Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 32
32 31. október 2009 LAUGARDAGUR
Sögur um blóðsugur og Drakúla
greifa hafa getið af sér ótal kvik-
myndir. Þar má nefna Hammer
Horror-myndir sjötta áratugarins
með Christopher Lee sem Drakúla.
Árið 1972 kom svo svört útgáfa af
Drakúla í kvikmyndinni Blacula.
Árið 1979 kom kvikmyndin Salem‘s
Lot og sama ár Nosferatu þýska
leikstjórans Werners Herzog. Kvik-
myndin Blade og sjónvarpsserían
Buffy The Vampire Slayer fjalla um
vampíruveiðara en blóðsugur eru
hetjurnar í kvikmyndum eins og The
Hunger (1983) og Interview with the
Vampire (1994) sem byggði á The
Vampire Chronicles eftir Anne Rice.
Svíar sendu frá sér vampírumynd-
ina Låt den rätte komma in árið 2008
en hún fékk afbragðsgóða dóma.
Frægasta bókmenntaverk um
vampírur er Drakúla eftir Bram
Stoker, en hún var byggð á sögu-
sögnum um hinn skelfilega Prins
Vlad hinn þriðja í Rúmeníu sem
var uppi á fimmtándu öld. Prins-
inn var þekktur sem „Vlad the
Impaler“ vegna þess að hann
stjaksetti fórnarlömb sín og pynti
þau á hryllilegan hátt. Vamp-
írusögur voru mjög algengar á
þessu landsvæði og Stoker kaus
að byggja sögu sína um Drakúla
greifa í Transylvaníu á prinsin-
um. Í verkinu fremur ástkona
Vlads sjálfsmorð og harmur hans
leiðir til þess að hann ákallar hin
myrku öfl um að öðlast eilíft líf
handa dauðans. Drakúla getur
því ekki dáið og leitar að brúður
sinni öldum saman sem leiðir svo
til þeirrar æsispennandi atburða-
rásar í eltingarleik vampíruveið-
arans Van Helsing við skrímslið.
Mikil rómantík er einnig í verk-
inu um ást sem aldrei gleymist,
hina eilífu ást handan dauðans. Bók Stokers um Drakúla hefur veitt enda-
lausan innblástur og hefur meðal annars verið kvikmynduð árið 1931
með Bela Lugosi í aðalhlutverki, og árið 1992 af Francis Ford Coppola.
VAMPÍRAN Verkið „The Vampire“ eftir Sir Philip Burne-Jones sem málað var á hátindi gotneskrar rómantíkur á 19. öld.
DRAKÚLA GREIFI Bela Lugosi í hlutverki sínu
árið 1931
EILÍF ÁST Vampírurnar Lestat og Louis úr Interview with a Vampire eftir Anne Rice.
Blóðug
rómantík
Sannkallað vampírufár hefur gripið
um sig í Hollywood í kjölfar „Twilight“
og „True Blood“ og það teygir anga
sína víða inn í dægurmenninguna. En
hvaða fyrirbæri eru eiginlega þessar
rómantísku en hryllilegu blóðsugur?
Anna Margrét Björnsson fór á stúfana í
tilefni hrekkjavökunnar.
Kynlíf, eiturlyf og hómóerótík
Árið 1819 birti rithöfundurinn
John Polidori stutta sögu sem
nefndist The Vampyre. Sagan
var byggð á aðdáun hans á Lord
Byron, skáldinu sem síðar öðlað-
ist sess sem táknmynd rómantíska
tímabilsins og þeirri ákveðnu kyn-
lífsbyltingu sem þá átti sér stað.
Enginn veit hvort raunverulegt
samband átti sér stað milli Polid-
oris og Byrons þar sem dagbæk-
ur þeirra fóru á bálið en það er
augljóst að mikill hómó-erótismi
er til staðar í sögunni. The Vamp-
yre er einnig fyrsta vampírusag-
an þar sem vampíran er sýnd sem
heillandi og rómantísk andhetja.
Bækur bandaríska rithöfundarins
Anne Rice um vampíruna Lestat
sem urðu gífurlega vinsælar á
níunda áratugnum eru einnig upp-
fullar af ást og erótík milli karl-
manna. Spekúlantar vilja meina að
vampíruæðið sem á sér reglulega
stað tengist ávallt einhvers konar
kynlífsbyltingu eða krísu í heim-
inum og nefna sem dæmi að Dra-
kúla eftir Bram Stoker hafi verið
skrifuð á miðju tímabili þar sem
frjálsar ástir og notkun vímuefna
eins og kókaíns og ópíums tröll-
riðu ákveðnum stéttum. Á níunda
áratugnum varð til dæmis ákveð-
ið vampíruæði með bókum fyrr-
nefndrar Anne Rice og kvik-
myndum eins og The Hunger og
The Lost Boys sem mætti tengja
við útbreiðslu eyðni í heiminum
– vampírur sem eru fallegar, töff
og gáfaðar en dæmdar til eilífðar-
nóns. Vampíruæðið sem nú ríkir
með bókunum og kvikmyndunum
Twilight, og sjónvarpsþáttunum
True Blood er uppfullt af hómó-
erótískum tilvísunum. Í Twilight
heillast stúlkan Bella af vampír-
unni Edward. Edward er dásam-
lega fagur en virðist hræddur og
fyllist jafnvel viðbjóði í návist
hennar. Ekkert kynlíf á sér stað á
milli þeirra og má draga þá álykt-
un að sagan sé ákveðin fantasía
stúlkna um að vera með samkyn-
hneigðum mönnum í sambandi
sem er kynferðislega hættulaust.
Í sjónvarpsþáttunum True Blood
er talað um að vampírur „komi
út úr líkkistunni“ og í byrjunar-
titlunum sést skiltið „God Hates
Fangs“ (Guð hatar vígtennur) sem
er væntanlega bein tilvísun í „God
hates fags“ skilti í biblíubeltinu.
Blaðamaðurinn Stephen Marche
skrifaði í tímaritið Esquire nýlega
að vampírur hefðu herjað á dæg-
urmenninguna hreinlega vegna
þess að ungar gagnkynhneigðar
konur vilji fara í rúmið með sam-
kynhneigðum karlmönnum. Hann
segir að þorsti ungs fólks í vamp-
írubókmenntir og kvikmyndir
séu táknmynd kynlífsbylting-
ar í Bandaríkjunum þar sem það
óvenjulega er samþykkt, hvort
sem það eru hjónabönd samkyn-
hneigðra, transgender einstakl-
inga eða „gotharar“ sem þrá það
heitast af öllu að vera vampírur.
Eins einkennilega og það má virðast þá hafa
sögur og goðsagnir um verur sem nærast á
blóði hinna lifandi verið til í flestöllum menn-
ingarheimum jarðkringlunnar í mörg hundruð
og jafnvel þúsundir ára. Á Indlandi eru sögur
um „vetala“, eins konar djöfla sem taka sér
bólfestu í líkama fólks. Indverska gyðjan Kali
er sýnd í myndmáli með vígtennur og háls-
festi búna til úr hauskúpum og hefur ávallt
verið tengd við blóðdrykkju og mannfórn-
ir. Í Egyptalandi til forna drakk ljónagyðj-
an Sekhmet blóð. Persar áttu sér djöfla sem
líkjast mikið vampírum seinni tíma og Babýl-
óníumenn rituðu sögur um Lilitu sem seinn-
ar varð að hinni hebresku Lilith, fyrstu konu
Adams. Lilitu nærðist á blóði manna, kvenna
og ungbarna. Rómverjar trúðu á vængjaðar
verur sem nefndust Lamia og drukku blóð
úr börnum og ungum karlmönnum að nætur-
lagi. Einnig má benda á tengsl sögusagna um
vampírur við kristnina, en þar er talað um að neyta blóðs Krists og lík-
ama í táknrænni merkingu. Orðið vampíra eða „vampyr“ kemur svo úr
miðaldasögum Austur-Evrópu þar sem ákveðin móðursýki og hræðsla
myndaðist um blóðsugur sem áttu að herja á heilu þorpin.
Hver er uppruni vampíra?
Drakúla – frægasta vampíran
Vampírukvikmyndir
LILITH Hebresk vera sem
drakk blóð ungbarna.
NÍUNDI ÁRATUGURINN Catherine Den-
euve í The Hunger.
Flestum vampírusögum ber
saman um eftirfarandi einkenni:
■ Vampírur þurfa blóð til að lifa.
Án blóðs deyja þær, blóðið veitir
þeim orku og eilíft líf. Vampírur
nærast einungis á blóði.
■ Vampírur fara á kreik að næt-
urlagi og hræðast sólarljósið. Í
mörgum vampírusögum brenna
vampírur upp til agna ef sólarljós
skín á þær.
■ Vampírur drepa oftast fólk með
því að bíta það á háls og tæma
úr því blóðið. Vampíra getur hins
vegar kosið að skapa aðra vampíru
með því að tappa blóði af mann-
eskju og láta hana svo drekka af
sínu blóði.
■ Vampírur styrkjast með árunum
og þær vampírur sem hafa lifað
öldum saman eru voldugastar.
■ Vampírur eru oftast hávaxnar,
grannvaxnar með sítt hár, ljós og
undarleg augu og föla húð.
■ Vampírur geta breytt sér í dýra-
líki, oftast leðurblökur, rottur, ketti,
hrafna og úlfa.
■ Vampírur lifa ofan í gröfinni eða
sofa í kistum sínum að degi til.
■ Vampírur hafa enga spegilmynd.
■ Vampírur hræðast oft
krossa,kirkjur og Biblíur; slíkt er þó
ekki algilt.
■ Vampírur geta einungis dáið ef
þær fá viðarstjaka í gegnum hjart-
að, eru brenndar eða afhöfðaðar. Í
sumum sögum er hægt að skjóta
þær með silfurkúlu í hjartað.
■ Vampírur eru oftast sýndar með
vígtennur í bíómyndum en slíkt er
sjaldnast tekið fram í þjóðsögum
um vampírur.
Nokkrar staðreyndir
um vampírur