Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 31. október 2009 25 „Ég varð mjög glaður þegar við fengum Flosa til að taka að sér hlutverk í Laxdælu Lárusar. Það er nú yfirleitt auðveldara að segja sögur af einhverju veseni og drama. En ég get ekki sagt slíka sögu af Flosa. Samstarfið var svo meinljúft að það hálfa væri nóg. Flosi var afskaplega blíður og það var svo mikil hlýja í kringum hann. Í myndinni leikur hann bónda sem er heldur leiðinlegur við Stefán Karl, sem leikur aðalhlutverk- ið. Hann var fagmaður fram í fingurgóma og hafði skemmtilegar hugmyndir, bæði varðandi senuna sjálfa og búninginn sinn. Honum var dröslað þarna vestur, þar sem við vorum að smala og taka upp í fjárhúsun- um. Það var heilmikið húllumhæ í kringum þetta og Flosi var ótrúlega fyndinn. Það voru algjör forréttindi að fá að vinna með þessum manni, sem hafði verið manni svona mikill innblástur í æsku. Hann var eitt af ídolunum mínum.“ Ólafur Jóhannesson leikstjóri „Flosi var fyrir mér, sem grínisti, svolítið eins og Hörður Torfa var fyrir hommunum á níunda áratugnum. Hann þorði að vera grínisti – að vera fyndinn þótt hann þyrfti að taka ýmsum afleiðingum af því, svo sem því að vera ekki tekinn alvarlega sem leikari. Að vera grínisti er nefnilega svolítið eins og að vera hommi. Maður er öðruvísi en annað fólk. Enda komast fæstir grínistar í leiklistarskóla, því þeir eru ekki alveg álitnir leikarar. Mín kynslóð var brautryðjandi í því að búa til starfsheitið grínisti. Menn eins og ég, Þorsteinn Guðmundsson og Sigurjón Kjartansson erum af fyrstu kynslóð viðurkenndra grínista á Íslandi. En fyrir mér var Flosi raunverulega fyrsti íslenski grín- istinn.“ Jón Gnarr leikari „Flosi hafði sérstaka skemmtun af því að segja auðtrúa, viðkvæmum leikurum sögur, einkum ef þeir voru kvenkyns. Einhverju sinni gerðist það að ljón í Sædýra- safninu í Hafnarfirði beit í hönd á konu. Þetta fór fyrir brjóstið á viðkvæmri, auðtrúa leikkonu og Flosi barnaði söguna strax í hennar eyru. Í meðförum Flosa hafði konan í Sædýrasafninu misst höndina og það sem meira var; að dáður og virtur tónlistarstjóri leikhússins þá, Agnes Löve, sem og er góður píanisti, hefði orðið fyrir þessu óláni (vona að Agnes fyrirgefi mér þessa endursögn). Nú datt andlitið af auðtrúa leikkonunni, auk þess sem hún var í sjokki; „guð minn góður og hún sem er píanóleikari!“ sagði þá aumingja leikkonan, en þá var Flosi fljótur til svars: „Já, þetta er skelfilegt, en það er huggun harmi gegn að þeir hjá Sinfóníuhljómsveitinni hafa brugðist skjótt við og boðið einhent- um píanistanum að leika með hljómsveitinni á þríhorn.“ Féll þá leikkonan í öngvit.“ Egill Ólafsson tónlistarmaður VIÐKVÆMAR OG AUÐTRÚA LEIKKONUR Á ÞJÓÐLEIKHÚSFJÖLUNUM Flosi fór létt með að bregða sér í allra kvikinda líki. Hér leikur hann ungbarn í kerru í leikritinu Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Með honum á myndinni er Örn Árnason og ung leikkona í gervi fullorðinnar konu. ➜ HLÝR OG BLÍÐUR FAGMAÐUR FYRSTI GRÍNISTINN Flosi fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kvosinni. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 1953, lauk prófi í leiklist frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og lærði leikstjórn og þáttagerð hjá BBC í London á árunum 1960 til 1962. Flosi starfaði jöfnum höndum sem leikari, leikstjóri og rithöfundur allt sitt líf. Hann stofnaði leikhúsið Nýtt leik- hús í Framsóknarhúsinu í Reykjavík árið 1959 og var fastráðinn hjá Þjóð- leikhúsinu í nær fjörutíu ár. Eftirlifandi eiginkona Flosa er Lilja Margeirsdóttir en þau voru gift í fimmtíu ár. Þau eiga saman soninn Ólaf og barnabörnin Önnu og Flosa. Dóttir Flosa af fyrra sambandi heitir Anna og á hún fjögur börn. Flosi verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag klukkan 14. FLOSI ÓLAFSSON 27.10.1929-24.10.2009 Vegaaðstoð Sjóvá er í boði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum, í Reykjanesbæ, Borgarnesi og Hveragerði. Nánar á sjova.is. VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ Þjónusta fyrir viðskiptavini í Stofni þeim að kostnaðarlausu Bensínlaus? Straumlaus? Sprungið dekk? Tjónaskýrsla? „Vegaaðstoð Sjóvá? Ég er alveg rafmagnslaus. Bobbinn fékk sér Candyfloss.”  CANDYFLOSS Í BOÐI SJÓVÁ Í dag, laugardag, verða starfsmenn Sjóvá í verslunarmiðstöðinni Kringlunni og munu gefa gestum og gangandi candyfloss. Þar verður einnig hægt að taka þátt í skemmti- legum leik með veglegum verðlaunum. Komdu við í Sjóvá-básnum á 1. hæð í Kringlunni í dag og fáðu þér candyfloss!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.