Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 81

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 81
LAUGARDAGUR 10. október 2009 53 LIFÐU VEL! Ferskur Floridana í nýjum umbúðum F í t o n / S Í A Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leik- myndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. „Það er alltaf gaman að fá svona verkefni,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður, sem hann- ar leikmyndina fyrir verkið Fjöl- skylduna sem Hilmir Snær Guðna- son leikstýrir og verður eitt af flaggskipum Borgarleikhússins í ár. Leikmyndin er einstök að því leytinu að þriggja hæða hús er nú risið á stóra sviði Borgarleikhúss- ins og leikararnir ganga um á vír- netsgólfi. Börkur segir að eitthvað hafi þurft að vinna í lofthræðslu sumra leikaranna en vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem voru eitthvað smeykir við hæðina. „Það eru ekk- ert allir jafn öruggir með þetta, en þetta er allt að koma.“ Börkur útskýrir að inn í verkið sé skrifað ættaróðal, hálfgert fjöl- skyldusetur, en verkið gerist að mestu leyti þar inni. Húsið er opið og hálfgerð beinagrind. „Allir leik- arar sem koma inn í húsið eru því í sýningunni allan þann tíma og eru að leika þótt þeir séu kannski ekki í sviðsljósinu. Við getum því fylgst með ferðalagi þeirra um húsið,“ útskýrir Börkur og bætir því við að þótt leikmyndin sé kannski martröð fyrir lofthrædda leikara sé hún draumur fyrir ljósamenn. „Yfirleitt eru þeir að berjast við veggi og þök en það eru hins vegar engir slíkir á þessu húsi,“ útskýr- ir Börkur en húsið teygir sig yfir allt sviðsopið. Leikmyndahönnuðurinn segir miklar pælingar liggja að baki þessari leikmynd, eins og reyndar flestöllum leikmyndum, og verður eilítið hugsi þegar hann er spurð- ur hvort þetta sé hans stærsta verk hingað til. „Leikmyndin við Woyzeck var nokkuð stór en hún gerðist öll í stóru rými þannig að já, þetta er sennilega mín stærsta leikmynd, þar sem leikarar leika beinlínis í loftinu líka,“ segir Börk- ur. Hann segir leikarana hafa tekið leikmyndinni vel þótt hún sé nokk- uð krefjandi. „Íslenskir leikarar eru alveg sérlega góðir í að laga sig að aðstæðum, þeir eru ekkert að kvarta. En auðvitað útheimtir sýningin líkamlegt úthald og rým- istilfinningu og fólk þarf að vera vel einbeitt í byrjun meðan það er að venjast leikmyndinni. Þetta kemur samt allt bara með kalda vatninu og æfingunum.“ freyrgigja@frettabladid.is Ekki fyrir lofthrædda leikara „Við vorum beðnir um að taka eina tónleika á Eistnaflugi í sumar, sem við gerðum. Eftir það ákváð- um við að klára nokkur lög sem við höfðum samið en aldrei full- klárað og þess vegna var hljóm- sveitin endurvakin,“ segir Agnar Eldberg gítarleikari um endur- komu harðkjarnahljómsveitar- innar Klink sem mun spila á Dill- on í kvöld ásamt hljómsveitunum Retrön og Celestine. Haukur Valdimar Pálsson mun fylla skarð bassaleikarans Árna Hauks Jóngeirssonar sem búsett- ur er í Danmörku. Bassafantur- inn Þröstur Jónsson verður einnig fjarri góðu gamni því sá stundar sjómennsku af miklum móð þessa stundina. „Við erum svaka spenntir fyrir tónleikunum í kvöld, þetta verð- ur brjáluð þungarokksbomba. Við ætlum að þrusa í gegnum sjö lög, það er ekki hægt að spila þunga- rokk í einn og hálfan tíma, ég held að það sé bara ekki á færi dauð- legra manna,“ segir Agnar, sem lofar gallsúrri stemningu. Hljómsveitin hefur ekki gefið út plötu síðan 666 gráður norður kom út og segir Agnar að verið sé að vinna að nýju efni. „Við erum að rifja upp gömul áður óútgefin lög og erum að semja nokkur til við- bótar. Þegar það er búið ætlum við að reyna að koma okkur í stúdíó einhvers staðar. Ef einhver hefur áhuga á að aðstoða okkur í þeim málum má sá hinn sami gefa sig fram.“ Tónleikarnir hefjast klukk- an 21.30 og er aðgangseyrir 499 krónur. - sm Brjáluð þungarokksbomba Söngvarinn Liam Gallager hefur lýst því yfir að Oasis muni ekki starfa áfram án bróður hans, Noels. „Oasis er hætt. Við vitum það öll,“ sagði Liam. „Það er synd en svona er lífið. Við áttum góðan tíma saman. Málið er að við stöðvuð- um Oasis sjálfir, enginn annar gerði það fyrir okkur, sem er frekar svalt.“ Enn þá andar köldu á milli þeirra bræðra eftir að Noel sagði skilið við sveitina í París. „Við eigum langt í land enn þá, en hver veit?“ sagði Liam. Hann einbeitir sér núna að fatalínu sinni, Pretty Green, á meðan hann íhugar næstu skref í tónlistinni. Oasis heldur ekki áfram Álftagerðisbróðirinn Óskar Péturs- son hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Allt sem ég er. Tónlistin er eftir Björgvin Þ. Valdimarson og gestasöngvarar eru Björgvin Halldórsson, Guðrún Gunnars- dóttir og Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, sem syngur lagið Neyslu(kv)æði þar sem gert er góðlátlegt grín að neysluæði Íslend- inga. Björgvin Þ. Valdi- marsson og Óskar hafa starfað mikið saman og hefur Óskar ásamt bræðrum sínum sung- ið þó nokkuð af lögum Björgvins, þar á meðal hið vinsæla Undir Dalanna sól. „Þetta meiðir engan,“ segir Óskar um tónlistina á plöt- unni og tekur fram að textarn- ir hafi verið smekklega valdir af Björgvini. Meðal textahöfunda eru Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Kristj- án Hreinsson, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness og Sigurbjörn Einarsson. Óskar hefur í nógu að snúast í tónlistinni og er bókað- ur langt fram í tímann. „Það er nóg að gera við jarðarfarirnar og síðan eru það afmælisveisl- ur og aðrar stórhátíðir,“ segir hann. - fb Fjórða plata Óskars ÓSKAR PÉTURSSON Álftagerðisbróðirinn hefur sent frá sér sína fjórðu sóló- plötu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EINSTÖK LEIKMYND Börkur hefur hannað þriggja hæða hús en gólfið er vírnet sem leikararnir ganga á. Draumur ljósamannsins, segir Börkur, en hálfgerð martröð fyrir lofthrædda leikara. LIAM GALLAGHER ENDURVAKIN Harðkjarnahljómsveitin Klink hefur verið endurvakin og heldur tónleika á Dillon í kvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.