Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 49

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 49
LAUGARDAGUR 31. október 2009 9 Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Starfssvið Við leitum að öflugum liðsmanni í samhentan hóp þar sem helstu verkefni eru: Hönnun og þróun veflausna Þróun á vefþjónustulagi félagsins Viðhald á hugbúnaðarkerfum með áherslu á veflausnir Menntun og hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærileg menntun Æskileg þekking og reynsla: Python / C# / ASP.Net 2.0 / SQL / HTML / CSS / JS Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Nánari upplýsingar veitir Stefán Baxter, deildarstjóri netlausna, í síma 560 5195, (stefanb@vis.is). Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir. Umsóknum skal skilað á heimasíðu VÍS, vis.is, fyrir 6. nóvember næstkomandi. VÍS er öflugt þjónustufyrirtæki og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman mynda sterka liðsheild. Stjórnendur VÍS vilja fela starfsfólki störf við hæfi , þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni. VÍS LEITAR AÐ HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGI Í NETLAUSNADEILD Embætti landlæknis Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fi mm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Nefndin metur hæfni umsækjenda en fulltrúar í nefndinni hafa þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórn- sýslu og heilbrigðisþjónustu. Umsækjendur um stöðu landlæknis skulu hafa sér- fræðimenntun í læknisfræði og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Um embætti landlæknis fer samkvæmt lögum um landlækni nr. 41/2007, lögum um heilbrigðisþjón- ustu nr. 40/2007 og öðrum lögum eftir því sem við á. Embætti landlæknis er undir yfi rstjórn heilbrigð- isráðherra og er markmið með starfrækslu þess að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði landsmanna. Landlæknir ber ábyrgð á því að embættið starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber jafnframt ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma embættisins sé í samræmi við fjár- lög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Hlutverk landlæknis er m.a. eftirfarandi: • Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, heilbrigðisstarfsfólki og almenningi ráðgjöf um heilbrigðismál. • Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu. • Að hafa eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum. • Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. • Að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta. • Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. • Að fylgjast með heilbrigði landsmanna. • Að vinna að gæðaþróun innan heilbrigðis- þjónustu. • Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu. • Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfs manna sé í samræmi við kröfur heilbrigðis þjónustunnar á hverjum tíma. • Að stuðla að rannsóknum á sviði heilbrigðis þjónustu. • Að sinna öðrum verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra. Skipulag og verkaskipting stjórnsýslustofnana ráðuneytisins er nú til endurskoðunar, m.a. í þeim tilgangi að efl a eftirlit með gæðum heilbrigðisþjón- ustu og forvarnir og kann það að leiða til breytinga á starfsemi embættisins. Lögð er áhersla á að nýr landlæknir taki þátt í þeirri vinnu. Skipað verður í stöðuna til fi mm ára frá 1. janúar 2010. Um kjör landlæknis fer samkvæmt ákvörð- un kjararáðs, sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006. Konur, jafnt sem karlar, eru hvött til að sækja um embættið. Upplýsingar um starfi ð veita Berglind Ásgeirs- dóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis (berglind.asgeirsdottir@hbr.stjr.is) og Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytis (sigurjon.ingi.haraldsson@hbr.stjr.is) Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist heilbrigðisráðuneytinu, Vegmúla 3, 150 Reykjavík eða á postur@hbr.stjr.is eigi síðar en 19. nóvember 2009. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ Í boði eru störf í vaxandi og metnaðarfullu fyrirtæki. Umsóknir sendist l: starf@mentor.is Tekið er við umsóknum l 8. nóvember. Gæ verður fyllsta trúnaðar við meðferð umsókna og fyrirspurna. Mentor er þekkingarfyrirtæki sem hefur það meginhlutverk að leggja skólasamfélaginu l lausnir, þekkingu og þjónustu l aukins árangurs. Fram ðarsýn Mentors er að verða ei virtasta fyrirtæki Evrópu á sviði upplýsingakerfa fyrir skóla. Rúmlega 800 skólar nýta sér lausnir frá Mentor í þremur löndum, Íslandi, Svíþjóð og Sviss og framundan er innleiðing Mentorkerfisins í fyrstu skólunum í Þýskalandi. Mentorkerfið er smíðað í ASP.NET C# ofan á Oracle gagnagrunn. Unnið er e ir Agile hugmyndafræði í tveggja vikna spre um. Mentor leitar að öflugum forriturum l að vinna að áframhaldandi þróun kerfisins. Menntunar- og hæfniskröfur: - Tölvunarfræðingur, kerfisfræðingur eða sambærileg menntun - Þekking og reynsla af ASP.NET og C# - Metnaður og sjálfstæð vinnubrögð Mentor hefur hlotið Vaxtarsprotann s.l. tvö ár fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.