Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 24
24 31. október 2009 LAUGARDAGUR
M
ínir nánustu
v i lj a e nd i -
lega stofna til
mannfagnaðar.
En ég tek það
ekki í mál, enda
erum við Lilja nýbúin að halda
upp á gullbrúðkaupið okkar með
voldugri veislu. Þar að auki er ég
haldinn svo djúpstæðum ótta við
svínaflensuna að ég hef afráðið að
halda mér frá fólki,“ segir Flosi
Ólafsson leikari, grallaralegri
röddu. „Ef þú trúir þessu ekki þá
verður bara að hafa það,“ bætir
hann við. „Þar að auki má ég ekki
vera að því að skemmta mér, þar
sem ég er á bólakafi í því að hjálpa
til við að koma endurútgáfu á stór-
verki mínu – Í Kvosinni – á fram-
færi. Það er nú eitthvert það leið-
inlegasta verk sem ég get hugsað
mér, að ganga manna á milli og
lofsyngja sjálfan mig og verk mín.
Mér hefur alltaf fundist drýldn-
ir og sjálfumglaðir menn heldur
óskemmtilegir. En ég get svo sem
sagt þér það í trúnaði, sem þú mátt
kannski hafa eftir mér ef þú lætur
það ekki fara lengra, að þetta er
djöfull skemmtileg og snaggara-
lega skrifuð bók.“
Í Kvosinni kom fyrst út fyrir
rúmum aldarfjórðungi, seldist þá
fljótt upp og hefur ekki verið fáan-
leg í bókaverslunum síðan. Bókin
ber undirtitilinn „æskuminning-
ar og bersöglismál“ og fjallar um
líf Flosa, frá því fyrir fæðingu og
þangað til hann var loks búinn að
„hlaupa af sér hornin og orðinn
þorstaheftur“ eins og Flosi segir
sjálfur. Þegar því stigi var náð
flutti Flosi upp í Borgarfjörð með
sinni ástkæru eiginkonu, Lilju. Það
var fyrir um tuttugu árum.
Í bókinni er, eins og mætti
ímynda sér, margar kostulegar
sögur að finna. „Þarna segir frá því
hvernig ég kynntist leyndardóm-
um ástarlífsins, sem bráðungur
maður, ja, eða barn,“ rifjar Flosi
upp. „Ég minnist þess þegar átti að
fara að kenna okkur hvernig börn-
in yrðu til, í Miðbæjarskólanum.
Þá vorum við strákarnir í sjö ára
bekk löngu orðnir doktorar í þeim
fræðum, búnir að vera í linnulaus-
um læknisleik með stóru stelpun-
um. Þær kenndu okkur allt um
það hvernig lífið og tilveran gengi
fyrir sig. Svo segi ég líka sögur af
menntaárum mínum, þegar ég fór
úr tannlækninum í þjóðhagfræði
í Háskólanum í Hamborg. Pabbi
ætlaði mér að verða tannlæknir.
En ég er voða feginn að vera eins
og ég er en ekki eins og ég átti að
verða.“
Endurútgáfa bókarinnar á hug
Flosa allan og hann má lítið vera
að því að tala um aldur sinn. „Æ,
ég hef nú enga þjálfun í því að vera
gamall, því ég hef alla tíð verið
svo ungur,“ segir hann. Einn ljós-
an punkt sér hann þó í stöðunni.
„Ég er með kransæðastíflu, sem
hefur þá góðu kosti að læknirinn
er búinn að tilkynna minni elsku-
legu og yndislegu eiginkonu að hún
verði að hafa mjög ofarlega í huga
að hún megi ekki mótmæla mér.
Allt andóf gegn mér getur nefni-
lega orsakað það að ég detti niður
dauður. Hún þarf því alltaf að vera
sammála mér, sem henni gengur
reyndar misjafnlega með. En hún
reynir sitt besta, enda afbragðs-
stelpa hún Lilja mín. Ég er voða-
lega skotinn í henni. Það er satt
að segja það eina sem lifir eftir af
mér.“
holmfridur@frettabladid.is
Í minningu Flosa
Flosi Ólafsson verður borinn til grafar í dag. Glaðværð, leiftrandi húmor og orðsnilld einkenndu Flosa allt hans líf og gerðu
hann ógleymanlegan. Hér deila samferðamenn og -konur Flosa minningarbrotum með lesendum. Flosi hefði orðið áttræður 27.
október en hann lést í kjölfar bílslyss laugardaginn 24. október. Skömmu fyrir slysið tók blaðamaður við hann afmælisviðtal, sem
fjölskylda hans hefur veitt Fréttablaðinu leyfi til að birta. Í því sést vel að lífsgleðin fylgdi Flosa fram á síðustu stundu.
VIÐ SKRIFBORÐIÐ Flosi Ólafsson var leikari, leikstjóri, skáld og rithöfundur. Hann skrifaði nokkrar bækur um ævina, enda lumaði hann á ógrynni skemmtisagna í hugarfylgsn-
um sínum. Í Kvosinni var bókanna best, að hans eigin mati. Hún var endurútgefin 27. október, daginn sem Flosi hefði orðið áttræður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Allir vita að Flosi var húmoristi,
en sumir halda að hann hafi verið
örlítið groddalegur húmoristi.
Það var hann alls ekki, nema því
aðeins að hann teldi það vera eina
rétta tóninn á þeirri stundu. Hann
spannaði nefnilega allan skalann í
húmor. Kannski af því að hann var
svo skrambi vel gefinn. Í gleðskap í
gamla daga var Flosi ævinlega ein
af helstu gleðisprautunum jafnvel
þegar margir af rómuðustu brand-
arakörlum landsins voru saman
komnir, sem ekki var óalgengt, og
oftar en ekki heima hjá honum og
Lilju í Lækjargötunni. Sem dæmi
um hárfínan og raffíneraðan húmor
Flosa leyfi ég mér að nefna ummæli
hans um fyrirbrigðið „vinnu“ sem
var að vísu yfirleitt forðast að nefna
undir slíkum kringumstæðum en
mönnum tókst þó ekki ævinlega
að flæma alveg úr huga sér, til
dæmis þegar þeir áttu að vera á
öðrum stað að standa skil á sínu
og samviskan var farin að yggla sig
í bakþankanum. Hann súmmer-
aði þetta vandamál betur upp en
nokkur annar maður sem ég veit til,
og það að Óskari Wilde meðtöldum.
Flosi sagði: „Það versta við vinnuna
er að hún slítur svo
sundur fyrir manni
daginn.“
Örnólfur Árnason
rithöfundur
SPANNAÐI ALLAN
SKALANN Í HÚMOR
„Flosi átti mjög stóran þátt í að ég gerðist skemmtikraftur sjálf. Það var í
byrjun árs árið 1998 að góð kona bað mig um að skemmta í Logalandi í
Borgarfirði. Hún þurfti að ganga mjög mikið á eftir mér með það, því ég hafði
aldrei komið fram alein áður, bara með öðrum. Svo ég bjó til prógramm, orð
fyrir orð. Ég æfði meðal annars upp aríu Karmenar, fékk pappabrjóst lánuð
hjá vinkonu minni og leigði mér Vælu Veinólínukjól,
alsettan svörtum slaufum. Svo keyrði ég þangað alein
og kvíðin. Flosi var ræðumaður kvöldsins. Hann var
á sviðinu í klukkutíma og fólk lá og veinaði – hann
var svo fyndinn. Á meðan pappabrjóstin stungust
lengra inn í hold mitt beið ég eftir því að fara næst
upp á svið. Það lá við að ég stykki út í bíl í fullum
skrúða og keyrði heim. En þegar hann lauk sínu
kom hann til mín og sagði; „sæl, elskan mín“
– alltaf jafn yndislegur – „þau bíða eftir þér.
Þau verða góð við þig“. Sem þau voru. Flosi
var búinn að koma svo miklum hlátri af
stað að þau hlógu að mér líka. Flosi var
fyrirmynd mín að mörgu leyti, með sinn
ofboðslega húmor og hjartahlýju. Þessi
samkoma í Logalandi var svo vel heppnuð
að hún varð til þess að ég fór að skemmta
ein.“
➜ FYRIRMYND Í GRÍNINU
Á ÞREKHJÓLINU Flosi, ungur og spengi-
legur, þrekmældur í nuddstofu Jóns
Ásgeirssonar í Bændahöllinni í septemb-
er árið 1970.
FAÐIR ÁRAMÓTASKAUPSINS Flosi Ólafs-
son var brautryðjandi í gerð gamanþátta
á Íslandi. Höfuðið notaði Flosi í áramóta-
skaupinu árið 1970.
LILJA OG FLOSI Þau hjónin höfðu nýlega fagnað gullbrúðkaupsafmæli, sem þýðir
að þau höfðu verið gift í fimmtíu ár. Myndin var tekin í eldhúsinu heima hjá Lilju og
Flosa árið 1986. Lilja hrærir í potti og Flosi horfir á með aðdáun.
M
YN
D
IR
/L
JÓ
SM
YN
D
A
SA
FN
R
EY
K
JA
VÍ
KU
R