Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 66

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 66
38 10. október 2009 LAUGARDAGUR S kúli Gunnar Sigfússon, eig- andi Subway á Íslandi, kynnt- ist bátunum frá Subway á náms- árum sínum í Bandaríkjunum. Strax fyrsta árið, 1988, var hann kominn á bragðið. „Ég gat ekki hugsað mér að læra hér heima svo ég fór til Phoenix að læra við- skiptifræði,“ segir hann. „Útskrifaðist þaðan 25 ára árið 1991. Ég varð strax mjög hrifinn af matnum frá Subway og var fastakúnni. Ég sagði við sjálfan mig að ég myndi koma með þetta heim. Þegar ég kom svo heim eftir skólann fór ég að vinna sem verðbréfadrengur í fyrirtækja- ráðgjöf hjá Landsbréfum. Mér hundleidd- ist það svo ég fór á stúfana með leyfi fyrir Subway og það gekk upp.“ Hvernig var skyndibitakeðjubransinn á Íslandi þegar þú byrjaðir 1994? „Það voru færri keðjur en núna og því var stemningin fyrir nýrri keðju góð – maður sér að það er miklu erfiðara að koma inn núna. Það voru bara KFC og Pizza Hut, og McDonalds og Dominos höfðu opnað árið á undan.“ Fékkstu svo Davíð Oddsson til að borða fyrsta skammtinn, eins og McDonalds gerðu? „Nei, ég hafði engan áhuga á því. Það voru dóttir mín og móðir sem borðuðu fyrsta bátinn sem var búinn til á Íslandi. Mér fannst það miklu meira viðeigandi.“ Engir þorrabátar á leiðinni Fyrsta Subway-útibúið var í Faxafeni á sama stað og það er í dag. „Þetta gekk mjög vel frá fyrsta degi, það var reynd- ar algjör sprenging. Ári seinna opnuðum við í Austurstræti og svo hefur þetta verið hægur en öruggur vöxtur, einn til tveir nýir staðir á ári. Við erum með átján staði núna. Þetta hefur bara gerst eftir efnum og ástæðum.“ Átján útibú? Er það ekki með því mesta á Íslandi? „Jú, við erum stærsta veitingahúsa- keðja á Íslandi með langflest útibú. Ég held við séum að selja Íslendingum mesta magnið af mat, hátt í tvær milljónir báta á ári. Af því eru kannski hundrað þúsund „bátar mánaðarins“ í mánuði, sérstaklega ef það er skinkubátur. Hann er vinsælast- ur. Þetta er mjög gott. Í Subway-kerfinu erum við einn af þeim mörkuðum sem best gengur.“ Hvernig stendur Subway á heimsvísu? „Í Bandaríkjunum er Subway stærsta keðjan. Það eru komin ein sex ár síðan Sub- way fór fram úr McDonalds í fjölda staða. Það sama er að gerast á heimsvísu.“ Þetta er merkilegt! Ég hélt alltaf að McDonalds væri langstærsta keðjan. „Jú, jú. En McDonalds þurfa að vera með stærri staði og við komumst af með minni af því við þurfum ekki jafn mikið pláss til að framreiða bátana.“ Sem sérleyfishafi, þá máttu væntanlega ekki gera neitt upp úr sjálfum þér? „Jú, reyndar mættum við það með þeirra samþykki. Ef það væri eitthvað staðbund- ið á Íslandi mættum við gera tillögu að þannig báti.“ Er þá lifrarpylsubátur í bígerð? „Nei! Okkur hefur aldrei þótt þorramat- urinn passa og eiginlega ekki lambakjötið heldur. Það væri einna helst rækjusalatið sem gæti passað.“ Fæðið frá Subway er talið með því heilsu- samlegra í skyndibitabransanum og fræg er herferðin með Jared Fogle sem léttist um 110 kíló með því að borða eingöngu hjá Subway. „Það er jú engin steiking hjá Subway, en það var enginn að spá í heilsu- þáttinn í byrjun,“ segir Skúli. „Síðar hafa margir leikið afrek Jareds eftir, meira að segja einn verslunarstjóri hjá okkur gerði þetta og tók sig verulega niður.“ Kann að selja samlokur Saga Subway er bandarísk uppgangssaga eins og þær gerast bestar. Skúli kann hana vel: „Þeir sem stofnuðu Subway árið 1965 eru enn þá eigendur. Þá var Fred De Luca sautján ára og fékk lánaða 1000 dollara til að hefja reksturinn hjá fjölskylduvini, Peter Buck, sem var prófessor í háskóla. Fred þennan langaði nú bara til að eignast peninga og Peter stakk upp á því að hann opnaði samlokustað. Þúsund dollarar var sæmilegur peningur árið 1965 og nóg til að opna fyrsta staðinn. Síðan þá eiga þeir 50/50 í fyrirtækinu. Til að gera langa sögu stutta varð Subway smám saman að því stórveldi sem það er. Í dag eru um 32.000 Subway-staðir í níutíu og einu landi og það opnar nýr Subway-staður einhvers staðar í heiminum á fimm klukkustunda fresti.“ Hvernig komst þú út úr hruninu svo- kallaða? „Mjög vel. Lykilatriðið í því er eigin- lega það að við misstum af góðærinu. Ég gleymdi að taka þátt í því. Fyrir vikið er ég með skuldlaust fyrirtækið í dag.“ Hvernig gastu gleymt góðærinu? „Með því að skuldsetja mig ekki. Það hefur verið sami eigandi frá upphafi. Við byggðum okkur bara upp og borguðum niður skuldir í góðærinu. Það voru nátt- úrulega skuldir í byrjun því ég átti engan pening þegar ég startaði þessu. En það er búið í dag. Það er ekki ein króna í skuld.“ En var ekki pressa á þér að „gera eitt- hvað sniðugt“? „Jú, jú, og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa hvorki selt né tekið þátt í hinu og þessu sem var verið að bjóða manni.“ Hverju þakkarðu það helst að hafa misst af góðærinu? „Áhugaleysi á að skuldsetja mig og bara vantrú á því sem var í gangi. Ég kann að selja samlokur og skil að maður geti haft hagnað af mismuninum á því að kaupa inn og selja út – en ég skildi aldrei þessa gjörninga og skil þá ekki enn þá. Þetta var bisness sem ég skil ekki og ég fer ekki út í bisness sem ég skil ekki. Á tímabili í mesta góðærinu var maður alveg hættur að skilja þetta og var aðallega að spá í það hvað maður væri tregur.“ Má kannski segja að það hafi hjálpað þér að vera „gamaldags“? „Já, en það þykir ekki „gamaldags“ lengur. Það skiptir miklu máli í dag að við séum ekki skuldsett því þá getum við boðið vöruna á almennilegu verði. Við þurfum ekki að leggja á vöruna af því við erum að hugsa um hundruð milljón króna skuldir hér og þar. Þetta gerir okkur kleift að halda verðinu niðri. Bátur mánaðarins, sem er næg máltíð fyrir flesta, er á 349 kr. Þú finnur þannig verð ekki víða.“ Bátur daglega Skúli rekur að auki níu Subway-staði í Finnlandi og tvo Sbarro-staði á Íslandi í samstarfi við Steingrím Bjarnason. Skúli er með um 300 manns í vinnu á Íslandi en hann segist langt frá því að þekkja þá alla með nafni. „Nei, nei, ég er nú bara eigandi og stjórnarformaður. Ég er með frábæran framkvæmdastjóra, Gunnar Skúla Guð- jónsson, sem stjórnar fyrirtækinu, mjög góðan starfsmannastjóra sem sér um starfsmannamálin og mjög gott starfsfólk í heildina.“ Ert þú eins og Jóhannes í Bónus og kemur og setur á einn og einn bát? „Nei, en ég var í því þegar staðurinn opnaði. Sérfræðingarnir frá Subway sem voru við opnunina sögðu strax að ég ætti að fá aðra til að búa til báta. Ég var ekki mjög snöggur og þótti ekki efnilegur. En ég versla mjög oft á stöðunum. Eiginlega daglega. Það eru ekki margir sem þekkja mig svo ég er algengur leynigestur. Ég fylgist mjög vel með að allt sé í lagi. Ég er búinn að borða þessa báta í 21 ár og fæ ekki leiða á þeim.“ Hvernig bát færðu þér? „Núna er ég að hugsa um línurnar svo ég fæ mér kjúklingabringu og sinneps- sósu. Það er engin fita í henni. Og allt ferska grænmetið með. Fyrstu árin borð- aði ég ekkert nema túnfisk og helst með beikoni. Þá var maður ekkert að hugsa um línurnar.“ Gleymdi að taka þátt í góðærinu Fyrsti Subway-staðurinn á Íslandi var opnaður 11. september 1994 og því er haldið upp á 15 ára afmæli keðjunnar á Íslandi um þessar mundir. Fyrirtækið er skuldlaust og eigandinn Skúli Gunnar Sigfússon þakkar það helst skilningsleysi á góðærinu. Dr. Gunni spjallaði við hann. ÞAÐ BORGAÐI SIG AÐ VERA GAMALDAGS Skúli Gunnar Sigfússon við fyrsta Subway-staðinn á Íslandi í Faxafeni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 iPod nano á ári fyrir Aukakrónur Þú getur keypt þér einn 8 GB iPod nano á ári í Apple-búðinni fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * M .v . 1 5 0 þ ú su n d k r. in n le n d a ve rs lu n á m án u ð i, þ .a . 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . / S já n án ar á w w w .a u ka kr on u r.i s. * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 0 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.