Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 40

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 40
6 fjölskyldan úti að leika er hollt og gott ... BESTU RÓLÓARNIR Ferð á leikvöllinn er góð fjölskylduskemmtun um helgar. Ef allir eru orðnir leiðir á leikvell- inum í næsta nágrenni er af nógu að taka á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskyldublaðið bendir hér á nokkra einstaklega góða. Seðlabankaróló Á Arnarhóli er ágætis róluvöllur með klifurbraut og húsum. Þarna reynist krökkum auðvelt að virkja ímyndunaraflið, enda platkíkir á svæðinu sem snýr að miðbænum. Þarna er líka sandkassi og rólur, sem kunnugir fullyrða að séu kraftmestu rólur á höfuðborgarsvæðinu. Grænuborg Leikvöllurinn á Grænuborg, á Eiríksgötu gegnt Hallgrímskirkju, er dæmi um leikvöll sem er á leikskólalóð. Slíkir leikvellir eru við alla leikskóla, en misspennandi eins og gengur. Þeir standa öllum opnir fyrir utan dagvistunartíma barnanna. Þessi á Grænuborg er stór og spennandi, meðal annars með einni hæstu rennibrautinni í bænum. Þá er stutt í myndastyttugarðinn við safn Einars Jónssonar, sem krökkum finnst skemmtilegur. Hljómskálagarðsróló Hljómskálagarðinn, sem og Miklatún, mætti nýta mun betur fyrir fjölskyldur í borginni. í Hljómskálagarðinum má þó finna leikvörubíl og sandkassa og nokkuð mikilfenglega klifurgrind. Hún er ekki heppileg fyrir yngstu börnin en krakkar á skólaaldri fá góða útrás í þessari stóru klifurgrind. Álafosskvosin Leikvöllurinn í Álafoss- kvosinni er með víðáttumestu leikvöll- um landsins. Betra væri að tala um leik svæði. Skemmtileg rennibraut er þarna, aparóla, rólur, þrauta- braut og mjög spenn- andi höggverk eftir Magnús Tómasson. Víkingaróló Í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ, við enda Kvíslartungu, var opnaður í sumar ljómandi skemmtilegur víkingaleikvöllur. Hann samanstendur af húsaþyrpingu með brú á milli sem krökkum finnst gaman að leika sér í. Þarna er líka fyrirtaks aparóla, sparkvöllur, grillaðstaða og aðstaða til að snæða. Stutt er í hesthúsin í Mosfellsbæ svo oft má rekast á hross í nágrenninu. KAFFISOPINN INDÆLL ER Foreldrar sem sitja og fylgjast með börnum sínum leika sér á leikvöllum eiga það á hættu að verða kalt, enda ekki á fullu í leik eins og krakkarnir. Til að forðast kuldahroll er gott ráð að taka kaffi eða kakó með á leikvöllinn. Tjarnarborg Fjölbreytileg leiktæki fyrir litla krakka og stóra er að finna á Tjarnarborg sem eins og nafnið gefur til kynna er við Reykjavíkurtjörn. Útsýnið yfir Þingholtin er skemmtilegt og umhverfið notalegt. Sandurinn í sandkassan- um er ljós sem er skemmtileg tilbreyting. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V PJ ET U R FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V PJ ET U R FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V PJ ET U R Tilboð gildir út nóvember 2009 eða meðan birgðir endast Glerfínt og GLJÁANDI fyrir jólin SparCreme Burt með uppsafnaðann kísil Frábært efni til að fjarlægja uppsöfnuð óhreinindi, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ryðfrítt stál o.fl. Blue Star Öflugt hreinsiefni á gólf, veggi og skápa Vinnur á hverskyns óhreinindum. Þornar hratt og skilur ekki eftir sig sápuskán. NABC Baðherbergis- hreinsir Hreinsar, sótt- hreinsar og eyðir ólykt. SparCling WC-hreinsir Fyrir harða sýruþolna fleti. Ultra glerhreinsir Hreinir gluggar Til notkunar á alla gler- og plastfleti. HREIN FAGMENNSKA FRAM Í FINGURGÓMA HJÁ BESTA Útsölustaðir Besta Ármúla 23 Reykjavík Sími 510-0000 Besta Brekkustíg 39 Njarðvík Sími 420-0000 Besta Grundargötu 61 Grundarfirði Sími 430-0000 Besta Miðvangi 13 Egilsstöðum Sími 470-0000 Besta Egilsbraut 6 Neskaupstað Sími 477-1900 A.Karlsson Víkurhvarfi 8 Kópavogi Sími 5600-900 20% afsláttur af hreinsiefnum T ilb o ð gi ld ir út nó ve mb er 2009 eða meðan birgðir en d ast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.