Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 68
40 10. október 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
„Vissulega má segja að þessi verslun sé
orðin að stofnun, enda hefur hún verið
hluti af uppvexti og tilveru flestra Hús-
víkinga og Þingeyinga,“ segir Friðrik
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bóka-
verslunar Þórarins Stefánssonar á
Húsavík. Ásamt Magneu Magnúsdótt-
ur eiginkonu sinni er Friðrik einnig
eigandi verslunarinnar, sem fagnar
hundrað ára verslunarafmæli á þessu
ári. Af því tilefni verður viðskiptavin-
um boðið til veislu klukkan 10 í dag.
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar
var stofnuð árið 1909 og er ein elsta
starfandi bókabúð á landinu. Friðrik
segir hana í öllu falli vera þá lang-
elstu sem ávallt hafi starfað undir
sömu kennitölunni. „Þótt Eymundsson
hafi byrjað að sýsla með bækur fyrir
aldamót hefur ansi oft verið skipt um
rekstraraðila og kennitölu hjá þeirri
verslun. Það er nokkurs virði nú þegar
kennitöluflakk virðist vera venjan í
dag,“ segir Friðrik og hlær.
Þórarinn Stefánsson, stofnandi
verslunarinnar, rak búðina allt þar til
upp úr miðri síðustu öld þegar Ingvar
sonur hans tók við taumunum. Ingv-
ar rak búðina til dauðadags og það var
svo fyrir níu árum sem hjónin Friðrik
og Magnea tóku við rekstrinum ásamt
foreldrum Friðriks. Síðustu þrjú árin
hafa Friðrik og Magnea alfarið séð um
verslunina. „Móðir mín starfaði hér í
heil sjö ár á sjöunda áratugnum og mitt
fyrsta starf var sem vikapiltur í búð-
inni þegar ég var tíu ára gamall. Það
er gaman að því hvernig þetta hefur
tengst í gegnum tíðina,“ segir Friðrik.
Auk þess að boðin séu til sölu bækur
og ritföng er ýmislegt fleira hægt að fá
í versluninni hjá Friðriki og Magneu.
Þar má nefna gjafavöru, barnaleikföng
og vörur sem tengjast ferðamennsku.
Þá selur verslunin raftæki í samstarfi
við Ormsson og er þjónustuaðili Sím-
ans á Húsavík. „Búðin er nánast eins
og kaupfélag. Þetta er eina bókaversl-
unin á Húsavík, enda ekki markað-
ur fyrir margar slíkar búðir í svona
plássi eftir að farið var að selja bækur
í matvöruverslunum fyrir jólin,“ segir
Friðrik.
Í veislunni í dag verður viðskipta-
vinum boðið upp á veitingar, auk þess
sem fjöldi tilboða verður í búðinni í til-
efni tímamótanna. „Þetta er afbragðs
tækifæri til að gleðjast, breyta til og
gera eitthvað nýtt,“ segir Magnea
Magnúsdóttir. kjartan@frettabladid.is
BÓKABÚÐ ÞÓRARINS STEFÁNSSONAR: FAGNAR HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI
HLUTI AF TILVERU HÚSVÍKINGA
DAVID LEE ROTH
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954.
„Einu sinni átti ég í vandræðum
með eiturlyf. En núna þéna ég
nægilega af peningum.“
David Lee Roth er bæði uppruna-
legi og núverandi söngvari banda-
rísku rokkhljómsveitarinnar Van
Halen. Auk þess hefur hann hljóð-
ritað fjöldann allan af sólóplötum,
ritað ævisögu sína og reynt fyrir sér
sem útvarpsmaður.
Þennan dag fyrir 37 árum sletti Helgi Hóseas-
son skyri á forseta Íslands, biskup og þingmenn
við setningu Alþingis.
Helgi var þekktur mótmælandi og sem slíkur
oft nefndur Mótmælandi Íslands. Það var einn-
ig nafnið á heimildarmynd um Helga eftir Þóru
Fjeldsted og Jón Karl Helgason sem frumsýnd
var árið 2003.
Helgi Hóseasson fæddist árið 1919 og hóf
að mótmæla af krafti árið 1962. Hann taldi sig
hafa verið óréttlæti beittur af íslenska ríkinu frá
fæðingu og vildi fá kirkju, dómstóla eða annað
yfirvald til að rifta skírnarsáttmála sínum. Helgi
hafði ekki fengið kröfum sínum framgengt við
andlát sitt fyrir tæpum mánuði. Síðar mótmælti
Helgi einnig stuðningi íslensks ríkisvald við stríð
og ójöfnuð.
Eftir andlát Helga hafa margir lýst yfir þeim
vilja sínum að minnisvarði um hann verði
reistur á horninu á Langholtsvegi og Holtavegi,
þar sem Helgi stóð gjarnan og mótmælti. Enn
hefur ekki verið ákveðið hvort af verður eða
hvernig minnisvarða verði um að ræða.
ÞETTA GERÐIST: 10. OKTÓBER 1972
Helgi sletti skyri á ráðamenn
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MERKISATBURÐIR
732 Orrustan við Tours, nærri
Poitiers, þar sem Karl
hamar og Frankar stöðva
framsókn Mára inn í Evr-
ópu.
1138 Jarðskjálfti verður í Al-
eppo í Sýrlandi. Talið er
að 230.000 hafi látist.
1945 Sjómannaskólinn vígður
á Rauðárholti.
1970 Fídji-eyjar öðlast sjálf-
stæði frá Bretum.
1970 Auður Auðuns tekur
við embætti dóms- og
kirkjumálaráðherra. Hún
er fyrsti kvenráðherra Ís-
lands.
1974 Norræna eldfjallastöð-
in er formlega opnuð í
Reykjavík.
2001 Verslunarmiðstöðin
Smáralind í Kópavogi
formlega opnuð.
AFMÆLI
GUY RITCHIE
LEIKSTJÓRI
ER 41 ÁRS.
COLIN FIRTH
LEIKARI ER
49 ÁRA. HJÓNIN Friðrik og Magnea hafa starfað í versluninni síðastliðin níu ár. MYND/ÚR EINKASAFNI
Umhverfisráðuneytið og
Náttúrufræðistofnun Íslands
hafa búið til ljósmyndasýn-
ingu til að vekja athygli á
loftslagsbreytingum og áhrif-
um þeirra í náttúru Íslands.
Sýningin verður í dag
á Hótel Hilton Nordica í
Reykjavík en svo er stefnt að
því að setja hana víðs vegar
upp í haust, þar á meðal í
skólum.
Á einni af myndunum sem
Jóhann Óli Hilmarsson tók
má sjá lunda með sænál, sem
er einn þeirra suðrænu fiska
sem hafa sést í auknum mæli
í hafinu í kringum landið
undanfarið. Lundinn hefur
sótt í sænál vegna skorts á
sandsíli, en talið er að hrun
í sandsílastofninum stafi af
hlýnun sjávar. Sýningunni
lýkur á Hótel Hilton Nordica
í dag klukkan 13.
Sýning á umhverfisþingi
SÆNÁL Lundi sækir í þennan fisk
vegna skorts á sandsíli.
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Steingrímur Jónasson
Hlynsölum 1, Kópavogi,
lést mánudaginn 5. október að Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Grund í Reykjavík. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju, fimmtudaginn 15. október kl. 15.00.
Rósa Steingrímsdóttir Stefán Hjörleifsson
Jón Þór Steingrímsson Sheida Keshtkar
Bjarney Kolbrún Garðarsdóttir
Tryggvi Garðarsson
Rebekka Stella, Tryggvi Þór, Ástþór, Silja,
Harpa, Steingrímur Kolbeinn,
Róbert Ingi, Andri Snær.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
MOSAIK
Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts ást-
kærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Önnu Árnadóttur,
Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík.
Innilegar þakkir til starfsfólks deildar D1 á Landakoti
og starfsfólks Sóltúns.
Jón Tómasson
Elinborg Jónsdóttir
Valgerður Katrín Jónsdóttir
Margrét Jónsdóttir Ragnar Sigurðsson
Guðmundur Árni Jónsson Lára Nanna Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.