Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 60

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 60
10 FERÐALÖG Í talíudýrkendur ættu að kætast yfir þeim fréttum að næsta sumar tekur Iceland Express upp beint flug til Mílanó. Borgin er draumur allra þeirra sem hafa gaman af tísku og hönnun, enda verður þar vart þverfótað fyrir leggjalöngum fyrirsætum í bland við listaspírur. En Mílanó hefur upp á margt fleira að bjóða. Þótt fegurð borgarinnar sé ekki eins slá- andi og annarra ítalskra borga er hún „falleg að innan“. Gimsteinar borgar innar eru margir en oftar en ekki er svolítið djúpt á þeim. Einn er svo sá kostur sem Mílanó býr yfir sem gerir hana all sérstaka í Evrópu. Ýkjulaust má segja að þaðan sé stutt í allt. Hvort sem löngunin beinist til hámenningar, letilegra sólbaða, í snævi þaktar brekkur eða alvöru rauðvínsbónda. Allt er í seilingarfjarlægð. Hér eru dæmi um áhugaverða staði sem auð- velt er að komast á frá Mílanó. Cinque Terre Suður af Mílanó er Cinque Terre en það er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja heilsurækt í bland við óvið- jafnanlega náttúrufegurð. Staður- inn heitir eftir þorpunum fimm sem virðast hanga í hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Fjöldi göngustíga tengir þorpin fimm og liggja þeir um þverhnípta kletta og skógi vaxnar brekkur. Feneyjar Feneyjar eru öðruvísi en allir aðrir staðir. Skemmtilegast er að hafa sem minnst á dagskránni þar en leyfa borginni að leiða sig um ranghala sína, meðfram síkjum og um þröngar steinlagðar göturnar. Ekki þarf að óttast að verða fyrir bíl því bílaumferð er engin í mið- bænum. Það er því óhætt að vera djúpt niðursokkinn þegar þrætt er milli síkjanna og dáðst að glæsileg- um gömlum byggingum. Lago di Como Como-vatn er ákjósanlegur staður, bæði fyrir þá sem vilja slappa af við vatnið og hina sem vilja skoða allt sem nágrenni þess hefur upp á að bjóða. Ágætur millivegur er að kaupa sér pláss í einni af þeim mörgu ferjum sem sigla um vatnið á milli lítilla og fallegra bæja. Inni á milli má svo sjá tilkomumiklar villur, sem margar hverjar eru opnar forvitnum ferðalöngum. Þá er lítið mál að hoppa af ferjunni, ganga um glæsihýsin og garða þeirra og láta sig dreyma. Ítölsku Alparnir Landslag ítölsku Alpanna er fjöl- breytt, allt frá miklu fjalllendi til gróinna dala. Alparnir eru því vinsæll áfangastaður hjá fjalla- geitunum, bæði þeim sem helst vilja renna sér á skíðum niður brekkur og hinum sem vilja heldur klifra í fjallshlíðum. Í Ölpunum snýst lífið einkum um heilsurækt í bland við hið ljúfa líf. Þar er því fjöldinn allur af veitingastöðum og börum sem hægt er að drepa tím- ann á. MIÐPUNKTURINN MÍLANÓ Il Duomo Dómkirkjan er mikilfenglegasta bygging Mílanó. Í heiðskíru veðri er útsýnið yfir borgina stórkostlegt frá turninum. Fegurð Feneyjar eru einstakar. Þangað verða allir að koma einu sinni á ævinni. Litadýrð Cinque Terre er guðdómlegur staður sem göngugarpar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.