Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 57

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 57
FERÐALÖG 7 svölum og stóru baðherbergi með baðkari og sturtu. Unnt er að fá alla málsverði inn á herbergi ef maður er þannig stemmdur, en annars eru þrír dýrindis veitinga- staðir um borð sem hafa fengið hinn virta Relais & Chateux-stimp- il. Stærsti veitingasalurinn er um leið sá fínasti og þar er boðið upp á klassíska franska eldamennsku á heimsklassa. Meðan á hverri siglingu stendur eru haldin þrjú galakvöld í þessum veitingasal þar sem gestir mæta uppáklæddir í smóking og síðkjól eins og tíðkaðist fyrr á tímum um borð í slíkum skipum. Um borð er dásamlegur ítalskur sælkeraveit- ingastaður þar sem gestir geta fengið dýrindisrétti eins og kálfa- lifur, carpaccio, alls konar ferskt pasta sem er lagað á staðnum, úrval af forréttum og ítölskum ostum og auðvitað fínustu ítölskum vínum. Uppi á dekki er svo Grillið, veit- ingastaður þar sem boðið er upp á léttari rétti eins og salöt, steikur, fisk og hamborgara sem er upplagt að fá sér í hádeginu á meðan maður nýtur sjávarloftsins. Mikilvægt er að geta þess að á meðan á siglingu stendur er allt innifalið í verðinu, þannig að þú þarft ekki að draga upp pyngjuna þegar þú hefur notið drykkjar eða málsverðar. Eini veit- ingastaðurinn þar sem þú þarft að borga aukalega er mesti lúxusstað- ur skipsins en þar er boðið upp á sérvalin eðalvín frá öllum heimsins hornum. Einstakur og afslappaður ferðamáti Silver Sea-flotinn hefur farið um spennandi siglingaleiðir allt frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína á tíunda áratugnum. Siglt er um Kyrrahafið, Miðjarðarhafið, um norðurslóðir og Rússland, til Kína og Taílands og jafnvel upp eftir Amazon-fljótinu í Suður-Ameríku. Eitt skipanna siglir meira að segja með ströndum Suðurskautslandsins og er ferðin sérhönnuð fyrir þá sem hafa áhuga á náttúruvísindum. Á hverju ári eru skipulagðar spennandi ferðir þar sem stoppað er á mörgum áhugaverðum áfanga- stöðum. Það sem er óvenjulegt við að ferðast á skipi eins og þeim hjá Silver Sea er að þú nýtur ferðalags- ins sjálfs, ekki bara áfangastað- arins þannig að, líkt og á öldum áður þegar enginn var að flýta sér, getur maður virkilega slakað á og notið lífsins á meðan siglt er milli þeirra borga og áfangastaða sem heimsóttir verða. Ferðalagið er ekki ónotaleg seta í flugvél eða í bíl heldur dásamlega afslapp- andi vera á lúxushóteli þar sem hægt er að borða góðan mat, lesa góðar bækur, fara jafnvel á djass- eða píanótónleika, hlusta á áhuga- verða fyrirlestra, fara á námskeið, skreppa í jóga eða líkamsrækt og fá sér andlitsbað eða nudd í heilsu- lindinni og láta dekra við sig af öllu því einstaklega alúðlega og vina- lega starfsfólki sem er um borð. Og ef sólin skín er upplagt að sitja við sundlaugina með svalandi drykk! Á meðan ferðalagið varir mun maður geta kynnst mörgu skemmti- legu og víðsýnu fólki sem hefur tekið ástfóstri við þennan einstaka og rómantíska ferðamáta. Margir hafa eignast þar vini fyrir lífstíð og geta ekki hugsað sér annað en að fara í eina slíka siglingu á ári. amb@frettabladid.is Hægt er að sjá allt um ferða- áætlanir Silver Sea á www.silver- sea.com Relais & Chateux veitingastaður Dásamleg matarupplifun um borð. BSÍ , 101 Reykjavík , 562-1011, main@re.is, www.flybus.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll Alltaf laus sæti www.flybus.is NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! er að finna í Dubai.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.