vænasta bíl á landinu. Ég hugsa svipað og ég gerði. Ég get sagt að ég hafi verið bylt- ingarmaður á sínum tíma og ég vil vera trúr því. Á sínum tíma fór ég á Litla gul, sem er minnsti bíll á Íslandi, norður á Ólafsfjörð og menn sögðu bara: Ertu eitthvað bilaður að fara á þessum bíl í þessu færi? Ég fór á sama bílnum núna, en ég var miklu bilaðri fyrir fimmtíu árum þegar ég fór á svona bíl þá! Á sumardekkjunum. Ég var og er rokk- ari. Þegar menn fara að grafa ofan í rokkið kemur í ljós að fyrsta alíslenska hráa hrein- ræktaða rokklagið er „Framhaldið af Botn- íu“ eftir mig. Ég hef alveg sérstaka ánægju af því að taka það með Hauki Heiðari píanó- leikara því hann er skálmari og virkar eins og heil hljómsveit. Ég er Chuck Berry- og Little Richards-maður. Mér fannst Elvis aldrei alveg sannur.“ Sama hvaðan gott kemur Svo breytist tíðarandinn. Rokk vék fyrir bítli en alltaf flaut Ómar með. „Ég er búinn að vera stanslaust að í fimmtíu ár,“ segir hann. „Það hefur ekki fallið neitt úr nema að ég var veikur í fyrra í nokkra mánuði. Ég hef komið fram sirka 6.000 sinnum og á öllum stöðum á landinu og ég er þakklátur fyrir það og að hafa fengið að kynnast öllu þessu fólki.“ Plöturnar og lögin með Ómari skipta tugum og hann hefur gert ótal texta fyrir aðra. Hann getur ekki skotið á töluna. Stef er með um 300 lög og texta á skrá, en það er kannski ekki nema 10 prósent af heild- inni. Í byrjun 7. áratugarins vann Ómar með Lúdó og Stefán, samdi meðal annars textann „Því ekki að taka lífið létt?“. „Eitt af því sem ég geri núna er að halda upp á aldarafmæli með Lúdó og Stefáni. Ég með 50 ár og þeir með 50. Ég syng nokkur lög með þeim nú um helgina á Kringlukránni. Það vita það svo fáir að ég söng með KK sextett á ann- arri plötunni minni („Ást ást ást“/„Sveita- ball“). Ég er aldrei talinn með söngvurunum sem sungu með KK því ég er gamanvísna- söngvari.“ Fyrsta stóra platan með Ómari kom út 1966 og er með erlendum lögum og frum- sömdum, eins og „Kappakstur“ og „Öku- ferðin“. „Platan er með áhorfendum tekin upp í sal. Svona hafði aldrei verið gert áður. Gefið út af Svavari Gests, sem kom gríðar- lega mikið við sögu í mínum ferli. Ég vann mikið með hans hljómsveit. Magnús Ingi- marsson útsetti mikið og var undirleikari minn í tíu ár.“ Þegar ég var smábarn snemma á 8. ára- tugnum varstu enn þá vinsæll með lög eins og „Bróðir minn“ og „Eitthvað út í loftið“, sem ég vissi nú ekki fyrr en nýlega að væri lag með Paul McCartney. „Sko, þarna sérðu! Ef ég heyri gott lag þá er mér alveg sama hvaðan það kemur, hvort sem það er Beethoven eða Bítlarn- ir.“ Mér finnst þetta allt saman klassísk meistaraverk í þínum flutningi! „Tja, ég veit það nú ekki. Ég hætti að syngja inn á hljómplötur nema bara eitt og eitt lag upp úr 1970 þegar sjónvarpið fór að verða svo krefjandi. Að sumu leyti sé ég eftir því að hafa stigið út úr plötubransan- um. Ég ákvað að taka hann út því ég hafði yfirdrifið nóg með það að skemmta og að vera í sjónvarpinu. Síðustu þrjá áratugina hefur því safnast saman ótrúlegt magn af efni og í tímahrakinu er vandamálið það að ég hef ekki tíma til að moða úr þessum haug. Ég fer bara rólega í þetta. Ég er smám saman að grauta í þessu.“ Endaspretturinn er allt Ómar drekkur ekki og á einkanúmerið Edrú. Hann drekkur ekki heldur kaffi né orkudrykki en segist drekka mikið kók. Þaðan fær hann kannski orkuna. Ég spyr hinn margklofna snilling hvernig hann fari að því að vera svona margir menn. Ómar hlær bara að svona delluspurningum. „Ég er nú bara sami burstaklippti vitleys- ingurinn og ég var. Ég vil halda skemmti- kraftinum alveg sér og honum koma hinir karlarnir ekkert við, ekki heldur þeim sem semur alvarlega texta. Texta eins og Boð yfir boðaföllin sem er fluttur við kirkju- athafnir. Það er einn karlinn enn, sálma- skáldið.“ Vefjast allir þessir karl- ar ekkert fyrir hver öðrum, samanber auglýsinguna þína fyrir Íslandshreyfinguna, „Ég er ekki að grínast“? „Jú, þetta er svolítið trufl- andi. Ég er svolítill Laddi, hann er með allar þessar týpur í gangi, eins og ég. Ég verð að hólfa mig niður.“ Sérðu ekki fyrir þér að þú takir gigg í Höllinni eins og allir hinir á sjötugsafmælinu? „Tja …“ segir Ómar hugsi og lofar engu nema þessu: „Það er margt fram undan hjá mér. Maður sá það nú bara á Ragga Bjarna-tónleikunum hve marg- ir eru farnir. Það er komin nið- urtalning. Það er ekki hægt að skilgreina sjötugan mann öðru- vísi en mann á endaspretti. Og það er sama tilfinningin á enda- sprettinum. Það er miklu meira eftir en búið er, því endasprettur- inn er bara allt.“ Ómar heldur áfram að leggja lífsreglurnar. Hlustaðu nú vel: „Það er hollt fyrir hvern mann að líta á hvern einasta dag sem fæðingardag. Hver dagur er fyrsti dagurinn í þeirri ævi sem þú átt eftir ólifaða. Alveg eins og fæð- ingardagurinn var fyrsti dagurinn í þeirri ævi sem þú áttir þá ólifaða. En dagurinn í dag er miklu merkilegri en fæðingardag- urinn af því að þú ert meðvitaður um hann en þú manst ekkert eftir því hvað gerðist þegar þú fæddist. Mér finnst þetta hjálpa manni til að takast á við lífið: A-ha! Ég er að byrja! Ég er að byrja á þeirri ævi sem eftir er. Gaman! Þú getur engu breytt af því sem er liðið, en þú ert enn þá að spila. Þú ert með spil á hendinni – hunda eða ása. Og þú átt bara að hafa gaman af því að spila.“ „Þú getur engu breytt af því sem er liðið, en þú ert ennþá að spila. Þú ert með spil á hendinni – hunda eða ása. Og þú átt bara að hafa gaman að því að spila.“ Ég er byltingarmaður og rokkari! Þeir eru nokkrir, íslensku snillingarnir. Einn þeirra er Ómar Ragnarsson, sem hefur það umfram hina, að vera snillingur á mörgum sviðum. Hann er margir menn í einum, Flug-Ómar, Náttúruverndar-Ómar, Fréttamanns-Ómar og Skemmti-Ómar, svo þeir helstu séu nefndir. Dr. Gunni talaði við þann síðastnefnda. ÉG ER BARA SAMI BURSTAKLIPPTI VITLEYSINGURINN OG ÉG VAR Herra Ómar Ragnarsson, snillingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓMAR Á FLUGI Fræg mynd frá söngskemmtun 1962. MYND/INGIMUNDUR MAGNÚSSON FYRSTA LP-PLATAN Gefin út af SG árið 1966.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.