Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 28
28 31. október 2009 LAUGARDAGUR
F
yrir tíu árum birtist dæmisag-
an Íslensk fjallasala h.f. í Lesbók
Moggans. Í henni er Esjan seld til
útlanda í frjálshyggjukasti og hald-
ið partí í beinni útsendingu, þar sem flutt-
ar eru ræður um viðskiptasnilldina. En svo
sekkur Esjan í sæ á leið til kaupandans og
Íslendingar verða að athlægi í útlöndum.
Eftir stendur hnípin þjóð.
Eftir á að hyggja má líta á söguna sem
spádóm um útrásina og hrunið. En eftirmál-
in urðu þau að Davíð Oddsson, þáverandi
forsætisráðherra, lét séra Karl Sigurbjörns-
son biskup vita af því að honum mislíkaði
sagan. Biskup ýtti síðan höfundinum, séra
Erni Bárði Jónssyni, úr starfi sínu í kristni-
hátíðarnefnd hjá Biskupsstofu. Séra Örn bað
þá um tilfærslu og kvaddi Biskupsstofuna.
Fréttablaðið spurði séra Örn um stöðu
kirkjunnar sem þjóðkirkju, hvort hún hefði
brugðist í góðærinu og hvert væri hlutverk
hennar á svokölluðu Nýja Íslandi. Hefðu
fleiri prestar átt að stíga í fótspor hans og
gagnrýna það sem fyrir augu bar, þrátt fyrir
að forsætisráðherra hafi skipt sér af tjáning-
arfrelsi í landinu, eins og Örn orðar það?
„Auðvitað eru prestar vítt og breitt um
landið að tala um málefni líðandi stundar
en það ratar ekki alltaf í fjölmiðla. Það er
nú einu sinni svo að þessi boðskapur okkar
er pólitískur. Hann varðar mannlífið. Jesús
er að tala um líf fólks. Hann er ekki bara að
tala um eitthvað framandi og uppi í himn-
inum. Hann er mjög harðorður gegn þeim
sem koma að honum með hroka og yfirlæti
en stórkostlegur gagnvart þeim sem minna
mega sín. Sælir eru ofsóttir, segir hann: við
erum sæl ef við erum atyrt fyrir að tala
fyrir rétti í þjóðfélaginu.
Prestar eiga að fara að þessu fordæmi?
Ég hefði haldið það, já. Í samfélaginu í dag
skiptir það auðvitað máli að tala fyrir því að
réttlætið nái fram að ganga og sannleikur-
inn, að ljósið lýsi upp myrkrakompurnar.
Staða þjóðkirkjunnar sem ríkiskirkju
býður ekki upp á að prestar séu mikið að
byrsta sig, er það? Þeir eiga ekki að abb-
ast upp á hið pólitíska vald. Samanber
dæmið um smásöguna þína. Þar lét kirkj-
an undan.
Ég veit nú ekki hvað má gera mikið úr
því að ég hvarf úr nefndinni. Þetta var bara
óþægileg staða og ég var peð sem mátti
fórna. Við erum á hverjum degi í siðferðis-
prófi og öll erum við fallistar. En auðvitað
gerum við kröfur til yfirvalds kirkjunnar og
til presta. Það getur verið mjög erfitt að lifa
við það að vera fyrirmynd annarra. Það að
vera prestur er mjög erfitt. Og það að vera
biskup yfir kirkjunni er óvinnandi vegur.
En Karl biskup er einn af þeim prestum
sem hafa verið hvað pólitískastir, þegar
hann var prestur í Hallgrímskirkju. Það er
svo annað mál með fjölmiðlana, maður sér
að þeir hafa lítinn áhuga á því sem gerist í
kirkjunni. Enda hafa þeir lítinn tíma til að
setja sig inn í málefnin, því þeir eru van-
máttugir fjárhagslega.
En það er þjóðkirkjan ekki. Prestar eru á
svipuðum launum og alþingismenn, greidd
af ríkinu.
Þegar ég byrjaði í prestskap voru laun-
in lægri og þriðjungur þeirra fór í að borga
leigu. Seinna fóru laun presta fyrir kjara-
nefnd, sem úrskurðaði okkur mikla kjara-
bót. Við erum á góðum grunnlaunum. Auður
kirkjunnar er jarðeignir sem hún hefur
eignast í gegnum tíðina. Þær eignir hefur
hún afhent ríkinu til eignar og fengið laun
presta greidd í staðinn. Þetta voru eigur
kirkjunnar.
Þetta eru eigur sem voru teknar með valdi
af kaþólsku kirkjunni, ekki satt?
Eflaust mætti færa rök fyrir því að kaþ-
ólska kirkjan hafi átt þessar eignir. Siðbót-
in var pólitísk í aðra röndina og snerist um
landeignir og annað. En kaþólska kirkjan
hefur ekki gert tilkall til þessara eigna.
Jarðirnar hafa verið í eigu safnaðanna og
kirkjujörð stóð undir launum prests. Þetta
er gamalt kerfi þar sem menn lifa af lands-
ins gæðum.
Best að eiga sem minnst
Er ekkert óþægilegt fyrir presta að fá marga
milljarða á ári frá skattgreiðendum, þegar
verið er að skera niður í heilbrigðismálum,
ekki vegna þess að kirkjan hafi staðið sig
svona vel, heldur af því að hún seldi jarðir?
Laun presta hafa nú þegar verið skorin
niður og kirkjan stendur frammi fyrir mikl-
um niðurskurði um allt landi. Við skorumst
ekkert undan því. En Jesús setti sig ekkert á
móti auðæfum. Hann ræddi um afstöðuna til
auðæfa. Ríkur maður spurði hann hvernig
hann ætti að öðlast eilíft líf. Farðu og seldu
allar eigur þínar og gefðu fátækum, sagði
Jesús. Þá varð sá ríki hnugginn. Kannski
var hann of bundinn við eigur sínar. Það er
til fólk sem veit að það er best að eiga sem
minnst, þá ertu síður bundinn.
Kirkjan rísi upp
Þarf þjóðkirkjan að taka sig á til að geta leitt
fólk í gegnum yfirstandandi erfiðleika?
Já, hún þarf heldur betur að taka sig á.
Taktu eftir því að það er engin stofnun
í landinu sem hefur sömu möguleika og
kirkjan til þess að leiða þjóðina. Hún er
með mannafla og húsnæði um allt land til
að safna fólkinu saman. En því miður, við
í Neskirkju erum til dæmis með 150 til tvö
hundruð manns hér í messu hvern sunnu-
dag. En það eru ellefu þúsund í söfnuðinum.
Ég veit að margt af þessu fólki ræktar sína
trú í einrúmi en styrkur trúarinnar felst
ekki síst í því að fólk komi saman. Auðvitað
vil ég fullar kirkjur, að fólk heyri hreinan
og skíran boðskap um trú og skyldur þess
við náungann. Þetta er mjög ríkt í kenning-
um Krists og er líka í Gamla testamentinu.
Að gæta réttar kúgaðra, minnihlutahópa,
ekkna og munaðarlausra. Jesaja spámað-
ur segir að hamingjan sé fólgin í að gefa
sig að öðrum. Ef þú gefur öðrum það sem
þig sjálfan langar í, þá verður bjart í kring-
um þig, segir hann. Þér líður vel. Og það er
þetta sem er lausn okkar þjóðar núna, að við
hugum hvert að öðru. Það er betri mæting
hér í Hagaskóla en undanfarin ár, börnunum
gengur betur í prófum og þeim líður betur.
Ég frétti þetta á fundi um málefni Vestur-
bæjar um daginn og ég sagði bara lifi krepp-
an! Auðvitað veit ég að mörgum fullorðn-
um líður illa vegna hennar, en hrunið hefur
kennt okkur svo margt.
En þú saknar þessa hreina og skýra boð-
skapar. Hann myndi færa kirkjuna nærri
fólkinu?
Skarpari prófíll skapar líka meiri skil.
Breiður faðmur getur haldið utan um marga
en ef þú yddar endalaust endarðu á því að
vera hnífskarpur og með lítinn trúfast-
an kjarna sem vill berjast alveg til hinstu
stundar. Ég vil hafa breiða kirkju en ekki
bragðlausa.
Stundum heyrist að kirkjan jaðri við að
vera lítið meira en ríkisstyrkt brúðkaups-
þjónusta.
Hún má ekki vera það. Nú er ég innan app-
aratsins og erfitt fyrir mig að horfa á þetta
utan frá. En ef þetta á að vera spámannleg
kirkja þá verður hún að rísa upp. Því miður
finnst mér núna í kjölfar hrunsins að þjóðin
eigi sér engan talsmann. Hver er það sem
blæs einhverri bjartsýni, trú og von í þjóð-
ina? Hver er það sem leiðir hana áfram og
segir að við verðum að komast út úr þessu
og að við gerum það með því að standa
saman. Kannski erum við prestarnir að
tala um þetta, en þjóðin heyrir það ekki. Ég
veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Á ég að
fara niður á Austurvöll og þruma yfir gang-
andi vegfarendum? Það heyrðist þó allavega
í mér. Prestur í samtímanum má ekki bara
tala í predikunarstól. Hann þarf að skrifa í
blöð og láta að sér kveða í félagslífi og víðar.
Vera virkur. Þetta er ekki eins og í gamla
daga þegar allir komu í kirkjuna og prest-
urinn talaði þar við allt samfélagið.
Biskup á að tala skorinort
Ætti þá biskup að sýna fordæmi?
Biskupinn hefur nú stigið fram og flutt
góðar ræður. Hann er ekki að tala hvern
einasta sunnudag, en ég hef heyrt hann tala
tæpitungulaust, núna á liðnu ári. En auðvit-
að á leiðtogi þjóðkirkjunnar að stíga fram og
tala skorinort. Svo er hin hliðin að það hefur
verið vandi að tala inn í þessar aðstæður.
Það var svo mikil reiði í fólki, það útilokaði
allt og fussaði á kirkjuna að hún væri bara
partur af kerfinu.
En spurningin er hvort hún sé ekki of
mikil stofnun og of laus við sjálfsgagnrýni.
Er hún of föst í eigin embættismannakerfi
til að geta stigið fram og gagnrýnt mál með
trúverðugum hætti núna?
Ég get alveg svarað þessu játandi. Hún er
það. Vandi hennar er öðrum þræði sá að hún
er breið og stór og sterk og ekki grasrótar-
hreyfing sem slík.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Þarf þá ekki að skera á þessi tengsl, gera
kirkjuna að lifandi afli sem nærist á starf-
inu en ekki hefðinni?
Ég vildi gjarnan að kirkjan væri algjör-
lega á eigin fótum. Í raun og veru var ég
mjög krítískur á það á sínum tíma að kirkjan
afhenti eigur sínar ríkinu. Ég vil helst taka
þær allar til baka og segja að við ætlum að
sjá um okkur sjálf, algjörlega. Og ef kirkjan
er ekki lengur á fjárlögum og fer að vinna
á eigin vegum, hvað gerist þá? Þá þarf hún
að vinna allt öðruvísi og hugsa betur um sitt
fólk og sína hjörð og ég held að það væri
hollt. Ég er alveg sammála því.
Þannig að þú ert stuðningsmaður aðskiln-
aðar ríkis og kirkju?
Já. Ég myndi vilja sjá þennan aðskilnað og
að kirkjan væri alveg á eigin vegum, fyrir
utan að hún nyti lagaverndar eins og önnur
trúfélög. Ég vil sjá kirkjuna lausa undan
valdinu svo hún geti talað skýrt og skorin-
ort gegn spillingu og gegn valdi sem fer yfir
mörkin, alveg hiklaust.
Ég vil sjá kirkjuna lausa undan valdinu svo hún
geti talað skýrt og skorinort gegn spillingu
Vill aðskilnað ríkis og kirkju
Séra Örn Bárður Jónsson telur að þjóðkirkjan verði að rísa upp og leiða almenning eftir hrunið, engin stofnun hafi betri að-
stöðu til þess. Kristur hafi verið pólitíkus og það eigi prestarnir líka að vera. Örn varaði á sínum tíma við frjálshyggju en þá tók
biskup hann úr kristnihátíðarnefnd, eftir kvörtun þáverandi forsætisráðherra. Klemens Ólafur Þrastarson leit við í Neskirkju.
➜ UM GUNNAR BJÖRNSSON
Ég get ekki sleppt þér nema minnast á
Gunnar Björnsson. Þú lýstir því yfir að þú
værir sammála biskupi um að Gunnar yrði
færður til og settur í sérverkefni. Þetta er
snúið mál, er ekki skylda ykkar að fyrirgefa
séra Gunnari og taka við honum aftur?
Að sjálfsögðu. Við erum allir syndugir og
breyskir menn. Það eru örfá svona mál sem
koma upp í fjölmiðlum. Fyrst og fremst er
kirkjan samfélag friðar og gleði, þar sem er
mikið unnið vítt og breitt um landið.
Gunnar hefur farið yfir mörk sem mörgum
finnst að gangi ekki og er í bága við siðareglur
kirkjunnar. Því hefur biskup tekið þetta mál
ákveðnum tökum og ég lýsti því að ég væri
sammála þeirri efnismeðferð. Ég vil Gunnari
vel og óska honum alls hins besta. Guð blessi
hann og hans fólk. Það er í anda fyrirgefn-
ingarinnar að hann hefur úr mörgum kostum
að velja og er boðið annað starf. Honum er
alls ekki kastað út á guð og gaddinn. Mér
finnst mikil miskunnsemi í þessu, kærleiki og
skilningur, þannig að mér finnst kirkjan taka
á þessu af miklu viti. Það er styr um þetta, en
ég held að langflestir séu fylgjandi því sem
biskup hefur verið að gera.
Ég leit á mína yfirlýsingu sem stuðning við
fórnarlömbin, svo þau vissu að kirkjan er ekki
eins og einhver ókleifur veggur sem stendur
gegn þeim. Öðru nær.
SÓKNARPRESTURINN Séra Örn hefur ýmsar skoðanir sem ekki samræmast opinberri stefnu kirkjunnar. Hann telur til að mynda að vel megi ræða það út frá sið-
ferðilegu sjónarhorni hvort þjóðkirkjan eigi að deila eignum sínum með öðrum kristnum kirkjum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON