Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 62
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
OKTÓBER 2009
Ein mest spennandi sýning
haustsins er titluð Pop Life og er í
Tate Modern í London um þessar
mundir. Sýningarstjórinn veltir
fyrir sér hinni áleitnu staðhæfingu
Andys Warhol um að „góð við-
skipti séu besta listin“ og skoðar
arfleifð popplistar og menningar
og áhrif Warhols á samtímann. Á
sýningunni er sýnt fram á hvernig
listamenn hafa notað fjölmiðla,
markaðsherferðir og fleira til að
skilgreina sig í listaheiminum. Á
sýningunni eru, fyrir utan verk
eftir Warhol, verk eftir listamenn-
ina Jeff Koons, Damien Hirst og
Tracey Emin. Sýningin stendur
fram í lok janúar.
POPPLIST Í LONDON
BIÐLISTAR EFTIR
TYRKNESKRI SÓL
Sólarþorstinn er mikill meðal
Íslendinga á haustin. Heimsferðir
hafa boðið sólarferðir til Bodrum í
Tyrklandi og bættu tveimur auka-
ferðum við áður auglýsta dagskrá,
15. október og 24. október, til að
anna mikilli eftirspurn. Hratt seldist
upp í báðar ferðir og er fjöldi fólks
á biðlista, samkvæmt upplýsingum
frá Heimsferðum. Bodrum er falleg-
ur hafnarbær sem stendur á sam-
nefndum skaga á Eyjahafsströnd
Tyrklands. Eins og fram kemur á
heimasíðu Heimsferða skartar hann
fallegum hvítum húsum sem eru
víða skrýdd blómum og þröngum
heillandi götum. Þar segir jafnframt
að í bænum sé endalaust úrval af
veitingastöðum, börum, kaffihúsum,
verslunum og fjölbreyttu nætur- og
skemmtanalífi.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið