Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 10. október 2009 73
ORF Líftækni hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu sér-
virkra próteina af miklum gæðum fyrir læknisrannsóknir,
og líftækniiðnað. Með þróun og nýtingu á byggframleiðslu-
tækni sinni, sem nefnd er sameindaræktun, stefnir ORF
markvisst að enn frekari uppbyggingu hátæknifyrirtækis í
fremstu röð á alþjóðlegum markaði, með áherslu á að
selja afurðir sínar, vaxtarþætti, til rannsóknastofa á sviði
frumurannsókna (t.d. stofnfrumurannsókna), frumurækt-
unar og þróunar vefjasmíði (regenerative medicine) undir
vörumerkinu ISOkine™. ORF er ungt og vaxandi fyrirtæki,
þar sem frumkvöðlaandi ríkir með mikla möguleika á
framþróun í starfi fyrir dugmikla og áhugasama starfs-
menn. ORF Líftækni hf. hlaut Nýsköpunarverðlaunin árið
2008.
Umsækjendum er bent á nánari upplýsingar á vefsíðum félagsins:
www.orf.is eða www.orfgenetics.com.
Einnig má hafa samband við starfsmannastjóra í síma
591 1570 varðandi frekari upplýsingar.
Umsóknir skal senda til:
starf@orf.is eigi síðar en 25. október 2009.
Umsóknum má skila á íslensku en æskilegt er að þær séu á ensku.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
16
8
8
Starfsmaður
í lífefnavinnslu próteina
Starfslýsing:
Hópur sérfræðinga og tæknimanna starfar við
þróun á próteinhreinsitækni félagsins og við
próteinframleiðslu þess. ORF Líftækni leitar nú að
áhugasömum starfsmanni með menntun og/eða
reynslu í próteinvísindum og próteinvinnslu til að
efla hópinn. Starfið lýtur að hreinsun á próteinum
og almennum rannsóknastörfum, svo sem gerð
bufferlausna, innkaup á efnum og áhöldum, vinnu
við gagnagrunna og birgðastjórnun. Áhugasamur
starfsmaður tæki einnig þátt í uppsetningu á
framleiðslukerfum, framleiðslu á líftækni-
próteinum og þróun og rannsóknum á prótein-
tækni félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Þjálfun og reynsla í rannsóknavinnu og prótein-
vísindum.
• Menntun í lífeindafræði, lífefnafræði eða sambærileg
menntun og/eða reynsla.
• Reynsla í próteinhreinsitækni (chromatography,
filtration, fractionation).
• Þekking á tækni við greiningu próteina og reynsla í
notkun SDS-PAGE og Western blot greininga. Reynsla
í notkun annarrar tækni æskileg, s.s. CE, ELISA, HPLC,
UV/VIS spectrometry.
• Góð tölvukunnátta.
• Sveigjanleiki í vinnutíma er æskilegur.
• Hæfni til að vinna í samstarfi við aðra.
Um er að ræða fullt starf og tungumál á vinnustað er enska.
Hjúkrunarfræðingar,
Læknar og Geðlæknar.
Stórt fyrirtæki innan heilsugeirans í Noregi vantar hjúkrunar-
fræðinga, lækna og geðlækna til starfa í lengri og skemmri tíma.
Við bjóðum frítt flug og húsnæði. Þú velur sjálf/ur hvar í Noregi, hve
lengi og hvenær passar fyrir þig að vinna. Við bjóðum einnig uppá að
þú getur komið í viku til okkar til að prófa hvernig þér líkar.
Laun eru 170 til 200 NOK per tíma hjá hjúkrunarfræðingum eftir reynslu
og sérhæfingu. Þetta er miðað við grunnvinnu sem er 35,5 tímar á viku
en tímalaun hækka ef unnið er meira en það.
Ef viðkomandi er með E101 skírteini (allir geta sótt um það hjá Tryggingar-
stofnun) þá er skatturinn um 22 til 23%.
Æskilegt er að umsækjandi sé með kunnáttu í einu af skandinvíu málunum,
norsku, dönsku eða sænsku.
Ekki er krafist að viðkomandi tali málið reiprennandi.
Áhugasamir sendi spurningar á íslensku og CV á ensku eða norsku/dönsku/sænsku á netfangið indridi@xtracare.no www.xtracare.no