Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 86
58 10. október 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Hinn tvítugi Gylfi Þór Sigurðsson hefur brotið sér leið inn í byrjunarlið
enska b-deildarfélagsins Reading á yfirstandandi keppnistímabili og
var á dögunum valinn leikmaður septembermánaðar hjá Woking-
ham Times. Gylfi Þór var í byrjunarliðinu í fjórum af fimm leikjum
Reading í september og þótti standa sig vel; hann skoraði til að
mynda glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu gegn Peterborough.
Gylfi Þór er eðlilega ánægður með að fá að spila en vonast jafn-
framt til þess að Reading geti farið að klifra upp stigatöfluna þar
sem félagið er í 21. sæti deildarinnar eftir ellefu leiki.
„Ég vissi ekki einu sinni að það væri eitthvert val á
leikmanni mánaðarins en það er alltaf gaman að fá
verðlaun. Þetta er búið að ganga vel hjá mér persónu-
lega en eins og stigataflan gefur til kynna gengur liðinu
ekki allt of vel. Það stendur vonandi til bóta því við
erum að spila mun betur núna en í upphafi tíma-
bilsins. Ívar [Ingimarsson] er líka kominn aftur núna
eftir meiðsli og hann er gríðarlega mikilvægur liðinu,
líkt og Brynjar Björn [Gunnarsson], því Reading er
að byggja upp nýtt lið og þeir eru báðir með mikla
leikreynslu,“ segir Gylfi Þór, sem dvaldi í láni hjá Shrewsbury og
Crewe í síðustu leiktíð og kveðst hafa lært mikið af reynslu sinni þar.
„Ég fékk náttúrlega að spila reglulega þegar ég var hjá
Shrewsbury og Crewe á láni og ég lærði sérstaklega mikið af
tíma mínum með Guðjóni [Þórðarsyni, þáverandi stjóra Crewe]
því hann hjálpaði mér mikið,“ segir Gylfi Þór.
Athygli vekur að hann hefur ekkert spilað fyrir U-21 árs
landsliðið síðan Eyjólfur Sverrisson tók við stjórn liðsins síðasta
sumar en Gylfi Þór kveðst þó gefa kost á sér í liðið.
„Það er nú ekki rétt sem kemur fram í einhverjum
viðtölum við Eyjólf að ég gefi ekki kost á mér. Ég gef
áfram kost á mér og er stoltur að spila fyrir Ísland en
ég baðst reyndar undan því að spila vináttulandsleik
gegn Danmörku í sumar. Ég var bara búinn að spila
stíft með Crewe og var þreyttur og bað Eyjólf um frí
en hann vildi það ekki og hefur ekki valið mig síðan.
Ég veit ekkert hvort hann hafi misskilið mig eða hvað
en vonandi leysist þetta mál því ég vil spila fyrir liðið,“
segir Gylfi Þór að lokum.
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON: VALINN LEIKMAÐUR MÁNAÐARINS HJÁ READING EN ER EKKI Í U-21 ÁRS LANDSLIÐI ÍSLANDS
Gef kost á mér og er stoltur að spila fyrir Ísland
FÓTBOLTI Í dag fara fram fjölmarg-
ir leikir í undankeppni HM sem fer
fram í Suður-Afríku næsta sumar.
Ellefu þjóðir hafa þegar tryggt sér
þátttökurétt í úrslitakeppninni en
fjórtán þjóðir til viðbótar eiga nú
möguleika á að bætast í þann hóp.
Þónokkrar stórþjóðir eru þó ekki
í þeim hópi og eiga því á hættu að
komast alls ekki í úrslitakeppnina.
Meðal þeirra má nefna Frakkland,
Portúgal og Argentínu.
Frakkar og Portúgalar eiga
aðeins raunhæfa möguleika á því
að tryggja sér sæti í umspili en
Argentína gæti enn sloppið við
það.
Diego Maradona og hans læri-
sveinar í argentínska landsliðinu
mæta Perú í kvöld og þurfa nauð-
synlega á sigri að halda. En jafn-
vel þótt Argentína vinni Perú í dag
þarf liðið helst einnig á sigri gegn
Úrúgvæ að halda á miðvikudaginn
kemur.
Frakkar hafa einnig verið í
miklum vandræðum í sínum riðli
í undan keppninni en ættu að eiga
sigurinn vísan gegn Færeyingum.
Margir óttast að heimsmeistara-
keppnin verði ekki söm ef menn
eins og Argentínumaðurinn Lion-
el Messi og Portúgalinn Cristiano
Ronaldo verða ekki með í Suður-
Afríku í sumar.
Sjálfur var Ronaldo tæpur fyrir
leik Portúgals gegn Ungverjaland
í kvöld en hann segist vera klár í
slaginn. Hann hefur ekki skorað
í landsleik með Portúgal síðan í
úrslitakeppni EM árið 2008.
„Ég hef engar áhyggjur af því.
Ég vil bara að Portúgal vinni leik-
inn og mér er sama hver skorar,“
sagði hann. „Ég er að spara mig
fyrir HM.“
Danir leika í sama riðli og
Portúgalar og geta tryggt sér efsta
sæti riðilsins með sigri á Svíum í
dag. eirikur@frettabladid.is
HM-sæti býðst 14 þjóðum
Fjórtán þjóðir geta í dag tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í
knattspyrnu þegar fjölmargir leikir fara fram í undankeppnum víða um heim.
Augu margra beinast fyrst og fremst að leikjum í Evrópu og Suður-Ameríku.
KÁTUR Á ÆFINGU Cristiano Ronaldo bregður á leik á æfingu portúgalska landsliðsins
í gær. NORIDC PHOTOS/AFP
GETA KOMIST Á HM Í DAG
Keppt er í fjórum heimsálfum í dag.
Evrópa: Danmörk, Sviss, Slóvakía,
Þýskaland, Serbía og Ítalía.
Afríka: Kamerún, Túnis og Alsír.
Norður- og Mið-Ameríka: Mexíkó,
Bandaríkin og Hondúras.
Suður-Ameríka: Chile og Ekvador.
FÓTBOLTI Ísland vann í gærkvöldi
8-0 stórsigur á San Marínó í und-
ankeppni EM 2011 hjá landsliðum
skipuðum leikmönnum 21 árs og
yngri.
Eins og gefur að skilja voru
yfirburðir Íslands miklir í leikn-
um. Staðan í hálfleik var 4-0.
Jóhann Berg Guðmundsson
skoraði þrjú mörk íslenska liðsins
og Rúrik Gíslason tvö, þar af eitt
úr víti. Hólmar Örn Eyjólfsson,
Almarr Ormarsson og Kristinn
Steindórsson skoruðu eitt mark
hver.
Ísland er nú í öðru sæti síns
riðils með sex stig eftir tvo leiki.
Tékkland er í efsta sæti með fullt
hús stiga eftir fjóra leiki. - esá
Stórsigur hjá U21-landsliðinu:
Jóhann Berg
með þrennu
> Helena tekur við Selfossi
Helena Ólafsdóttir var í gær ráðinn þjálfari Selfoss sem
leikur í 1. deild kvenna. Hún skrifaði undir tveggja ára
samning. „Það er mikill metnaður fyrir fótboltanum hér á
Selfossi og það hafði mikil áhrif á mína ákvörðun. Þetta
var líka hluti af fótboltanum sem ég átti eftir að prófa
enda hef ég hingað til þjálfað Val, KR og landsliðið,“
sagði Helena við Fréttablaðið.
„Ég lít þó ekki á þetta sem
skref niður á við. Mér fannst
þetta spennandi tækifæri
og það er gaman að geta
gefið eitthvað af sér hér. Ég
tel mig hafa mikið fram að
færa.“
JÓHANN BERG Horfir á eftir boltanum í
markið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM