Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 82

Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 82
54 10. október 2009 LAUGARDAGUR Todmobile heldur tuttugu ára afmælistónleika í Íslensku óperunni 4. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Við höfum ekki haldið tónleika þarna síðan okkar fyrstu fimm starfsár. Þá var þetta fastur liður eins og venjulega, alltaf á haustin,“ segir gítarleikarinn Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. „Fyrstu tónleikarnir sem við héldum voru þar, þannig að við berum afskaplega hlýjar tilfinningar til þess sem húsið hefur upp á að bjóða.“ Ný safnplata frá Todmobile kemur út 2. nóvember og þar verða tvö ný lög sem eru í vinnslu um þess- ar mundir. Annað þeirra nefnist Ertu ekki að djóka í mér? „Það er alltaf skemmtilegra þegar menn eru að fara í svona upprifjun að koma með eitthvað smá krydd,“ segir Þorvaldur um nýju lögin og bætir við að þau séu í anda hins vinsæla Lof mér að sjá. Tæp tvö ár eru liðin síðan Todmobile hélt síðast tón- leika. Þá spilaði sveitin í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu en áður var hún ein þeirra sem stigu á svið á stór- tónleikum á Laugardalsvelli í boði Kaupþings. Næstu tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 28. október þar sem stemningin verður vafalítið gríðarleg. - fb Ný plata og afmælistónleikar Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir flóamarkaði í nemendagalleríinu Kaffistofunni í dag. „Markaðurinn hófst í gær og það gekk vonum framar. Við erum að þessu til að styrkja okkur sjálf í náminu því efniskostnaðurinn getur verið ansi hár,“ segir Krist- ína Aðalsteinsdóttir listnemi og einn aðstandenda flóamarkaðar- ins. Á flóamarkaðinum verður hægt að kaupa flíkur, málverk og ýmis- legt annað smádót og verður verð- inu að sjálfsögðu stillt í hóf. Markaðurinn er opinn í dag frá klukkan 12.00 til 18.00. - sm Flóamarkaður í Kaffistofu FLÓAMARKAÐUR Kristína Aðalsteins- dóttir listnemi vonar að skemmtileg markaðsstemning myndist í dag. Sautján ára rappari sem kallar sig Gummzter gefur á næstunni út sína fyrstu plötu, Erkiengill. Hann á ekki langt að sækja tónlist- arhæfileikana því foreldrar hans eru í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. „Ég er í aðeins öðruvísi stefnu en þau, en tónlist er tónlist,“ segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson. Foreldrar hans eru píanóleikarinn Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari. Anna sendi einmitt frá sér plötu fyrir stuttu sem kom út á vegum útgáfufyrirtækis eiginmannsins, Musis, og fékk hún fullt hús stiga í Morgunblaðinu. Plata Guðmundar kemur einnig út hjá fyrirtækinu og því má með sanni segja að fjöl- skyldan haldi vel á spöðunum hvað tónlistina varðar. Guðmundur er yngstur í fjög- urra systkina hópi og sá eini sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. Hin þrjú eru öll önnum kafin í rallíkrossi og Guðmundur útilok- ar ekki að spreyta sig á því þegar hann hefur aldur til. Átta ára byrjaði hann að spila á hljóðfæri eftir að hafa verið hvatt- ur til þess af foreldrum sínum. Hann lærði á harmóniku, píanó, klarinett og rafmagnsgítar en það var ekki fyrr en hann fór að semja sína eigin texta að hip-hopið tók völdin. Tónlistarstefnan hefur verið í nokkurri lægð undanfarið og því vill Gummzter breyta. „Það er voðalega lítill markaður fyrir þetta á Íslandi en maður verður að vera aktívur svo að orðið komist út,“ segir hann og nefnir Eminem og Promo sem sína helstu áhrifa- valda. Erkiengil tók hann upp í 23 daga lotu í 12 til 14 tíma á dag með aðstoð félaga síns Tonis. Einn- ig komu við sögu gestasöngvar- arnir Delta, Prins Leó, Spek og Ragnheiður Erla, sem eru öll úr Mosfellsbænum eins og þeir Guð- mundur og Toni. Sextán lög eru á plötunni, þar á meðal hið gríp- andi Svona á mér að líða, sem hefur notið töluverðra vinsælda. Með plötunni fylgir 24 blaðsíðna bæklingur með textum og ljós- myndum sem Guðmundur lagði mikla vinnu í. Útgáfudagur plötunnar er 22. október og verður hún fáanleg í Skífunni, 12 Tónum og Smekk- leysu. freyr@frettabladid.is SPILAR Á FJÖGUR HLJÓÐFÆRI OG FORELDRARNIR Í SINFÓ GUMMZTER Rapparinn Gummzter gefur út sína fyrstu plötu 22. október næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 10. október 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Karlakór Kjalnesinga heldur tón- leika í Guðríðarkirkju í Grafarholti. 21.00 Þursaflokkurinn verður með tónleika á Græna Hattinum við Hafnar- stræti 96 á Akureyri. 21.30 Hljómsveitin Æfing frá Flateyri verður með tónleika á Catalinu við Hamraborg í Kópavogi. 23.00 Hljómsveitirnar Bloodgroup og Sykur verða með tónleika á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Opnanir 16.00 Í Menningarmiðstöðinni Skaft- felli við Austurveg á Seyðisfirði, opnar Pétur Kristjánsson sýningu í verkefna- rýminu Bókabúðin. ➜ Fyrirlestrar 16.00 Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum mun Sigursteinn Másson flytja erindið „Andleg sjálfsvörn“ hjá Geðhjálp við Túngötu 7. ➜ Sýningar Sýning Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar hefur verið framlengd til 18. okt. Suð- suðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanes- bæ. Opið lau. og sun. kl. 14-17. Heidi Strand hefur opnað sýningu á nýjum textílverkum í Tjarnarsal Ráðhúss- ins í Reykjavík. Opið virka daga kl. 08-19 og um helgar kl. 12-18. ➜ Kvikmyndir Japönsk kvikmyndavika í boði Kvik- myndasafns Íslands og Sendiráðs Japans á Íslandi. Sýningar fara fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Sýnd verður teiknimyndin „Tíma- flakkarinn“ (Tokoi o kakeru shojo) Frá leikstjóranum Mamoru Hosoda. ➜ Dansleikir Greifarnir verða á Skemmtistaðnum SPOT við Bæjarlind í Kópavogi. Papar verða á Valaskjálf á Egilsstöðum. Sérstakur gestur verður Gylfi Ægisson. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi á Kringlukránni í Kringlunni. GCD verður á Sjallanum við Geislagötu á Akureyri. Tecno.is stendur fyrir klúbbakvöldi á Nasa við Austurvöll. Ókeypis inn til kl. 01.00. ➜ Tónlist Sýningin Trommarinn 2009 verður hald- in í sal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði 27, kl. 13-18. Sunnudagur 11. október 2009 ➜ Tónleikar 15.15 Íslenski flautukórinn flytur verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Þorkel Sigurbjörns son, Giancarlo Scarvaglieri o.fl. á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 17.00 Barbörukórinn verður með tón- leika í Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða perlur úr íslenska tónlistararfinum í útsetning- um Smára Ólafssonar. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breiðfirðingabúð við Faxafen 14. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 14.00 Opið verður í Sveinssafni (Sveins Björnssonar) í Krýsuvík þar sem boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna „Charlottenborgarárin“. ➜ Kvikmyndir 15.00 Sýndur verður fyrri hluti kvik- myndarinnar „Flóttinn“ sem byggð er á verkum Mikhaíls Búlgakov um atburði í borgarastyrjöldinni í Rússlandi um 1920. Sýningin fer fram í MÍR við Hverf- isgötu 105. Seinni hlutinn verður sýndur mánudaginn 12. okt. kl. 20. Enskur texti og aðgangur ókeypis. ➜ Leikrit 14.00 Í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi (Gerðubergi 3-5) sýnir Möguleik- húsið barnaleikritið Alli Nalli og tunglið. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrin- um 1-8 ára. ➜ Leiðsögn 14.00 Sigríður Melrós Ólafsdóttir verð- ur með leiðsögn um sýninguna Falinn fjársjóður: gersemar í þjóðareign sem nú stendur yfir í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg. 14.00 Guðrún Ásmundsdóttir og Krisín Anna Valtýsdóttir verða með fjölskyldu- leiðsögn um sýninguna Rím sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni við Sóltún. 14.00 Í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði verður boðið upp á fjöl- skylduleiðsögn og ratleik í tengslum við sýninguna „Lífróður“ sem nú stendur þar yfir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. TODMOBILE Hljómsveitin heldur upp á tvítugsafmælið sitt með tónleikum í Íslensku óperunni. Akralind 9 201 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is LAGERSALA Seljum eingöngu beint af lager okkar sem er aðeins opinn um helgar. Lítil yfirbygging = betra verð Bono - Borðstofuborð stækkanlegt 166 / 266 x 100 cm Kr. 145.800 I Lagersöluverð kr. 87.500 Slim 3ja sæta sófi kr. 169.800 I Nú kr. 135.840 Slim 2ja sæta sófi kr. 132.600 I Nú kr. 106.000Madison skenkur kr. 131.400 I Nú kr. 65.700 Edge - Hornsófi 280x200 kr. 298.700 Lagersöluverð kr. 238.900 Litir: Sand og Night Skoðið úrvalið á heimasíðu okkar www.linan.is OPIÐ UM HELGINA Laugardag 12 - 16 Sunnudag 13 - 16 2401 3ja sæta sófi kr. 324.800 I Nú kr. 194.800 2401 2ja sæta sófi kr. 310.000 I Nú kr. 186.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.