Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 44
 31. október 2009 LAUGARDAGUR4 Græni risinn heitir nýr veitinga- staður sem var opnaður nýlega í Ögurhvarfi í Kópavogi. Þar er hollustan í fyrirrúmi að sögn eigenda. „Í dag er tískan íslenskt, ódýrt, gott og hollt. Það erum við að gera,“ segir Arnþór Þorvalds- son, Addi kokkur, á glænýjum veitingastað, Græna risanum í Ögurhvarfi í Kópavogi. „Við köll- um okkur heilsusetur og reynum auðvitað að standa undir nafni. Það er engin óhollusta á matseðl- inum, engin olía nema kókosolía, engin egg, sykur og hvítt hveiti. Bara ferskt grænmeti og sem fitu- minnst hráefni.“ Addi lærði kokkinn í Múlakaffi fyrir 23 árum og hefur komið víða við síðan. Síðasta hálfa árið vann hann á hinum vinsæla veitinga- stað Saffran í Glæsibæ og sá um daglegan rekstur. Á nýja staðnum segist hann vera að fínpússa ýmsa þætti í rekstrinum sem honum fannst mega fínpússa. „Ég held við séum einn af glæsilegri stöðunum í þessum geira, erum á tveimur hæðum og útsýnið er frábært.“ Á fjölbreyttum matseðli má meðal annars finna vefjur, fletj- ur, salöt, „pottaða rétti“ úr tand- oori-potti og ristaða rétti. Að ógleymdu bústinu. „Nú þarf ekki að fara niður í bæ eftir bústinu sínu,“ segir Addi. „Við reynum að gera vel í hverfisþjónustunni. Ég held að allir sem skoða matseðil- inn okkar muni sjá að við erum sanngjörn.“ - drg Íslenskt hráefni, ódýrt, gott og hollt Tveir keikir kokkar, Torfi Arason og Addi kokkur, á Græna risanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Munir úr smiðju Jóns Guðmundssonar verða til sýnis í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 um helgina í tilefni af Menningardögum í Árbæ. Jón Guðmundsson er plöntulífeðlisfræð- ingur og trérennismiður og vinn- ur eingöngu úr innlendum viði auk rekaviðar. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytta muni, skálar, lampa, vasa og styttur. Í tilkynningu frá Jóni lýsir hann vinnslu verka sinna þannig: „Innlendur/heima- ræktaður viður getur verið mik- ilvægt hráefni í listsköpun svo og framleiðslu nytjahluta. Nýt- ing þessa hráefnis er sjálf- stætt markmið. Í lauftrjám má finna margs konar áferð, liti og mynstur. Við vinnslu viðarins er ávallt reynt að ná fram sérstöðu hvers viðarbútar, svo sem ein- stakt viðarmynstur. Suma viðar- búta er hægt að renna það þunnt að hægt er að nota þá í lampa- skerma og nærri allir henta í skálar og krúsir. Einkenni reka- viðarins er að þar má finna maðksmogna búta, sem við viss- ar aðstæður fegrar hlutinn.“ - sg Renndir og tálgaðir trémunir Bækurnar Karitas án tit- ils og Óreiða á striga eru á meðal þess sem fjallað verður um á ritþingi helg- uðu Kristínu Marju Bald- ursdóttur rit- höfundi í Gerðbergi í dag. Þar mun Silja Aðalsteinsdótt- ir bókmenntafræðingur lesa upp brot úr verkum Kristínar Marju. Ármann Jakobsson íslenskufræð- ingur og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri verða í hlutverki spyrla. Sýning Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Óreiðan – Sögu- heimur Karitasar, verður opnuð að þinginu loknu. Sýningin bygg- ir á fyrrnefndum bókum Kristínar Marju um listakonuna Karitas og stendur til 3. janúar. Þess má geta að ókeypis aðgangur er á ritþingið, sem fer fram frá klukk- an 13.30 til 16. Kristín Marja krufin til mergjar RITÞING HELGAÐ KRISTÍNU MARJU BALDURSDÓTTUR. Listakonurnar eru þær stöllur Þór- unn Elísabet Sveinsdóttir eða Tóta eins og hún er kölluð, Þorbjörg Hall- dórsdóttir sem gengur undir nafn- inu Tobba og Hrafnhildur Arnar- dóttir. Þær takast á við ólík mál þótt ýmislegt sameini þær einnig. „Þetta ár hefur verið mikið kvennaár hjá safninu ef svo má segja,“ segir sýningarstjórinn Hannes Sigurðsson. Hann útskýrir því næst að listaárið á safninu hafi hafist á sýningu á verkum Mar- grétar Jónsdóttur leirlistamanns en í tilefni sýningarinnar gaf safn- ið út 200 síðna bók. Því miður verð- ur að teljast harla óvenjulegt að safn veiti leirlistakonu svo mikla upp- hefð og segir Hannes að leirlist sé eitt þeirra listforma sem oft verði útundan og talað um á niðrandi hátt sem hannyrðir. Fleiri konur sýndu svo listir sínar á safninu í ár og þótti Hannesi við hæfi að listaárinu lyki á svipaðan hátt og það hófst, það er að segja með verkum sem eiga það til að verða útundan þegar rætt er um listir og eru eftir konur. Sýning Evu- dætra sé ein heildstæð innsetning en með þremur ólíkum konum sem sameinist þó á vissum sviðum. Það er um Evudætur að segja að Þórunn hefur starfað innan leik- hússins í hartnær þrjátíu ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Tilfinning og efnis- meðferð í myndlist Þórunnar hefur í öllum sínum fjölbreytileika og lita- dýrð lengst af verið nátengd ástríðu hennar fyrir búningum. Hrafnhildur hefur búið og starf- að í New York um langt skeið. Lista- mannsnafn hennar er Shoplifter, sem gæti útlagst búðarhnuplari á íslensku. Í verkum hennar er tekist á við fyrirbæri eins og hégóma, sjálfs- mynd, fegurð og tísku og kemur hún með margvíslegum hætti inn á þrá- hyggju og blæti, afsprengi nútíma- lifnaðarhátta. Á undanförnum árum hefur hún unnið mikið með gervi- hár og náttúrulegt hár og búið til skúlptúra og veggmyndir sem minna á klifurplöntur. Úr verður skreytikennd fegurð sem býr jafn- framt yfir ógnvekjandi draugaleg- um áhrifum, eins og segir í fagur- lega hannaðri sýningarskránni. Þorbjörg hélt ung til Mexíkó þar sem hún dvaldi í tólf mánuði og stundaði tónlistarnám og starf- aði sem tónlistarþerapisti. Tíma- mót urðu í hennar lífi þegar hún kynntist Önnu í versluninni Fríðu frænku. Hún hóf að þróa myndlist sína í gegnum kynni sín af búðinni og vinnur hún nú mest með inn- setningar og gjörninga, þá gjarnan í samvinnu við aðra listamenn. Rithöfundurinn Sjón skrifar smá- sögu í sýningarskrána, sem er hönn- uð af Kviku ehf. Sýningin stend- ur til 13. desember. Listasafnið á Akureyri er opið frá klukkan 12-17 alla daga nema mánudaga. Ókeypis aðgangur er í boði Akureyrarbæjar. karen@frettabladid.is Evudætur prýða Akureyri Þrjár vinkonur sem allar hafa unnið í fornversluninni Fríðu frænku í Reykjavík hafa opnað sýningu í Listasafni Akureyrar. Þar ganga gamlir hlutir í endurnýjun lífdaga og andi hins liðna svífur yfir vötnum. Evudæturnar hafa allar starfað í verslunni Fríðu frænku þar sem gamlir hlutir koma upp úr glat- kistunni. M YN D /T Ó M A S JÓ N SS O N /K VI K A .IS Nýkomið glæsilegt úrval af kvenskóm úr leðri og fóðraðir með flís. Margar gerðir. Stærðir: 36–42 Verð: 17.500.- Stærðir: 36–41 Verð: 17.500.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.