Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 40
6 fjölskyldan úti að leika er hollt og gott ... BESTU RÓLÓARNIR Ferð á leikvöllinn er góð fjölskylduskemmtun um helgar. Ef allir eru orðnir leiðir á leikvell- inum í næsta nágrenni er af nógu að taka á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskyldublaðið bendir hér á nokkra einstaklega góða. Seðlabankaróló Á Arnarhóli er ágætis róluvöllur með klifurbraut og húsum. Þarna reynist krökkum auðvelt að virkja ímyndunaraflið, enda platkíkir á svæðinu sem snýr að miðbænum. Þarna er líka sandkassi og rólur, sem kunnugir fullyrða að séu kraftmestu rólur á höfuðborgarsvæðinu. Grænuborg Leikvöllurinn á Grænuborg, á Eiríksgötu gegnt Hallgrímskirkju, er dæmi um leikvöll sem er á leikskólalóð. Slíkir leikvellir eru við alla leikskóla, en misspennandi eins og gengur. Þeir standa öllum opnir fyrir utan dagvistunartíma barnanna. Þessi á Grænuborg er stór og spennandi, meðal annars með einni hæstu rennibrautinni í bænum. Þá er stutt í myndastyttugarðinn við safn Einars Jónssonar, sem krökkum finnst skemmtilegur. Hljómskálagarðsróló Hljómskálagarðinn, sem og Miklatún, mætti nýta mun betur fyrir fjölskyldur í borginni. í Hljómskálagarðinum má þó finna leikvörubíl og sandkassa og nokkuð mikilfenglega klifurgrind. Hún er ekki heppileg fyrir yngstu börnin en krakkar á skólaaldri fá góða útrás í þessari stóru klifurgrind. Álafosskvosin Leikvöllurinn í Álafoss- kvosinni er með víðáttumestu leikvöll- um landsins. Betra væri að tala um leik svæði. Skemmtileg rennibraut er þarna, aparóla, rólur, þrauta- braut og mjög spenn- andi höggverk eftir Magnús Tómasson. Víkingaróló Í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ, við enda Kvíslartungu, var opnaður í sumar ljómandi skemmtilegur víkingaleikvöllur. Hann samanstendur af húsaþyrpingu með brú á milli sem krökkum finnst gaman að leika sér í. Þarna er líka fyrirtaks aparóla, sparkvöllur, grillaðstaða og aðstaða til að snæða. Stutt er í hesthúsin í Mosfellsbæ svo oft má rekast á hross í nágrenninu. KAFFISOPINN INDÆLL ER Foreldrar sem sitja og fylgjast með börnum sínum leika sér á leikvöllum eiga það á hættu að verða kalt, enda ekki á fullu í leik eins og krakkarnir. Til að forðast kuldahroll er gott ráð að taka kaffi eða kakó með á leikvöllinn. Tjarnarborg Fjölbreytileg leiktæki fyrir litla krakka og stóra er að finna á Tjarnarborg sem eins og nafnið gefur til kynna er við Reykjavíkurtjörn. Útsýnið yfir Þingholtin er skemmtilegt og umhverfið notalegt. Sandurinn í sandkassan- um er ljós sem er skemmtileg tilbreyting. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V PJ ET U R FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V PJ ET U R FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V PJ ET U R Tilboð gildir út nóvember 2009 eða meðan birgðir endast Glerfínt og GLJÁANDI fyrir jólin SparCreme Burt með uppsafnaðann kísil Frábært efni til að fjarlægja uppsöfnuð óhreinindi, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ryðfrítt stál o.fl. Blue Star Öflugt hreinsiefni á gólf, veggi og skápa Vinnur á hverskyns óhreinindum. Þornar hratt og skilur ekki eftir sig sápuskán. NABC Baðherbergis- hreinsir Hreinsar, sótt- hreinsar og eyðir ólykt. SparCling WC-hreinsir Fyrir harða sýruþolna fleti. Ultra glerhreinsir Hreinir gluggar Til notkunar á alla gler- og plastfleti. HREIN FAGMENNSKA FRAM Í FINGURGÓMA HJÁ BESTA Útsölustaðir Besta Ármúla 23 Reykjavík Sími 510-0000 Besta Brekkustíg 39 Njarðvík Sími 420-0000 Besta Grundargötu 61 Grundarfirði Sími 430-0000 Besta Miðvangi 13 Egilsstöðum Sími 470-0000 Besta Egilsbraut 6 Neskaupstað Sími 477-1900 A.Karlsson Víkurhvarfi 8 Kópavogi Sími 5600-900 20% afsláttur af hreinsiefnum T ilb o ð gi ld ir út nó ve mb er 2009 eða meðan birgðir en d ast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.