Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 82

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 82
54 10. október 2009 LAUGARDAGUR Todmobile heldur tuttugu ára afmælistónleika í Íslensku óperunni 4. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Við höfum ekki haldið tónleika þarna síðan okkar fyrstu fimm starfsár. Þá var þetta fastur liður eins og venjulega, alltaf á haustin,“ segir gítarleikarinn Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. „Fyrstu tónleikarnir sem við héldum voru þar, þannig að við berum afskaplega hlýjar tilfinningar til þess sem húsið hefur upp á að bjóða.“ Ný safnplata frá Todmobile kemur út 2. nóvember og þar verða tvö ný lög sem eru í vinnslu um þess- ar mundir. Annað þeirra nefnist Ertu ekki að djóka í mér? „Það er alltaf skemmtilegra þegar menn eru að fara í svona upprifjun að koma með eitthvað smá krydd,“ segir Þorvaldur um nýju lögin og bætir við að þau séu í anda hins vinsæla Lof mér að sjá. Tæp tvö ár eru liðin síðan Todmobile hélt síðast tón- leika. Þá spilaði sveitin í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu en áður var hún ein þeirra sem stigu á svið á stór- tónleikum á Laugardalsvelli í boði Kaupþings. Næstu tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 28. október þar sem stemningin verður vafalítið gríðarleg. - fb Ný plata og afmælistónleikar Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir flóamarkaði í nemendagalleríinu Kaffistofunni í dag. „Markaðurinn hófst í gær og það gekk vonum framar. Við erum að þessu til að styrkja okkur sjálf í náminu því efniskostnaðurinn getur verið ansi hár,“ segir Krist- ína Aðalsteinsdóttir listnemi og einn aðstandenda flóamarkaðar- ins. Á flóamarkaðinum verður hægt að kaupa flíkur, málverk og ýmis- legt annað smádót og verður verð- inu að sjálfsögðu stillt í hóf. Markaðurinn er opinn í dag frá klukkan 12.00 til 18.00. - sm Flóamarkaður í Kaffistofu FLÓAMARKAÐUR Kristína Aðalsteins- dóttir listnemi vonar að skemmtileg markaðsstemning myndist í dag. Sautján ára rappari sem kallar sig Gummzter gefur á næstunni út sína fyrstu plötu, Erkiengill. Hann á ekki langt að sækja tónlist- arhæfileikana því foreldrar hans eru í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. „Ég er í aðeins öðruvísi stefnu en þau, en tónlist er tónlist,“ segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson. Foreldrar hans eru píanóleikarinn Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari. Anna sendi einmitt frá sér plötu fyrir stuttu sem kom út á vegum útgáfufyrirtækis eiginmannsins, Musis, og fékk hún fullt hús stiga í Morgunblaðinu. Plata Guðmundar kemur einnig út hjá fyrirtækinu og því má með sanni segja að fjöl- skyldan haldi vel á spöðunum hvað tónlistina varðar. Guðmundur er yngstur í fjög- urra systkina hópi og sá eini sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. Hin þrjú eru öll önnum kafin í rallíkrossi og Guðmundur útilok- ar ekki að spreyta sig á því þegar hann hefur aldur til. Átta ára byrjaði hann að spila á hljóðfæri eftir að hafa verið hvatt- ur til þess af foreldrum sínum. Hann lærði á harmóniku, píanó, klarinett og rafmagnsgítar en það var ekki fyrr en hann fór að semja sína eigin texta að hip-hopið tók völdin. Tónlistarstefnan hefur verið í nokkurri lægð undanfarið og því vill Gummzter breyta. „Það er voðalega lítill markaður fyrir þetta á Íslandi en maður verður að vera aktívur svo að orðið komist út,“ segir hann og nefnir Eminem og Promo sem sína helstu áhrifa- valda. Erkiengil tók hann upp í 23 daga lotu í 12 til 14 tíma á dag með aðstoð félaga síns Tonis. Einn- ig komu við sögu gestasöngvar- arnir Delta, Prins Leó, Spek og Ragnheiður Erla, sem eru öll úr Mosfellsbænum eins og þeir Guð- mundur og Toni. Sextán lög eru á plötunni, þar á meðal hið gríp- andi Svona á mér að líða, sem hefur notið töluverðra vinsælda. Með plötunni fylgir 24 blaðsíðna bæklingur með textum og ljós- myndum sem Guðmundur lagði mikla vinnu í. Útgáfudagur plötunnar er 22. október og verður hún fáanleg í Skífunni, 12 Tónum og Smekk- leysu. freyr@frettabladid.is SPILAR Á FJÖGUR HLJÓÐFÆRI OG FORELDRARNIR Í SINFÓ GUMMZTER Rapparinn Gummzter gefur út sína fyrstu plötu 22. október næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 10. október 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Karlakór Kjalnesinga heldur tón- leika í Guðríðarkirkju í Grafarholti. 21.00 Þursaflokkurinn verður með tónleika á Græna Hattinum við Hafnar- stræti 96 á Akureyri. 21.30 Hljómsveitin Æfing frá Flateyri verður með tónleika á Catalinu við Hamraborg í Kópavogi. 23.00 Hljómsveitirnar Bloodgroup og Sykur verða með tónleika á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Opnanir 16.00 Í Menningarmiðstöðinni Skaft- felli við Austurveg á Seyðisfirði, opnar Pétur Kristjánsson sýningu í verkefna- rýminu Bókabúðin. ➜ Fyrirlestrar 16.00 Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum mun Sigursteinn Másson flytja erindið „Andleg sjálfsvörn“ hjá Geðhjálp við Túngötu 7. ➜ Sýningar Sýning Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar hefur verið framlengd til 18. okt. Suð- suðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanes- bæ. Opið lau. og sun. kl. 14-17. Heidi Strand hefur opnað sýningu á nýjum textílverkum í Tjarnarsal Ráðhúss- ins í Reykjavík. Opið virka daga kl. 08-19 og um helgar kl. 12-18. ➜ Kvikmyndir Japönsk kvikmyndavika í boði Kvik- myndasafns Íslands og Sendiráðs Japans á Íslandi. Sýningar fara fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Sýnd verður teiknimyndin „Tíma- flakkarinn“ (Tokoi o kakeru shojo) Frá leikstjóranum Mamoru Hosoda. ➜ Dansleikir Greifarnir verða á Skemmtistaðnum SPOT við Bæjarlind í Kópavogi. Papar verða á Valaskjálf á Egilsstöðum. Sérstakur gestur verður Gylfi Ægisson. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi á Kringlukránni í Kringlunni. GCD verður á Sjallanum við Geislagötu á Akureyri. Tecno.is stendur fyrir klúbbakvöldi á Nasa við Austurvöll. Ókeypis inn til kl. 01.00. ➜ Tónlist Sýningin Trommarinn 2009 verður hald- in í sal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði 27, kl. 13-18. Sunnudagur 11. október 2009 ➜ Tónleikar 15.15 Íslenski flautukórinn flytur verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Þorkel Sigurbjörns son, Giancarlo Scarvaglieri o.fl. á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 17.00 Barbörukórinn verður með tón- leika í Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða perlur úr íslenska tónlistararfinum í útsetning- um Smára Ólafssonar. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breiðfirðingabúð við Faxafen 14. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 14.00 Opið verður í Sveinssafni (Sveins Björnssonar) í Krýsuvík þar sem boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna „Charlottenborgarárin“. ➜ Kvikmyndir 15.00 Sýndur verður fyrri hluti kvik- myndarinnar „Flóttinn“ sem byggð er á verkum Mikhaíls Búlgakov um atburði í borgarastyrjöldinni í Rússlandi um 1920. Sýningin fer fram í MÍR við Hverf- isgötu 105. Seinni hlutinn verður sýndur mánudaginn 12. okt. kl. 20. Enskur texti og aðgangur ókeypis. ➜ Leikrit 14.00 Í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi (Gerðubergi 3-5) sýnir Möguleik- húsið barnaleikritið Alli Nalli og tunglið. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrin- um 1-8 ára. ➜ Leiðsögn 14.00 Sigríður Melrós Ólafsdóttir verð- ur með leiðsögn um sýninguna Falinn fjársjóður: gersemar í þjóðareign sem nú stendur yfir í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg. 14.00 Guðrún Ásmundsdóttir og Krisín Anna Valtýsdóttir verða með fjölskyldu- leiðsögn um sýninguna Rím sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni við Sóltún. 14.00 Í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði verður boðið upp á fjöl- skylduleiðsögn og ratleik í tengslum við sýninguna „Lífróður“ sem nú stendur þar yfir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. TODMOBILE Hljómsveitin heldur upp á tvítugsafmælið sitt með tónleikum í Íslensku óperunni. Akralind 9 201 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is LAGERSALA Seljum eingöngu beint af lager okkar sem er aðeins opinn um helgar. Lítil yfirbygging = betra verð Bono - Borðstofuborð stækkanlegt 166 / 266 x 100 cm Kr. 145.800 I Lagersöluverð kr. 87.500 Slim 3ja sæta sófi kr. 169.800 I Nú kr. 135.840 Slim 2ja sæta sófi kr. 132.600 I Nú kr. 106.000Madison skenkur kr. 131.400 I Nú kr. 65.700 Edge - Hornsófi 280x200 kr. 298.700 Lagersöluverð kr. 238.900 Litir: Sand og Night Skoðið úrvalið á heimasíðu okkar www.linan.is OPIÐ UM HELGINA Laugardag 12 - 16 Sunnudag 13 - 16 2401 3ja sæta sófi kr. 324.800 I Nú kr. 194.800 2401 2ja sæta sófi kr. 310.000 I Nú kr. 186.000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.