Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 42

Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 42
MÁLSTOFA UM GALILEO GALILEI verður haldin í Þjóðminjasafn- inu í dag klukkan 13. Í ár eru 400 ár liðin frá því að Galileo gerði merkar upp- götvanir á sviði stjörnufræði. Málstofan er haldin í tengslum við árlega viku ítölskunnar sem haldin er víða um heim. www.hi.is Þær Rakel Hlín Bergsdóttir og Helga Bestla Baldursdóttir stýra barnafataversluninni Fiðrildinu sem opnar í Faxafeni 9 í dag en Rakel lýsir tilurð verslunarinn- ar með eftirfarandi hætti: „Ég útskrifaðist úr viðskiptafræði árið 2007 og fór að vinna á endur- skoðunarskrifstofu. Ég fann fljót- lega að það átti ekki við mig og langaði að gera eitthvað lifandi og hitta fólk. Hugmyndin að verslun- inni skaut upp kollinum og fékk ég vinkonu mína Helgu Bestlu Bald- ursdóttur í lið með mér.“ Rakel og Helgu grunaði að mikið væri til af heillegum barnafötum sem væru komin úr notkun í skápum og skúff- um landsmanna og kom það svo sannarlega á daginn þegar þær fóru að grennsl- ast fyrir. „Við auglýstum á Barnalandi og í kring- um okkur, og erum komnar með fínan lager af fallegum fötum. Við borgum kílóverð fyrir fötin og förum vand- lega í gegnum þau. Þau eru síðan þvegin og straujuð og eru mörg hver eins og ný.“ Þær Rakel og Helga selja einn- ig nýjar samfellur, teppi, sokka- buxur og sokka. „Þetta eru fötin sem eru næst barninu og eru auk þess mikið notuð og þvegin svo við ákváðum að hafa þau ný. Við reynum að kaupa þau inn á hag- stæðu verði því við viljum halda verði í versluninni í lágmarki til að sem flestir geti átt kost á því að koma.“ Í versluninni eru einnig barnavörur í umboðs- sölu. „Við tökum við vögnum, kerrum, bílstólum, ömmu- stólum, bumbo- stólum, göngugrind- um, hjólum og fleiru sem viðkemur börnum en okkur finnst hafa vantað vettvang fyrir notaðar vörur af þessu tagi. Þá finnst okkur um að gera að nýta það sem er heillegt í stað þess að flytja stöðugt inn auk þess sem við teljum okkur vera að leggja okkar að mörkum til umhverfisins. „Við erum þó líka með leikföng en þá eingöngu tré- leikföng og má þar nefna dúkku- hús, eldavélar og púsl,“ segir Rakel og bendir á að í versluninni sé einnig að finna íslenskt handverk eins og spangir og prjónahúfur. Þær Rakel og Helga vilja að börn hafi ánægju af því að koma í búðina og hafa lagt sig fram um að gera umgjörðina litríka og skemmtilega. Þær hafa útbúið lítið leikhorn og í tilefni opnunarinn- ar verður boðið upp á blöðrur og sleikjó. vera@frettabladid.is Notað og nýtt á börnin Barnafataverslunin Fiðrildið opnar í dag en þar fá vel með farin barnaföt nýtt líf. Þar er einnig boðið upp á nýja smávöru, tréleikföng, barnavörur í umboðssölu og íslenska hönnun. Í versluninni má finna íslenskt hand- verk eins og þessa prjónahúfu, Fjör- kálfinn, eftir Þóru Kristínu Bjarnadóttur. Helga og Rakel eru báðar miklar barnagælur. Helga vinnur í hlutastarfi á leikskóla og Rakel á von á sínu þriðja barni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fötin eru þvegin og straujuð og eru mörg hver eins og ný. Uppfinningamennirnir Rúi og Stúi skemmta börn- um í Leikhúsinu í Kópavogi næstu þrjár helgar. Barnaleiksýningin Rúi og Stúi sem frumsýnd var hjá Leikfélagi Kópavogs síðastliðið vor hefur verið tekin upp að nýju. Kynning og sala sýningarinnar er í sam- starfi við Kópavogsdeild Rauða krossins og rennur þriðjungur af miðaverði til barna- og ungmennastarfs Rauða krossins. Rúi og Stúi fjallar um sérkennilega uppfinninga- menn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er. Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæj- arstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggaleg persóna á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa. Höfundar verksins eru Skúli Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson. Sex leikarar taka þátt í sýning- unni sem er í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Aðstoðarleikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir, Berg- rún Íris Sævarsdóttir sér um leikmynd og lýsingu annast Arnar Ingvarsson og Skúli Rúnar Hilmars- son. Sýningar fara fram í Leikhúsinu Funalind 2. Miða- verð er 1.500 kr. Miðapantanir eru í síma 554 1985 eða á netfanginu midasala@kopleik.is. Sex sýningar eru eftir en tvær verða nú um helgina, á laugardag og sunnudag klukkan 14. Rúi og Stúi á fjalirnar á ný Rúi og Stúi eru litríkir uppfinningamenn. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 Rope Yoga Námskeið hefjast 2. og 3. nóvember Slys og veikindi barna Námskeiðsgjald: 6.500 kr. á mann en 5.000 krónur ef maki eða eldra systkini tekur líka þátt. Leiðbeinandi er Sigrún Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Innifalin eru námskeiðsgögn og þátttökuskírteini. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Skráning er til 14.mars Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys og veikindi barna 9. og 11. nóvember kl. 18-21 í Hamraborg 11, 2 hæð. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Skráning er til 5. nóvember. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fá 10% afslátt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.