Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 58

Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 58
8 FERÐALÖG Þ að eru kannski ekki margir á Íslandi sem gera sér grein fyrir hversu stór tónlistar- senan er þarna úti,“ segir Nee Bing, eigandi Lychee Productions og plötusnúður með meiru. „Það hefur ýmislegt gerst á undanförnum árum og það hefur orðið mikil uppbygging í tónlistarlífinu. Ungir Kínverjar fara mjög gjarnan út að skemmta sér og það er mikið um risastóra teknóstaði í Sjanghæ og Peking.“ Nee Bing lýsir því hvernig heilu verksmiðjunum hefur verið breytt í „reif“-staði sem eru opnir allan sólarhringinn og segir að ungir Kínverjar séu mjög duglegir við að fara út að skemmta sér. „ Rokksenan er líka mjög öflug þarna úti. Þar tengist hún listalífinu sterkum böndum og það er afskaplega mikil og spennandi sköpun í gangi. Af einhverjum ástæðum er síð- pönkið orðið að mjög stórri bylgju hjá okkur og við eigum marga fræga tón- listarmenn í þeim geira. Þess má geta að Brit-poppið er líka vinsælt hér í Kína en þá eru textarnir á einhvers konar blöndu af kínversku og ensku. Hljómsveitirn- ar herma líka algerlega eftir klæða- burði bresku popparanna og eins eru stórsniðugar „mod“-hljómsveitir að gera það gott.“ Nee Bing segir að hin íslenska Björk hafi sett strik í reikninginn í Kína þegar hún lýsti yfir andstöðu sinni á aðgerðum Kínverja í Tíbet á tónleikum þar fyrir rúmu ári. „Hún var búin að skrifa undir samning um að segja ekki neitt slíkt en gerði það samt. Nú eru yfirvöld hræddari við að fá erlenda tón- listarmenn til að spila, sem er afar leitt.“ Það er þó algengara núna að hljómsveit- ir frá Evrópu eða Bandaríkjunum fari í tónleikaferðalög um Kína og Nee Bing hvetur Íslendinga til að skoða möguleik- ana. „Kína er auðvitað gífurlega stór, ungur og spennandi markaður.“ ROKKAÐ Í KÍNA Tónlistarsenan í austrinu blómstrar en í Kína er að fi nna allt frá síðpönki upp í tuttugu og fjög- urra tíma „reif“. Anna Margrét Björnsson hitti Nee Bing hjá Lychee Productions sem var stadd- ur hérlendis fyrir skömmu á ráðstefnunni You Are in Control. Síðpönk Kínversk lista- kona sem nú er einnig orðin frægur síðpönkari. Klúbbamenning Ungir Kínverjar hafa mjög gaman af að fara á teknó klúbba. Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.