Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 94

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 94
66 10. október 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. elds, 6. kringum, 8. skammstöfun, 9. viljugur, 11. drykkur, 12. skipastóll, 14. einkennis, 16. fyrirtæki, 17. áþekk, 18. námstímabil, 20. frú, 21. vangi. LÓÐRÉTT 1. sælgæti, 3. tímaeining, 4. nennuleysi, 5. atvikast, 7. dýr, 10. soðningur, 13. mál, 15. listi, 16. sam- ræði, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. báls, 6. um, 8. rek, 9. fús, 11. te, 12. floti, 14. aðals, 16. ms, 17. lík, 18. önn, 20. fr, 21. kinn. LÓÐRÉTT: 1. buff, 3. ár, 4. letilíf, 5. ske, 7. múlasni, 10. soð, 13. tal, 15. skrá, 16. mök, 19. nn. „Gleraugun eru póst-módernísk tilvísun í afa,“ segir rapparinn, grínistinn og lista- háskólaneminn Halldór Halldórsson, best þekktur sem Dóri DNA. Dóri hefur vakið athygli fyrir reffilega framkomu undanfarið og vilja einhverjir þakka það nýjum gleraugum á nefi rappar- ans. Gleraugun er mjög lík þeim sem Nóbel- skáldið Halldór Laxness, afi Dóra, bar á efri árum sínum og það er engin tilviljun. „Erum við ekki alltaf undir áhrifum? Þetta er samt bara eitthvað pís of sjitt sem ég fann í einhverri draslverslun. Þau eru samt svipuð og afi var með,“ segir Dóri um gleraugun sem eru meira fyrir stílinn en notagildið, enda ekki með sjóngleri. Fyr- irmyndin er geymd á heimili Nóbelskálds- ins að Gljúfrasteini, en Dóri leggur ekki í að setja þau upp. „Málið er að hann sá ekki rassgat, gleraugun hans voru svo þykk að það er nánast eins og að vera með sjónauka á sér.“ Dóri er þekktur kjaftaskur og segir að alla ævi hafi hann glímt við að vera ekki tek- inn alvarlega, en nú sé það úr sögunni. „Fólk hlustar núna,“ segir hann og játar að gleraugun skemmi ekki fyrir skapandi skrifum, en Dóri stundar nám í fræðum og framkvæmd í LHÍ. „Gleraugun setja mig í ákveðnar stellingar. Svo hjálpa þau líka við að setja í kellingar. Eins og sést á myndinni þá er ég sláandi myndarlegur með þau.“ - afb Póst-módernísk tilvísun í afa EINS OG AFI Dóri segist ekki eiga í vandræð- um með að fá athygli frá kvenþjóðinni með gleraugun á nefinu. FYRIRMYNDIN Það er erfitt að skera úr um hvor var reffilegri með gleraugun, Halldór eldri eða Halldór yngri. „Þeir eru að undirbúa samning fyrir mig sem ég er væntanlega að fara að skrifa undir,“ segir tónlist- armaðurinn Berndsen. Danska útgáfufyrirtækið Good Tape Records hefur mikinn áhuga á Berndsen eftir að hafa séð vel heppnaða tónleika hans á hátíð- inni Réttum á dögunum. Hug- myndin er að koma myndbandi hans við lagið Supertime í danska sjónvarpið og einnig að nota lagið í sjónvarpsþáttum. Dreifing á vænt- anlegri plötu hans er einnig fyrir- huguð í Skandinavíu og tónleikar sömuleiðis. „Það væri helvíti gott,“ segir hann um mögulegan samning við Danina. „Þetta er eiginlega búið að vera hálfskrítið hvernig allt er búið að þróast. Það er eiginlega eins og það sé búið að ákveða þetta fyrir mig og ég er einfaldlega að taka þátt í þessu.“ Berndsen segir að tónleikarnir á Réttum hafi gengið framar vonum. „Það var rugl stemning þar og fólk var syngjandi með lög- unum mínum,“ segir hann. „Ég var dálítið stressaður því þetta voru fyrstu tónleikarnir mínir en það voru bara allir búnir að sjá mynd- bandið mitt sem voru þarna.“ Auk Supertime hefur Berndsen gert myndband við lagið Lover in the Dark. Einhver bið verður eftir þriðja myndbandinu en hollenskur náungi hefur þegar lýst yfir áhuga á að taka það upp. - fb Dönsk útgáfa vill Berndsen BERNDSEN Samningur við danska fyrirtækið Good Tape Records er í bígerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Anna Sigríður Pálsdóttir Aldur: Verð þrítug 20. október. Starf: Hárstofueigandi. Fjölskylda: Á dóttur sem heitir Ísmey Myrra Bergmann Aronsdóttir. Foreldrar: Sigríður Ólafsdóttir, héraðsdómari í Reykjavík, og Páll Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. Búseta: 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Vog. Anna Sigríður hefur sent frá sér fyrstu íslensku hárlínuna, Psychobilly. „Jú, þetta er rétt, annars erum við bara rétt að byrja og það er varla tímabært að tala um þetta,” segir stórleikarinn Gunnar Eyj- ólfsson. Hann er nú farinn að leggja drög að ritun ævisögu sinnar ásamt sveitunga sínum, Árna Bergmann. Upphaflega stóð til að Illugi Jökulsson myndi skrifa sögu Gunnars en hann féll úr skaftinu vegna anna og Árni hljóp í skarðið. Illugi sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa mælt með Árna og kvaðst vera ánægður með að hann hefði fengist til verksins. Gunnar tekur í sama streng, er sáttur með skiptin þótt vissu- lega sjái hann eftir Illuga. „Árni er Keflvíkingur eins og ég og Keflvíkingar eru Keflvíking- ar, þeir eru öðruvísi en annað fólk,“ segir Gunnar og bætir því við, fólki til upplýsingar, að Bergmann-fjölskyldan sé ein af kjarnafjölskyldunum í Keflavík. Svo sé Árni líka góður rithöfund- ur. „Ég hef kynnst Árna mjög vel hin síðari ár,“ skýtur Gunnar að en Forlagið hefur þegar tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni. „Jóhann Páll, JPV, er áhugasam- ur maður sem fylgist vel með,“ útskýrir Gunnar. Stórleikarinn verður hálf kjaftstopp þegar hann er spurð- ur hvort þetta sé rétti tíminn til að skrifa ævisöguna. „Það hafa GUNNAR EYJÓLFSSON: EFTIRSJÁ AÐ ILLUGA EN ÁRNI ER GÓÐUR Árni Bergmann skrifar ævi- sögu Gunnars Eyjólfssonar ÆVISAGA Í SMÍÐUM Gunnar Eyjólfsson er ákaflega leyndardómsfullur og dulur yfir ævisagnaritun sinni en Árni Bergmann hefur tekið við keflinu af Illuga Jökulssyni og saman fara þeir Gunnar yfir snældur sem Gunnar á með hug- renningum sínum. margir yngri menn en ég skrif- að sína sögu, en við erum bara að byrja og ég veit ekkert hve- nær þessu lýkur. Er ekki ævin öll þegar maður fer yfir móðuna miklu?“ spyr Gunnar og leyfir sér að efast um að einhverjir bíði í ofvæni eftir því að þessi ævi- saga hans komi út. Og verður að hryggja þá sem það gera með því að það verði í það minnsta ekki fyrir þessi jól. „Góð bók má svo sem koma út hvenær sem er en auðvitað finnst mörgum gaman að gefa út bók um jólin,“ segir Gunn- ar, dulur og leyndardómsfullur um þessa ævisögu sína. Augljóst er að þessi ævisagnarit- un hefur staðið til lengi því Gunn- ar upplýsir að hann hafi tekið upp hugrenningar sínar á snældur og hann og Árni séu að fara í gegnum þær þessa dagana. „Það er ýmis- legt sem hefur á daga manns drif- ið, maður er búinn að rifja ýmsa hluti upp og þá er margt sem kemur í ljós.“ freyrgigja@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Veðurofsinn í gær setti strik í reikning fjölmargra Íslendinga. Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson þurfti að fresta för sinni til Vestfjarða þar sem hann ætlaði að sýna einleikinn Djúpið, eftir Jón Atla Sveins- son. Tónleikum Mannakorna á Skagaströnd var frestað og tökulið kvikmyndarinnar Kóngavegur 7 eftir Valdísi Óskarsdóttur tók enga áhættu og flutti tökudaginn inn í hús. Enda hefðu aðalleikararnir sennilega tekist á loft. Eins og fram kom í þessum dálki í gær kom Haffi Haff heim frá Argentínu í vikunni, en þar tók hann þátt í sjónvarpsleiknum Wipeout. Ingó Veðurguð og Ívar Guðmunds voru í sama hópi og deildu meira að segja hótelherbergi í Buenos Aires. Líkamlega heilbrigðari menn en Ívar eru vandfundnir og hefur hann vafa- laust gefið Ingó góð ráð varðandi heilbrigðan lífsstíl fyrir svefninn – þótt einhverjir telji reyndar að sá yngri hafi ekki sett sér jafn strangar útivistarreglur og sá eldri. Áhugamenn um tísku og tónlist geta farið að hlakka til marsmán- aðar á næsta ári. Útlit er fyrir að þá verði haldin úti á Granda ný og vegleg hátíð þar sem tíska, hönnun og tónlist verða í hávegum höfð. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins mun hugmyndin að þessu hafa sprottið upp eftir Iceland Fashion Week, en mikil óánægja var með framkvæmd hennar meðal íslenskra fatahönnuða. Meðal þeirra sem skipuleggja eru Eldar Ástþórsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem skipulögðu Réttir fyrir skemmstu, og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. - afb, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 30% afsl. 5.480,- 3.836,- Helgar- tilboð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.