Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 41

Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 41
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 HOLTAGARÐAR verða með líflegra móti um helg- ina. Ingó Veðurguð syngur frá 14 til 15 á laugardag, trúður verður þar báða dagana og margar kynningar í gangi. Hin þekkta verslun Habitat opnar í dag og er á efri hæð Holta- garða ásamt Tekk-Company, Te og Kaffi og Dorma. Ingimar stofnaði nýlega síðu á Face book undir yfirskriftinni Höldum herramennskunni lif- andi. „Ég var orðinn frekar pirrað- ur á að sjá stráka skella á eftir sér hurðum beint framan í konur og annað fólk, og hegða sér almennt á ókurteisan hátt í garð kvenna,“ segir hinn tvítugi Ingimar. Blaðamann fýsir að vita hvaðan þessi áhugi á herramennsku sé ættaður, er hann kannski alinn upp á þennan hátt? „Nei, ætli þetta sé ekki bara meðfætt. Ég hef alltaf viljað vera herramaður og haft áhuga á sixtís-menningu þar sem menn sýndu konum sínum virð- ingu,“ svarar hann. Ingimar reynir að leggja sitt af mörkum með því til dæmis að opna hurðir, bera töskur og standa upp fyrir konum í strætó. „Með því að stofna þessa Facebook-síðu vildi ég dreifa boðskapnum og vona að fleiri taki sér herramennskuna til fyrirmyndar,“ segir hið unga sént- ilmenni sem reynir helst að líkjast göfugmennum úr gömlum mynd- um á borð við Cary Grant og Rock Hudson, En að helgarplönum. Hefur hann eitthvað herralegt í huga? „Ég var reyndar bara að hugsa um að fara í hrekkjavökupartí til vina minna og ætli við förum ekki í bæinn á eftir,“ segir Ingimar sem heldur talsvert upp á staðina Sódómu og Zimsen. Á sunnudaginn ætlar hann að taka því rólega og líklegt þykir honum að hann endi með vídeó- glápi. solveig@frettabladid.is Fæddur herramaður Ingimar Flóvent Marinósson hefur ekki þaulskipulagt helgina. Hann veit þó að hann ætlar að skella sér í hrekkjavökupartí og út að dansa á eftir og eitt er víst að hann mun hegða sér sem herramaður. Ingimar Flóvent Marinósson stofnaði Facebook-síðu sem hvetur karlmenn til herramennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.