Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 57

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 57
FERÐALÖG 7 svölum og stóru baðherbergi með baðkari og sturtu. Unnt er að fá alla málsverði inn á herbergi ef maður er þannig stemmdur, en annars eru þrír dýrindis veitinga- staðir um borð sem hafa fengið hinn virta Relais & Chateux-stimp- il. Stærsti veitingasalurinn er um leið sá fínasti og þar er boðið upp á klassíska franska eldamennsku á heimsklassa. Meðan á hverri siglingu stendur eru haldin þrjú galakvöld í þessum veitingasal þar sem gestir mæta uppáklæddir í smóking og síðkjól eins og tíðkaðist fyrr á tímum um borð í slíkum skipum. Um borð er dásamlegur ítalskur sælkeraveit- ingastaður þar sem gestir geta fengið dýrindisrétti eins og kálfa- lifur, carpaccio, alls konar ferskt pasta sem er lagað á staðnum, úrval af forréttum og ítölskum ostum og auðvitað fínustu ítölskum vínum. Uppi á dekki er svo Grillið, veit- ingastaður þar sem boðið er upp á léttari rétti eins og salöt, steikur, fisk og hamborgara sem er upplagt að fá sér í hádeginu á meðan maður nýtur sjávarloftsins. Mikilvægt er að geta þess að á meðan á siglingu stendur er allt innifalið í verðinu, þannig að þú þarft ekki að draga upp pyngjuna þegar þú hefur notið drykkjar eða málsverðar. Eini veit- ingastaðurinn þar sem þú þarft að borga aukalega er mesti lúxusstað- ur skipsins en þar er boðið upp á sérvalin eðalvín frá öllum heimsins hornum. Einstakur og afslappaður ferðamáti Silver Sea-flotinn hefur farið um spennandi siglingaleiðir allt frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína á tíunda áratugnum. Siglt er um Kyrrahafið, Miðjarðarhafið, um norðurslóðir og Rússland, til Kína og Taílands og jafnvel upp eftir Amazon-fljótinu í Suður-Ameríku. Eitt skipanna siglir meira að segja með ströndum Suðurskautslandsins og er ferðin sérhönnuð fyrir þá sem hafa áhuga á náttúruvísindum. Á hverju ári eru skipulagðar spennandi ferðir þar sem stoppað er á mörgum áhugaverðum áfanga- stöðum. Það sem er óvenjulegt við að ferðast á skipi eins og þeim hjá Silver Sea er að þú nýtur ferðalags- ins sjálfs, ekki bara áfangastað- arins þannig að, líkt og á öldum áður þegar enginn var að flýta sér, getur maður virkilega slakað á og notið lífsins á meðan siglt er milli þeirra borga og áfangastaða sem heimsóttir verða. Ferðalagið er ekki ónotaleg seta í flugvél eða í bíl heldur dásamlega afslapp- andi vera á lúxushóteli þar sem hægt er að borða góðan mat, lesa góðar bækur, fara jafnvel á djass- eða píanótónleika, hlusta á áhuga- verða fyrirlestra, fara á námskeið, skreppa í jóga eða líkamsrækt og fá sér andlitsbað eða nudd í heilsu- lindinni og láta dekra við sig af öllu því einstaklega alúðlega og vina- lega starfsfólki sem er um borð. Og ef sólin skín er upplagt að sitja við sundlaugina með svalandi drykk! Á meðan ferðalagið varir mun maður geta kynnst mörgu skemmti- legu og víðsýnu fólki sem hefur tekið ástfóstri við þennan einstaka og rómantíska ferðamáta. Margir hafa eignast þar vini fyrir lífstíð og geta ekki hugsað sér annað en að fara í eina slíka siglingu á ári. amb@frettabladid.is Hægt er að sjá allt um ferða- áætlanir Silver Sea á www.silver- sea.com Relais & Chateux veitingastaður Dásamleg matarupplifun um borð. BSÍ , 101 Reykjavík , 562-1011, main@re.is, www.flybus.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll Alltaf laus sæti www.flybus.is NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! er að finna í Dubai.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.