Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 78

Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 78
50 10. október 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Ég fer öðruvísi að þessu. Ég höfða ekki mál af því að mér gæti ekki verið meira sama.“ NICOLE KIDMAN um slúðursögur sem skrifaðar eru um hana í tímaritum. „Það að eiga hræðilegan leik í stórmynd er verra fyrir ferilinn en að eiga stórleik í hræðilegri mynd og fá engan pening fyrir.“ RENÉE ZELLWEGER um þá áhættu sem fylgir hlutverkavali. Hljómsveitin Skítamórall hélt tvenna tónleika á skemmtistaðnum Rúbín í fyrrakvöld í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu. Tónleikarnir voru teknir upp og verða gefnir út á geisla- og mynddiski fyrir jólin. Á tónleikunum fór hljómsveitin yfir ferilinn og lék lög af öllum plötum sínum, flest órafmögn- uð. Margir góðir gestir lögðu Skíta móral lið, þar á meðal Helgi Björnsson, Sammi úr Jagúar og Roland Hartwell sem stjórnaði strengjasveit. Tvítugsafmæli Skítamórals SPENNTIR GESTIR Kristín María, Örvar Arnarsson, Dagbjört Hlín Sigurðardóttir og Halldór Þorsteinsson skemmtu sér vel á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GAMAN Á SKÍMÓ Hulda Proppé, Gassi, Samúel Bjarki og Júlía Rós létu sig ekki vanta á tónleikana. Á RÚBÍN Íris Aðalsteinsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir voru á meðal gesta á Rúbín. ÞRÍR GÓÐIR Halldór Jóhannsson, athafnamaðurinn Einar Bárðarson og Guðmundur Gíslason hlustuðu á Skítamóral. Styrktarakstur fyrir Daníel Sigurðs- son rallökumann fer fram við Litlu Kaffistofuna klukkan 13 í dag. Þar gefst færi á að skoða rallíbíla og ræða við þaulreynda ökuþóra og geta þeir óhræddustu fengið að aka rallíbíl sjálfir. Daníel hóf að keppa á Íslandi árið 1998 og varð Íslands- meistari nýliða árið árið eftir. Árið 2007 hóf hann að keppa í Bretlandi og hefur gott gengi hans vakið nokkra athygli fjölmiðla þar í landi. „Daníel er að fara til Wales eftir tvær vikur að keppa í heimsmeistara mótinu í rallakstri og þessu fylgir kostnaður upp á margar milljónir. Hugmyndin var að reyna að styrkja hann í ferðinni út og kynna um leið íþróttina fyrir almenningi,“ segir Jón Þór Jóns- son, einn skipuleggjanda styrktar- akstursins. Hægt er að skrá sig í akstur í síma 824 0670. - sm Rabbað við rallökumenn JÓN ÞÓR JÓNSSON Einn aðstandenda styrktaraksturs sem fram fer við Litlu Kaffistofuna í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Það að vera giftur þýðir að ég get rekið við og borðað ís í rúminu.“ BRAD PITT um hjónaband. Hann var eitt sinn giftur leikkonunni Jennifer Aniston. MENNINGARSJÓÐUR KVENNA Á ÍSLANDI auglýsir eftir UMSÓKNUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.