Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 74
46 10. október 2009 LAUGARDAGUR Það eru byltingarkenndar þreif- ingar við nýjar línur í verslun hinna geðþekku hjóna, Svav- ars Péturs og Berglindar Häs- ler, Havarí í Austurstræti 6. Þar er nú kominn kimi fyrir mynd- list, Gallerí Havarí, og að auki eru Havarí og Café Haítí komin í samstarf. Havarí hefur stimplað sig rækilega inn í verslunar- og menningarlíf miðborgarinnar. Í dag klukkan tvö opnar Gallerí Havarí og munu tíu framsækn- ustu myndlistarmenn þjóðarinn- ar sýna og selja verk. Að sjálfsögðu mun óreiða og hentistefna einkenna sýningar- stjórn Havarís eins og gera má ráð fyrir í stefnufestu nafnsins. Samfara þessari nýbreytni hefj- ast kaffiveitingar á staðnum en Havarí hefur gert samstarfs- samning við Café Haítí, minnsta (og besta?) kaffihús landsins sem hefur aðalstöðvar sínar á Tryggvagötu. Nú geta gestir og viðskiptavinir Havarís sopið kaffið kræsilega meðan þeir njóta tónlistar og myndlistar. Á veggjunum frá laugardegi verða verk eftir Lóu Hlín Hjálm- týsdóttur, sem gerir myndasögur í Reykjavík Grapevine og syngur með FM Belfast. Sindri Már Sig- fússon, meistarinn í hljómsveit- inni Seabear og Sin fang bous á þar verk. Ísak Óli Sævarsson var greind- ur einhverfur um fjögurra ára aldur og hefur alla tíð teiknað daginn út og daginn inn. Hann teiknar næstum bara þekktar teiknimyndapersónur úr sögum sem lesnar hafa verið fyrir hann og málar þær á striga. Ingibjörg Birgisdóttir hefur gert albúm fyrir múm og Sea- bear sem hún starfar í. Davíð Örn Halldórsson hefur verið að gera það gott í listheimi undan- farið, litrík málverk hans virð- ast falla í kramið. Þrándur Þór- arinsson nam meðal annars málaralistina hjá Odd Nerdrum. Þrándur sækir viðfangsefni sín í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar. Bjargey Ólafsdóttir hefur komið víða við á viðburðaríkum ferli. Bjargey sýnir teikningar í Havaríi. Halldór Ragnarsson hefur hannað plötuumslög meðal annars fyrir Curver, Kimono, Borko og Hudson Wayne. Hann er bassaleikari Seabear. Hugleik Dagsson þekkja allir. Sigtryggur Berg Sigmarsson er fæddur á Akureyri og er fræg- ur fyrir gjörninga, myndlist og innsetningar auk þess að hafa starfað með hljómsveitinni Stilluppsteypu um árabil. Bætist við í búðinni Havarí MYNDLIST Listabúllan Havarí tekur upp myndlistarsýningar og kaffiveitingar. Frúin Berglind þrífur glugga en Svavar Pétur segir til. Melodía, sem kom út á diski í fyrra og geymir lög sem varðveitt eru í svokölluðu handriti, fær heldur betur hrósið í nýjasta blaði hins virta breska tónlistartímarits Gramophone. Þar er diskurinn sem Árni Heimir Ingólfsson á stóran heiður af sem stofnandi og stjórn- andi söngsveitarinnar Carminu, valinn af ritstjóra og fær heiðursess í umfjöllun blaðsins um nýja diska. Blaðið er leiðandi í umfjöllun um sígilda tónlist í hinum engilsaxneska heimi. Lokaorð Davids Fallows í umsögn hans eru lýsandi: Allt safnið er sigur. Melodía geymir safn veraldlegra og andlegra lagasmíða sem hafa í tengslum við útgáfuna verið raktar til fjarlægra frumheim- ilda sumar: hér eru lagboðar eftir Senfl og Hof- heimer frá um 1500 og Lofgjörð Maríu sem aðeins er kunn annars staðar í katalónsku safni frá síðari hluta fjórtándu aldar. Með umfjöllun, sem hefur þær Kristínu Ernu Blöndal og Mörtu Guðrúnu Halldórsdótt- ur til skýjanna fyrir raddfegurð, er birt viðtal við Árna þar sem hann gerir grein fyrir sér og framtakinu. - pbb Melodíu hrósað TÓNLIST Árni Heimir Ingólfsson og diskurinn lofaði. Stjórnandi er kanadíski Vestur-Íslendingurinn Richard Gillis Einleikari er Björn Thoroddsen, gítarleikari Flutt verður tónlist eftir þá Björn og Gillis í nýjum útsetningum Gillis, en þeir tveir eiga að baki langt og mikið samstarf, m.a. í hljómsveitinni Cold Front. Björn Thoroddsen er löngu landskunnur gítarleikari, en Richard Gillis er prófessor við Tónlistarháskólann í Winnipeg og stjórnandi The Winnipeg Jazz Orchestra. Ráðhús Reykjavíkur Sunnudag 11. okt. kl. 16:00 Aðgangur ókeypis Björn Thoroddsen Richard Gillis & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.