Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 6

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 6
6 31. október 2009 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völd- um svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inni- liggjandi, þar af ellefu á gjör- gæslu. Yngsti gjörgæslusjúkling- urinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður. „Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspít- ala, um stöðuna. Hann segir spítal- ann enn starfræktan á virkjunar- stigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starf- semina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar. „Hvað varðar gjörgæsludeild- irnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnu- daginn.“ Á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru þrír inflúensusjúklingar í gær, enginn þeirra á gjörgæsludeild. Langflest inflúensutilfelli hér- lendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0 til 9 ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15 til 30 ára. Hvað varðar almenna bólusetn- ingu við inflúensunni eru horfur á að unnt verði að hefja hana fyrr en gert var áður ráð fyrir, það er í síð- ari hluta nóvember í stað desem- ber. Ástæðan er sú að meira berst af bóluefni til landsins næstu daga og vikur en reiknað var með í upp- haflegum áætlunum, samkvæmt upplýsingum Haraldar Briem sótt- varnalæknis. Um helgina koma hingað 26 þúsund skammtar og meira bóluefni síðar í vikunni. Nú er búið að bólusetja yfir 20 þúsund af alls um 75 þúsund manns sem miðað er við að séu í skilgreindum forgangshópum bólusetningar samkvæmt tilmæl- um Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, WHO. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig vegna flensufaraldursins, undir formennsku framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélags. Komi til þess að neyðarstjórn verði virkjuð starfar hún í samráði við aðgerða- stjórn almannavarna á höfuðborg- arsvæðinu. Sveitarfélögin vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðs- áætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensu- faraldur gengur yfir. jss@frettabladid.is LANDSPÍTALI Spítalinn er nú starfræktur á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar. Langur vegur er frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunar- innar, að sögn Björns Zöega forstjóra. Aldrei fleiri flensu- sjúklingar á spítala Rúmlega fjörutíu manns lágu inni á Landspítala í gær af völdum svína- flensunnar. Þar af voru ellefu á gjörgæslu. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig vegna flensufaraldursins. Mánudaginn 2. nóvember Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 SVÖRTULOFT 3.995.- HARÐSKAFI fylgir með á meðan birgðir endast. MIÐNÆTUROPNUN 31.OKT. Áritaðar bækur og heitt kaffi. LÖGREGLUMÁL Sterkur grun- ur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu Bergþórshvoli á Dalvík. Tilkynnt var um eld- inn um klukkan fimm í nótt og lauk slökkvistarfi um níu leyt- ið í morgun. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri á Dalvík segir að svæðið verði vaktað fram eftir degi enda leynist enn glæð- ur í einangrun. Ekkert rafmagn var á húsinu og segir Sigurður allar líkur á því að kveikt hafi verið í því en það hefur staðið ónotað í eitt og hálft ár. Húsið, sem er byggt á fyrri hluta síðustu aldar er talið ónýtt. Eldur á Dalvík: Hús brann á Bergþórshvoli Á ríkisstjórnin að hætta við fyrirhugaða orku- og auðlinda- skatta? Já 61,6% Nei 38,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið á McDonald´s í vikunni í tilefni af brotthvarfi staðanna af landinu? Segðu þína skoðun á vísir.is KJARAMÁL Björn Zöega, forstjóri Landspítala, hvetur þá starfsmenn spítalans sem hafa náð þeim aldri að eiga lífeyrisréttindi sem hægt er að taka út, að velta fyrir sér að minnka starfshlutfall og taka út lífeyri á móti. „Þannig gætum við mildað áhrif kreppunnar á störf yngra fólks og hjálpað okkur að verja sem flest störf,“ segir Björn í nýjum pistli sínum sem birtur er á heimasíðu spítalans. Hann segir vinnuna við fjárhagsáætlun næsta árs halda áfram. Ekki verði hægt að kynna útfærslur á öllum breytingum sem verið sé að vinna að nú fyrr en upp úr miðjum næsta mánuði. „Stefna okkar og framtíðarsýn er áfram sú sama; að vera eitt besta háskólasjúkrahús í Norður- Evrópu og vera áfram leiðandi í rannsóknum,“ segir forstjórinn. Hann segir leiðarljósið vera að vera innan fjárlaga, öryggi sjúk- linga og sjúklingamiðuð starf- semi. Loks þakkar forstjórinn starfs- mönnum frábæra frammistöðu undir því mikla álagi sem dynur á spítalanum vegna svínaflensunn- ar og segir brýnt að þeir fylgist vel með tilkynningum um stöð- una. „En brýnast er þó að við höld- um áfram að standa saman og efla alla samvinnu milli deilda og sviða í glímunni við faraldurinn,“ segir Björn. - jss Björn Zöega, forstjóri Landspítala, vill verja sem flest störf: Eldra fólk minnki starfshlutfall DÓMSMÁL Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Gunn- ars Viðars Árnasonar, sem ákærður er fyrir inn- flutning á um sex kílóum af amfetamíni hingað til lands. Gunnar neitar alfarið sök í málinu. Við aðalmeð- ferðina í gær dró saksóknari fram ýmis sönnunar- gögn sem áttu að sýna fram á sekt Gunnars í mál- inu. Meðal sönnunargagnanna eru upptökur af símtölum Gunnars við Hollendinga sem taldir eru hafa sent fíkniefnin hingað til lands. Amfetamín- ið barst hingað í hraðsendingu, sem Gunnar Viðar sótti. Hollendingar þessir komu við sögu í risastóru fíkniefnamáli sem upp kom í Ekvador í vor, þegar lagt var hald á tugi tonna af kókaíni blönduðu við melassa, eins konar dökkt síróp, í 600 brúsum. Gunnar Viðar neitar því hins vegar staðfastlega að vera sá sem heyrist í á upptökunum. Saksóknari hefur lagt fram gögn sem sýna eiga fram á annað. Þrír menn sátu upphaflega í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við málið; Gunnar, Ársæll Snorrason og Sigurður Ólason. Einungis Gunnar var ákærður. Ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar önnur mál þeirra Ársæls og Sigurðar, og ekki er útilokað að þau leiði til ákæru. - sh Gunnar Viðar Árnason hafnar því að símtöl sanni fíkniefnasmygl hans: Segist ekki tala á upptökum BJÖRN ZÖEGA Forstjóri Land- spítala þakkar starfsmönn- um frábæra frammistöðu undir því mikla álagi sem dynur á spítalanum. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.